Glöggur maður benti Molaskrifara á orðalag ,sem oft væri notað í íþróttafréttum: Liðin sættust á jafntefli. Var þá samið um úrslitin, spurði hann? Er nema von að spurt sé. Orðalagið er út í hött. Líklega er átt við að liðin hafi orðið að sætta sig við jafntefli. Það er ekki sama og að sættast …
Molar um málfar og miðla 661
Í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins (16.07.2011) var sagt frá heimsókn utanríkisráðherra Bandaríkjanna til Tyrklands. Þar talaði fréttamaður um að vera með samúð gagnvart Kúrdum. Betra hefði verið að segja: að hafa samúð með Kúrdum. Þá heyrði Molaskrifari ekki betur í sömu frétt en talað væri um að sumar bækur gætu ollið meiri skaða…. hefði auðvitað átt að …
Molar um málfar og miðla 660
Tugir fólks úr tökuliði stórmyndar Ridleys Scott, Prometheus, gistir á hótelinu … segir í Fréttablaðinu (15.07.2011) Tugir fólks gista, ekki gistir. Skip og bátar sem boðað hafa komu sína á Sail Húsavík eru farnir að koma til hafnar.. segir á á mbl.is (15.07.2011). Skip og bátar eru farin að koma til hafnar færi betur á …
Molar um málfar og miðla 659
Svolítið þótti Molaskrifara einkennilegt að heyra í fréttum Stöðvar tvö talað um að breikka ströndina við Vík í Mýrdal. Var ekki verið að gera eða byggja varnargarða? Molaskrifari kann heldur ekki að meta, þegar sagt er í Ríkisútvarpinu að menn hafi róið lífróður að því að koma þjóðarskútunni í höfn (14.07.2011). Betra hefði verið að …
Molar um málfar og miðla 658
Orðið Ríkisútvarp er nú orðið bannorð í Ríkisútvarpinu. þetta var staðfest enn einu sinni í fréttatíma Ríkissjónvarpsins (14.07.2011), þegar Bogi Ágústsson fréttaþulur sagði okkur, að RÚV hefði opnað nýjan vef. Ekki Ríkisútvarpið. Heldur RÚV. Svo er í tíma og ótíma tönnlast á: Hér á RÚV, með alveg sérstaklega hvimleiðum áherslum. Til eru samtök sem láta …
Molar um málfar og miðla 657
Í morgunfréttum Ríkisútvarps klukkan sjö (12.07.2011) var ein frétt. Ein frétt um eldsvoða í hjólbarðahrauk við Sundahöfn. Hvað starfa margir á fréttastofu Ríkisútvarpsins? Umsjónarmaður Morgunútvarps á Rás tvö sagði frá þessum eldsvoða með þessum orðum: Þar sem sótsvartur reykur leggur yfir,… Reykur leggur ekki yfir. Reyk leggur yfir. Fréttamaður fór hárrétt með þetta í fréttunum …
Molar um málfar og miðla 656
Norska sjónvarpið (NRK2) sýndi nýlega Rakarann frá Sevilla í stórskemmtilegri uppfærslu Metropolitan óperunnar í New York. Í inngangi kom fram að NRK hefur gert samning við Metropolitan um að sýna þaðan þrjár óperur á ári næstu þrjú árin. Norræn sjónvarpssamvinna stendur á gömlum merg og ef einhver döngun væri í forráðamönnum Ríkissjónvarpsins hefði örugglega …
Molar um málfar og miðla 655
Í Ríkissjónvarpinu (10.07.2011) var enn einu sinni talað um starfsmannastjóra Hvíta hússins ( e. Chief of Staff). Þessi maður er yfirmaður alls starfsliðs Hvíta hússins. Hann er ekki starfsmannastjóri fremur en Staff var hershöfðingi, General Staff, sem Mogginn talaði um í gamla daga. Fyrirsögnin á Staksteinum Morgunblaðsins (11.01.2011) er: Hvað er í pakkinu? Ekki fer …
Molar um málfar og miðla 654
Í hádegisfréttum Bylgjunnar (09.07.2011) tvísagði fréttamaður, að hlaupið í Múlakvísl væri í rénum. Það er rangt. Rénun er rétta orðið og þýðir minnkun. Þegar flóð eða hlaup er í rénun fer það minnkandi. Í morgunútvarpi Rásar tvö (11.07.2011) talaði umsjónarmaður um ferjusiglingar á Múlakvísl. Það var og. Þar var líka talað um Fjallabaksleið nyrðri, sem …
Molar um málfar og miðla 653
Molaskrifari hnaut um setningu í umfjöllun Morgunblaðsins um franska bílinn Peugot 508 1.6 eHDI. Verið er að tala um pósta milli fram- og afturhurða sem skerða útsýni og urðu til þess að ökumaður varð tíðum að skekja sér í sætinu til að sannfærast um greiða leið. Molaskrifari þekkir bara sögnina að skekja í merkingunni að …