Á vef Heimssýnar (sem ætti með réttu að heita Heimsýn, því þar sjá menn ekkert nema heim , ekkert að heiman.) segir 26.03.2012): Auglýsing Evrópusambandsins um byggðastyrki sæmdi sér álíka vel í Landanum og krækiber í helvíti. Hér er orðtakið eins og krækiber í helvíti ekki rétt notað að mati Molaskrifara. Þegar talað er um …
Molar um málfar og miðla 870
Fyrirsögn á mbl.is (24.03.2012): 400 ,,einsamlir úlfar” í Evrópu. Hér er hráþýtt úr ensku, innan tilvitnunarmerkja þó. Á ensku er til hugtakið lone wolf sem notað er um úlf sem ekki samlagast eða fylgir hjörðinni. Í yfirfærðri merkingu er það notað um einfara, þá sem binda ekki bagga sína sömu hnútum og samferðamenn. Í þessu …
Molar um málfar og miðla 869
Hvað er áfengiseining sem talað var um í fréttum Ríkisútvarpsins (23.03.2012)? Líkleg er þetta einhverskonar aulaþýðing úr ensku. Jóhanna Bogadóttir sendi Molum eftirfarandi (23.03.2012): Mig langar að vekja athygli á orðalagi sem var í frétt á baksíðu Morgunblaðsins í dag. Þar stendur: Þau voru eldhress skólasundskrakkarnir … Hér ætti augljóslega að vera ÞEIR en ekki …
Molar um málfar og miðla 868
Úr grein í DV (21.03.2012) … þáverandi ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu, hefði verið mjög handgengur Davíð … Hér hefði blaðamaðurinn átt að skrifa , – sem, var mjög handgenginn Davíð. Að vera handgenginn einhverjum þýðir að vera í nánum tengslum við, nátengdur eða undirgefinn einhverjum. Það gerir ekki endasleppt við viðskiptavini sína Ríkissjónvarpið þetta …
Molar um málfar og miðla 867
Gísli Sigurgeirsson sendi Molum eftirfarandi bréf (20.03.2012): ,,Heill og sæll – og bestu þakkir fyrir pistlana þína. Ungur tónlistarmaður náði að koma frá sér eftirfarandi gullkornum í viðtali á Rás 2 á dögunum: Það eiga mörg vötn eftir að renna til sjávar ….,Ágreiningar hafa verið lagðir til hliðar… ,Styrjaldir fóru á hliðina…Þegar hér var komið …
Molar um málfar og miðla 866
Molavin sendi eftirfarandi (19.03.2012): ,,Ég er hissa á því að fólk sem skrifar undir fullu nafni noti ekki aðgengileg leiðréttingarforrit til þess að koma í veg fyrir augljósar villur – og til þess að læra af því í leiðinni. En sumir hinnar galvösku kynslóðar láta ekkert aftra sér. Allir aðrir fjölmiðlar höfðu nákvæmlega sömu þýðingu …
Molar um málfar og miðla 865
Í morgunfréttum Ríkisútvarps (19.03.2012) var sagt að minnsta kosti fimm sinnum um úrslit forkosninga Repúblikana á Puerto Rico að Mitt Romney hefði sigrað stórt. Ekki fellir Molaskrifari sig við þetta orðalag. Finnst af því enskukeimur, óvandaður meira að segja. Betur var þetta orðað á mbl.is sama dag en þar var sagt að Mitt Romney hefði …
Molar um málfar og miðla 864
Úr frétt á mbl.is (18.03.2012): Mikið frost var á hálendinu og fór frost í Veiðivatnahrauni upp í 24 stig, en þar var kaldast í nótt. Frost fer ekki upp í 24 stig. Heldur niður í 24 stig. Kannski hefur sá sem þetta skrifaði aldrei séð nema stafrænan hitamæli, ekki mæli þar sem núllpunkturinn er nokkurn …
Molar um málfar og miðla 863
Vinur Molaskrifara sendi eftirfarandi (16.03.2012): ,,Var að hlusta á frásögn fréttamanns Stöðvar 2 af málflutningi Andra Árnasonar, verjanda Geirs. Fréttamanni sagðist svo frá, að Andri hafi sagt málflutning saksóknara vera fordómalausan. Ekki hygg ég nú að Andra hafi fundist það. Ætli Andri hafi ekki sagt ,,fordæmislaus“ en fréttamaður ekki vitað að fordómar þýðir allt annað …
Molar um málfar og miðla 862
Auglýsingastofur eiga að vanda málfar í auglýsingum. Í Fréttatímanum (16.03.2012) er heilsíðuauglýsing frá íslenskum grænmetisframleiðendum. Við hana er margt að athuga. Þar er hvatt til þess að plastkössum sem notaðir eru undir grænmeti sé skilað. Í auglýsingunni segir: Ef þú skilar honum heilu og höldnu verða engir eftirmálar. Þetta er bull. Það er ekki hægt …