Molavin sendi þetta: ,,Stormurinn, sem reið yfir í gærnótt… sagði í kvöldfrétt á Stöð-2. (5.1.12) Á fréttakonan þar við storminn, sem reið yfir í nótt eða í fyrrinótt? Ég kannast ekki við orðið gærnótt. Kannski er þetta angi af því barnamáli, sem hefur rutt sér til rúms á fréttastofum. Er enginn fullorðinn á vakt?’’ – …
Molar um málfar og miðla 805
Ýmislegt einkennilegt mátti heyra í fréttum Stöðvar tvö á þriðjudagskvöld (03.01.2012). Þar var sagt frá vatnstjóni í húsi í Reykjanesbæ með þeim orðum að sjóðandi heitt vatn hefði lekið um húsið. Betra hefði verið að segja að sjóðandi heitt vatn hefði flætt um húsið enda var reiknað með að tæki nokkra daga (?) að dæla …
Molar um málfar og miðla 804
Ótrúlegt var að hlusta á það í fréttum Stöðvar tvö (03.01.2012) hvernig borgaryfirvöld í Reykjavík þvælast fyrir og tefja að ráðist verði í löngu tímabærar lagfæringar á skúraklasanum frá stríðsárunum sem hýsir farþegaafgreiðslu innanlands- og millilandaflugs á Reykjavíkurflugvelli. Hreint ótrúlegt. Borgaryfirvöld hafa dregið það í átta mánuði að afgreiða einfalt mál. Þetta er ámælisverð stjórnsýsla …
Páll Magnússon sendir mér línu
Páll Magnússon útvarpsstjóri sendi mér þessar línur síðdegis í dag (03.01.2012) Sæll Eiður Nú ætla ég mér ekki þá dul að hefja rökræður við þig, en höfum samt eitt alveg á hreinu: Ef fjöldamorðin í Noregi og fórnarlömb þeirra væru höfð í flimtingum í Áramótaskaupi þætti mér það jafn forkastanlegt og þér. Ég er þeirrar …
Molar um málfar og miðla 803
Á öðrum degi ársins tók Molaskrifari eftir þeirri breytingu í dagskrá morgunútvarps Rásar tvö hjá þeirri ágætu útvarpskonu Sigurlaugu M. Jónasdóttur að morgunbæn var flutt áður en veðurfregnir voru sagðar frá Veðurstofu Íslands klukkan 06 40. Þetta er rökrétt og skynsamleg breyting. Það var ágætt hjá Ríkissjónvarpinu að sýna okkur Nýárstónleikana í Vín, en auðvitað …
Bessastaðarefskák 2012
Ólafur Ragnar sagði ekki afdráttarlaust í áramótaávarpi sínu að hann væri að hætta Hann lokaði ekki í hálfa gátt. Hann skildi bara eftir smáglufu. Hann var eiginlega að biðja þjóðina að skora á sig að halda áfram. Og Sögukórinn er byrjaður að syngja. Moggi mun taka viðlagið. Ólafur Ragnar sýnir þjóðinni óvirðingu með því að …
Molar um málfar og miðla 802
Gleðilegt ár ! Molaskrifari nennir ekki að hafa miklar skoðanir á Áramótaskaupi Ríkissjónvarpsins. Fannst það heldur þunnt og ekki mjög fyndið. Það sem átti að vera fyndið um Sjálfstæðisflokkinn einkenndist fremur af illkvittni en fyndni.. En annað tók þó út yfir allan þjófabálk í Skaupinu. Það var að skopast skyldi að fjöldamorðunum í Útey í …
Molar um málfar og miðla 801
Vefur Ríkisútvarpsins er um margt alveg prýðilegur, þótt Molaskrifari hafi ekki verið alls kostar hrifinn þegar vefnum var breytt nýlega, hefur hann að mestu sætt sig við nýtt útlit. Molaskrifari notar vefinn talsvert, – meðal annars til að sannreyna að hann hafi heyrt rétt, þegar hann hefur þóst heyra einhverja amböguna í fréttum og hefur …
Molar um málfar og miðla 800
Það var undarlegt í Spegli Ríkisútvarpsins í kvöld (29.12.2011) þegar rætt var um Norður Kóreu og minnst á bókina Nothing to Envy eftir Barböru Demick, prýðilega bók, að hvorki spyrill né sá sem rætt vart við skyldi geta þess að þessi bók kom út á Íslandi fyrir nokkrum mánuðum. Á íslensku heitir bókin Engan þarf …
Molar um málfar og miðla 799
Það ríður ekki við einteyming latmælið í Efstaleitinu. Þá er átt við að þar nenna menn ekki lengur að tala um Ríkisútvarpið heldur heitir þessi þjóðarstofnun nú samkvæmt skipun æðstu yfirmanna bara Rúv og dagskrárkynnir sjónvarps tönnlast í síbylju á hér — á rúv ( með sérkennilegum áherslum ) – rétt eins og hugsanlegt væri …