«

»

Enginn andapollur

Ólafur Ragnar Grímsson byrjar kosningabaráttu sína í drullupolli. Það er enginn andapollur. Í leiðara Fréttablaðsins segir í dag að Ólafur Ragnar ætli greinilega að ösla í gegnum pólitískan drullupoll í kosningabaráttu sinni. Hann byrjar á því að ráðast á með offorsi á maka eins frambjóðandans. Það er nýjung í kosningabaráttu á Íslandi. Hefur aldrei verið gert áður, svo ég viti og jafnan verið talið lítilmannlegt og merki um ódrengskap að blanda fjölskyldum frambjóðenda í pólitískan slag sem nú verður greinilega leðjuslagur. Ólafur Ragnar er búinn að sjá til þess. Hann gaf tóninn í gær. Ekki verður séð að sá sem Ólafur Ragnar réðist svo heiftarlega á mikið til saka unnið annað en kvonfangið, – sem er saknæmt að mati sitjandi forseta. Þetta er með ólíkindum.

Í viðtali við forsetann í mánudagsblaði DV stendur hann í hörku rifrildi við blaðamann DV. Ólafur Ragnar Grímsson er hræddur; hann er skíthræddur. Þess vegna eys hann nú skítnum á báða bóga.

Vonandi láta aðrir forsetaframbjóðendur þetta dæmalausa skítkast forsetans vind um eyru þjóta. Þeir eiga að leyfa honum að sitja einum í drullupollinum þar sem hann nú hefur komið sér fyrir. Ágætur maður sagði eitt sinn um Ólaf Ragnar: Ólafur Ragnar fer alltaf alveg að strikinu og svo fer hann yfir strikið. Nú er kominn yfir strikið og ofan í drullupollinn. Það fer ekkert illa á því.

Fyrirvari: Athugasemdir frá öðrum á þessari síðu eru á þeirra ábyrgð. Síðuskrifari áskilur sér rétt til fjarlægja dónaleg eða meiðandi ummæli, nafnlausar athugasemdir eða athugasemdir undir dulnefni. – . ESG

Skildu eftir svar

Netfang þitt mun ekki sjást.

Þú mátt nota þetta HTML tags og attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>