Molaskrifari ákvað að gera nokkurra daga hlé á nöldrinu sem sumir kalla svo fyrir og um jólin, en hefst nú handa að nýju og birtir fyrningar frá því fyrir jól. Lesandi sendi eftirfarandi úr mbl.is á Þorláksmessu og spyr: Hver skrifar eiginlega svona vitleysu? Molaskrifari getur ekki svarað því, en einhver hlýtur að bera ábyrgð …
Molar um málfar og miðla 797
N-Kóreumenn drjúpa höfði sagði í fyrirsögn á mbl.is (19.12.2011). Þeir sem eru hryggir eða daprir drúpa höfði, ekki drjúpa. Að drúpa höfði er að vera niðurlútur, beygður af sorg. En um Norður Kóreu verður seint sagt að þar drjúpi smjör af hverju strái. Þegar Molaskrifari var leiddur inn í hið mikla grafhýsi Kim Il Sungs …
Molar um málfar og miðla 796
Í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins (16.12.2011) ræddi fréttamaður um daglega neyslu Ísledíka og annar talaði um hamborgarahrygg. Hamborgarhrygg þekkja flestir svo og hamborgara. Hamborgarahrygg er dálitið erfitt að ímynda sér. – Þið eigið að gera betur en þetta! Egill sendi eftirfarandi (15.12.2011): ,,Ég var að hlusta á Ólaf Pál í Popplandi Rásar 2 nú áðan. Hann átti …
Molar um málfar og miðla 795
Í kvöldfréttum Ríkisútvarps (14.12.2011) var sagt oftar en einu sinni að Obama forseti Bandaríkjanna hefði þakkað hermönnum fyrir hugrekki sitt í Írak. Í morgunfréttum daginn eftir var búið að lagfæra þetta og þá sagt að Obama hefði þakkað hermönnunum fyrir frammistöðu þeirra í Írak. Það er undarlega röklaus hugsun þegar Framsóknarþingmaðurinn Vigdís Hauksdóttir heldur því …
Molar um málfar og miðla 794
Það gefur til kynna ítök íþróttadeildar í dagskrárstjórn Ríkissjónvarpsins að gamalt íþróttaefni skuli endursýnt á besta tíma á þriðjudagskvöldum allan desember og svo er því hótað að allt efnið verði endursýnt á gamlársdag. Þetta er með ólíkindum. Molaskrifari vék að því í Molum gærdagsins (793) að Ríkisútvarpið bryti sínar eigin reglur, reglur sem útvarpsstjóri hefur …
Molar um málfar og miðla 793
Framhaldssaga Kastljóss Ríkissjónvarpsins um starfshætti íslensku bankabófanna verður æ svakalegri. Í gærkveldi (14.12.2011) var það Landsbankinn. Í kvöld væntanlega Glitnir. Takk, Kastljós, fyrir að skýra þetta og setja í samhengi. Ef þetta lið sleppur við refsingar þá er ekkert réttlæti til. Við sjáum hvað setur. Svo þarf að ræða við fólkið sem trúði bófunum fyrir …
Molar um málfar og miðla 792
Þáttur Kastljóss Ríkissjónvarpsins (13.12.2011) um meinta markaðsmisnotkun Kaupþingsforkólfanna. var sannkölluð hrollvekja. Jóhannes Kr. Kristjánsson á hrós skilið fyrir þetta innslag. Að baki þessu lá greinilega mikil vinna og í lokin sló Sigmar hæfilega marga varnagla. En mörgum áhorfendum hlýtur að hafa verið brugðið. Boðað var framhald á þessari umfjöllun, – og koma þá hinir stóru …
Molar um málfar og miðla 791
Molavin minnir okkur á að hún Bibba á Brávallagötunni stendur fréttavaktina alla daga. Hann vitnar í visir.is (11.12.2011): ,,Mennirnir fundnir heilir á höldnu Gott að vita að þeir voru heilir á húfi. Vonandi komust þeir heim heilu og höldnu.” Ja, hérna ! Björn G. Björnsson sendi Molum eftirfarandi (12.12.2011): ,,Mikið er tönnlast á orðskrípinu lágvöruverðsverslun …
Molar um málfar og miðla 790
Í morgunfréttum Ríkisútvarps (11.12.2011) var sagt frá árekstri við brúna á Blikadalsá á Kjalarnesi. Áin heitir Blikdalsá og hún hafði verið nefnd sínu rétta nafni í nokkrum fréttatímum á undan þessum. Ekki þarf að undirstrika mikilvægi þess að rétt sé farið með örnefni í fréttum. DV kallaði ána einnig Blikadalsá (12.12.2011) Ýmislegt þóttist Molaskrifari heyra …
Molar um málfar og miðla 789
Úr dv.is (08.12.2011): Myndbirtingar Pressunar í gær virðast vera mjög afdrifarík,… Það væri synd að segja að þarna væru menn að vanda sig. Sama gildir um eftirfarandi setningu úr Morgunblaðinu (09.12.2011): Öllum ábendingar sé þó vel tekið og þeim haldið til haga. Prófarkalesarar óskast. Ólafur sendi eftirfarandi (08.12.2011): ,,Mig langar að benda þér á eina …