Molar um málfar og miðla 926

Ekki er vitað til þess að nokkur sjónvarpsstöð sé jafn fótboltafíkin og Ríkissjónvarpið okkar. Þar ræður íþróttadeildin öllu. Fimm og hálfa klukkustund af fótaboltaefna fá nefskattsgreiðendur nauðungarstöðvarinnar framan í sig í dag, – kjósi þeir að horfa á sjónvarp. Hér hefur áður verið sagt að sjálfsagt er að sýna leiki frá EM. En hið sjálfumglaða …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 925

Í morgunfréttum Ríkisútvarpsins (05.06.2012) var sagt: Slökkviliðið fékk tilkynningu um eldinn þegar klukkan var tuttugu og fimm mínútur í sex. Molaskrifari áttar sig ekki á því hvort klukkan var tuttugu og fimm mínútur gengin í sex eða hvort klukkuna vantaði tuttugu og fimm mínútur í sex. Óskýrt. Eiríkur sendi eftirfarandi (06.06.2012): „Hér að neðan er …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 924

Kvikmynd var framleidd hér á landi síðasta sumar og þrjú verkefni eru væntanleg til landsins á næstunni, – var okkur sagt í kvöldfréttum Ríkiasútvarpsins (03.06.2012). Morgunblaðið sagði okkur lesendum sínum nýlega að útkoma bókar Halls Hallssonar Váfugls á ensku hafi þótt stórtíðindi í Bretlandi. Formaður Sjálfstæðisflokksins var meira að segja viðstaddur áróðurskynningu sem sviðsett var …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 923

Visir.is (03.06.2012): Farþegaþota klessti á tveggja hæða byggingu í næst stærstu borg Nígeríu, Lagos, nú fyrir stundu. Það á að vera refsivert að láta fólk sem skrifar svona ganga laust á netmiðlunum. Það á að senda þann sem skrifaði þetta aftur í leikskólann. Leikskólakennurum er alveg treystandi til að lagfæra málfar hans.   Molavin sendi …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 922

  Lesandi vitnar í mbl.is (31.05.2012): Leikararnir Gunnar Helgason og Magnús Guðmundsson fara með hlutverk Múnkhásens á ólíkum aldri. Hann spyr: ,,Er orðið mismunandi alveg orðið ónothæft í íslensku máli, eða er kannski búið að fella það burt?” Molaskrifari tekur undir þetta. Von er að spurt sé.   Morgunblaðið gerði (31.05.2012) mikið úr því að …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 921

  Frétt á mbl.is (30.05.2012): Flytja þurfti reiðhjólamann á slysadeild Landspítala eftir að bifhjólamaður ók á hann við Víkurvegsbrú á Vesturlandsvegi á sjöunda tímanum í kvöld. Orðið  reiðhjólamaður var einnig notað í fyrirsögn fréttarinnar. Hvað er að hinu hefðbundna orði hjólreiðamaður? Um annað í fréttinni má sitthvað fleira segja! Rétt er að geta þess að …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 920

Fjölmiðlar sem segja fólki ósatt, – ljúga að hlustendum eða lesendum eru hættulegir fjölmiðlar, skaðvaldar í samfélaginu. Á fimmtudagsmorgni (31.05.2012) var tönnlast á því í þætti í Útvarpi Sögu að starfsmenn íslensku utanríkisþjónustunnar greiddu ekki skatta. Nytu skattfrelsis. Þetta var að líkindum endurtekinn þáttur frá deginum áður. Þarna voru að verki þau Arnþrúður Karlsdóttir útvarpsstjóri …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 919

Molalesandi sendi eftirfarandi (28.05.2012) Húseiganda í Reykjarnesbæ brá heldur í brún á aðfararnótt laugardagsins. Þegar hann kom heim voru þar fyrir tveir bláókunnugir karlmenn samkvæmt tilkynningu lögreglunnar á Suðurnesjum. Einhvern veginn svona hljóðaði frétt á vefsíðu Vísis um miðjan dag í dag, mánudag. Mikið er nú lögregla þeirra Suðurnesjamanna tillitssöm að tilkynna húsráðendum um bláókunnuga …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 918

Mikið af fíkniefnum og sterum fannst í vörugámi skips sem var að koma frá Rotterdam í Hollandi, var sagt í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins (25.0.2012). Það er hægt að tala um vélarrúm skips, ekki vörugám skips. Hér hefði verið eðlilegra að segja til dæmis: Mikið magn af fíkniefnum og sterum fannst í (vöru)gámi um borð í skipi …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 917

    Líklegast er það hluti af landlægu virðingarleysi fyrir lögum og reglum að Ríkissjónvarpinu skuli líðast linnulaus lögbrot þegar kemur að því að auglýsa bjór, – að auglýsa áfengi. Á miðvikudagskvöld (23.05.2012) voru tvær bjórauglýsingar í Ríkissjónvarpinu rétt fyrir tíufréttir. Í annarri þeirra var það sem líklega átti að vera orðið léttöl gjörsamlega ólæsileg …

Lesa meira »

Older posts «

» Newer posts