– Það sem mér fannst einna helst stinga mig í stúf frá því ég talaði við ykkur í síðustu viku, – sagði sérstakur slúðurfréttaritari Ríkisútvarpsins í Los Angeleles við hlustendur Rásar tvö í Ríkisútvarpinu í morgun (16.03.2012). Eru engin takmörk fyrir því hvaða málsóðaskap Ríkisútvarpið telur sér sæma að bjóða hlustendum? Eru þá ótaldar ótal …
Molar um málfar og miðla 860
Þetta sendi Molavin (12.03.2012) og notaði fyrirsögnina Málfarsklám: Það er bottomlænið… voru lokaorð viðmælanda fréttastofu Útvarps í kvöld, mánudag þegar hann átti við að eitthvað væri kjarni málsins eða niðurstaða þess. Þeir sem koma fram í fjölmiðlum fyrir hönd félaga eða fyrirtækja þurfa að vanda mál sitt, undirbúa sig fyrir viðtalið og vera meðvitaðir um …
Molar um málfar og miðla 859
Í miðnæturfréttum Ríkisútvarpsins (12.03.2012) var talað um mann sem lent hefði í sjálfheldu á brimgarði við Hafnarfjarðarhöfn. Þarna hefði átt að tala um brimbrjót eða brimvarnargarð. Brimgarður er ,,samfelld brimröst eða brimveggur einkum við strönd,” segir orðabókin. Vigdís Hauksdóttir þingmaður Framsóknarflokksins sýndi þjóðinni í dag að hún kann hvorki þingsiði né mannasiði. Kunni hún þessa …
Molar um málfar og miðla 858
Úr dv. is (06.03.2012) Flutt á slysadeild eftir að hafa klesst á ljósastaur. Þarna notaði fyrirsagnahöfundur barnamálið að klessa á. Barnamál á ekki heima í fréttum. Ekkert var athugavert við málfar í sjálfri fréttinni. Gunnar þakkar molaskrif og segir: Líttu á þessa grein á Vísi: http://visir.is/midlar-reynslunni-til-annarra-ithrottamanna-/article/2012120308892. Gunnar heldur áfram: Blaðamaður virðist ekki hafa nein tök …
Molar um málfar og miðla 857
Molalesandi sendi þetta (04.03.2012): ,,Slettur úr erlendum málum eiga sjaldnast rétt á sér, ef vilji er til að vanda íslenskt mál. Meinlausar eru sletturnar kannske í tali en fara nær undantekningalaust afar illa í rituðum texta. Og þeim mun fráleitara og langsóttara er að grípa til útlendra sletta þegar nærtækt er lipurt íslenskt orð sömu …
Molar um málfar og miðla 856
856 Úr mbl.is (01.03.2012): Meirihluti þingmanna samþykktu í dag að vísa tillögu Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, um að draga til baka ákæru á hendur Geir H. Haarde frá. Hér hefði átt að segja: Meirihluti þingmanna samþykkti … eða : Þingmenn samþykktu í morgun… Í fréttum Stöðvar tvö (01.03.2012) var talað um að snuða …
Molar um málfar og miðla 855
Efst á forsíðu dv.is hefur að undanförnu verið auglýsing sem hlýtur að flokkast sem misheppnaður brandari. Hún er svona: Hafðu það kósý! Ný sending af ethanól örnum. Auglýsandinn er fyrirtækið Rúm Gott í Kópavogi. Ítrekað hafa orðið eldsvoðar og slys vegna ethanól eldstæða. Þessvegna ætti kannski að segja að þessi auglýsing sé hættuleg. Nema auðvitað …
Molar um málfar og miðla 854
Eitt af því sem Ríkissjónvarpið vanrækir er að sýna okkur vandaða fréttaskýringaþætti af heimsbyggðinni, – um þróun mála í veröldinni. Þannig þættir um erlend málefni voru á dagskrá hér á árum áður. Ekki lengur. Nóg framboð er af slíkum þáttum. Norrænu stöðvarnar sýna svona þætti reglulega. Það er helst að Bogi Ágústsson, reyndasti fréttamaður …
Úr vöndu að ráða á Bessastöðum
Þessa dagana er úr vöndu að ráða á Bessastöðum á Álftanesi. Hin vandlega hannaða atburðarás, áætlunin um það hvernig framboðsmál forsetans áttu að þróast hefur ekki gengið eftir. Öflug sérfræðiaðstoð sem áður hefur reynst vel skilaði ekki árangri. Einhvern veginn svona átti hin hannaða atburðarás að þróast: Áramótaávarp í véfréttarstíl, svo undirskriftasöfnun sem …
Molar um málfar og miðla 853
Ef Ríkisútvarpið er svo vel statt fjárhagslega að geta greitt fyrir bullpistla vestan frá Hollywood (Morgunþáttur Rásar tvö 27.02.2012) ætti það velja pistlahöfund sem talar íslensku. Þá þyrftu hlustendur ekki að heyra: … presens frá honum, hann vann fyrir besta leikara í aukahlutverki ( fékk verðlaun fyrir bestan leik í aukahlutverki), hann var ekkert að …