Í fréttum Ríkissjónvarps (29.07.2011) var sagt að formaður Stjórnlagaráðs hefði í dag afhent forseta Íslands frumvarp til nýrrar stjórnarskrár. Í fréttinni sást að það var forseti Alþingis sem tók við plagginu. Forseti Íslands kom ekkert við sögu. Ekki heyrði Molaskrifari að þetta mishermi væri leiðrétt í fréttatímanum. Á vef Ríkissjónvarpsins var hljóðið hinsvegar þurrkað út …
Molar um málfar og miðla 671
Í iðrum kerfisins rumskaði embættismaður eftir sextán ára svefndrunga og sagði: ,,Það er bannað með lögum að baka kökur heima og selja í Sjómannadagskaffi, 1. maíkaffi eða á kirkjubasar til að afla fjár fyrir góðan málstað eins og gert hefur verið í 80 ár.” Hvílíkt rugl! Þetta ku hafa verið í lögum í sextán ár! …
Molar um málfar og miðla 670
Það er undarlegt að Ríkisútvarpið skuli hafa beðið golfáhugamenn afsökunar á því að skynsemin skuli hafa fengið að ráða þegar ákveðið var sl. sunnudag að fella niður beina útsendingu frá golfmóti suður í Leiru en leyfa þjóðinni þess í stað að fylgjast með einstæðum degi í sögu norsku þjóðarinnar í beinni útsendingu. Þetta ber vott …
Molar um málfar og miðla 669
Rétt fyrir tíu fréttir (25.07.2011) var auglýsing í Ríkissjónvarpinu þar sem ungt fólk var hvatt til að nota ekki munntóbak. Gott. Í kjölfar þeirrar auglýsingar komu tvær auglýsingar þar sem hvatt var til bjórdrykkju. Vont. Brot á lögum bann við áfengisauglýsingum. Hverskonar stofnun er þetta Ríkisútvarp orðið? Tekið er að glæðast yfir laxveiði, var sagt …
Molar um málfar og miðla 668
Glöggur lesandi benti á eftirfarandi í dv.is (22.07.2011): Þess að auki tjáði hann sig mikið í færslum hlekkjaðar við sænskar fréttasíður, og segir: Undanfarið hef ég aðeins verið að rekast á þetta: „Þess að auki….“ í stað „þar að auki“.Sjá dæmi neðarlega í þessari frétt: http://www.dv.is/frettir/2011/7/22/grunadur-um-hrydjuverkaaras-i-noregi/ Þetta er líklega í þriðja skiptið sem ég sé …
Molar um málfar og miðla 667
Í fréttatímanum Í Ríkisútvarpinu á miðnætti aðfararnótt sunnudags (24.07.2011) taldi Molaskrifari einar átta ambögur í fréttinni um voðaverkin í Noregi, sem flutt var í upphafi fréttatímans. Þetta var með ólíkindum. Eyjan Útey er til dæmis ekki við Noreg. Hún er í Noregi, nánar tiltekið í stöðuvatninu Tyrifjorden. Talað var um að ofbeldisseggurinn hefði planað árásina, …
Molar um málfar og miðla 666
Var Molaskrifari sá eini sem þótti það undarlegt og ósmekklegt, að Ríkisútvarpið skyldi spila lagið Óla lokbrá sem síðasta lag fyrir fréttir laugardaginn 23. júlí? Þeim Molalesendum, sem senda skrifara athugasemdir um málfar í fjölmiðlum fjölgar ört. Hér fylgja nokkur dæmi frá 22. júlí: Elísabet sendi eftirfarandi: Sagt var í Speglinum (Ríkisútvarpið): Osló er nú …
Molar um málfar og miðla 665
Það voru hárrétt viðbrögð hjá Ríkissjónvarpinu að sýna beint síðdegis á föstudag frá vettvangi hinna skelfilegu atburða í Osló. Það ber að þakka. Frásögn af málinu í fréttatíma var sömuleiðis með ágætum. Ríkissjónvarpið hefði hinsvegar átt að gera meira. Það hefði átt að sýna beint frá blaðamannafundi þeirra Stoltenbergs forsætisráðherra og Storberget dómsmálaráðherra seinna um …
Molar um málfar og miðla 664
Undir miðnætti (20.07.2011) hlustaði Molaskrifari á lok þáttarins Risar falla á Rás eitt í Ríkisútvarpinu. Þátturinn var auglýstur sem fyrri þáttur af tveimur um ,,fall sögulegs veldis jafnaðarmannaflokkanna í Svíþjóð og Noregi”. Ekki var þess getið, að umsjónarmaður væri sagnfræðingur eða sérfróður um efnið. Verið var að endurtaka þáttinn. Hann var fyrst fluttur laugardaginn 16. …
Molar um málfar og miðla 663
Sumarfólk, sem ráðið er til afleysinga á fjölmiðla er misvel í stakk búið hvað móðurmálskunnáttu varðar. Það þarf því aðhald og eftirlit. Ljóst er að hjá fréttastofu Ríkisútvarpsins er pottur brotinn í þessu efni. Þar er eins og vanti allt innra eftirlit með málfari og frágangi handrita. Þarna er stjórnun fréttastofunnar verulega áfátt. Þetta gildir …