Í morgunfréttum Ríkisútvarpsins (03.03.2011) var rætt við forstjóra ferðaskrifstofunnar Iceland Express eins og hann væri forsvarsmaður flugfélags. Iceland Express er ferðaskrifstofa, ekki flugfélag. Í hádegisfréttum sama dag hélt fréttastofan í Efstaleiti enn fast við það að Iceland Express væri flugfélag. Af hverju er verið að flytja hlustendum upplýsingar, sem ekki eiga við rök að styðjast? …
Molar um málfar og miðla 545
Um tónlistarhöllina Hörpu sagði fréttamaður Ríkisútvarps (01.03.2011) að húsið væri komið til að vera. Molaskrifara létti stórlega að heyra að húsið væri ekki á förum, en hann ætlar að sækja seinni opnunartónleikana. Úr mbl.is (01.03.2011): Flóttamannastofnun SÞ hvetja til þess að tugþúsundir flóttamanna sem hafa flúið til Túnis undan átökunum í Líbíu,… Hér ætti að …
Molar um málfar og miðla 544
Þegar fréttamenn rifja upp liðna atburði eiga þeir að fara rétt með staðreyndir. 1. mars var sagt frá því í morgunútvarpi Útvarps Sögu, að þann dag árið 1940 hefði vélbáturinn Kristján komið til heimahafnar eftir tólf daga hrakninga og var þá búið að telja bátinn af. Vélbáturinn kom ekki til heimahafnar, sem var Sandgerði, heldur rak …
Molar um málfar og miðla 543
Úr mbl.is (28.02.2011) : Goðafoss sigldi út úr norska skerjafirðinum fyrir skömmu en skipið er á leið til Óðinsvéa í Danmörku það sem það verður tekið í slipp. Þá er Skerjafjörðurinn kominn til Noregs, að sögn Mogga. Og ekki lýgur Moggi, var einu sinni sagt ! Í kynningu á Íslandi í dag á Stöð tvö …
Molar um málfar og miðla 542
Þar féllu nokkur él, sagði veðurfræðingur í veðurfréttum Ríkissjónvarps. Molaskrifari man ekki til þess að hafa heyrt þetta orðalag, en það segir svo sem lítið. Og auðvitað er ekkert rangt við þetta orðalag. Þarna hefði einnig mátt tala um éljagang. Nokkuð algengt er líka, að sagt sé: Það kastaði éljum, gekk á með éljum. …
Molar um málfar og miðla 541
Molaskrifari hélt að búið væri að gera orðalagið að sigra kosningar útlægt úr fréttastofu Ríkisútvarpsins. Svo er ekki. Það lifði góðu lífi í morgunútvarpi Rásar eitt (25.02.2011) Hvað segir málfarsráðunautur Ríkisútvarpsins um orðalagið: Höfum það gaman saman? Þetta orðalag glymur aftur og aftur í eyrum okkar í auglýsingum Ríkisútvarpsins um eigin dagskrá. Það er því heimasmíðað. …
Molar um málfar og miðla 540
Kafarar skoðuðu undir Goðafoss í dag var sagt í sexfréttum Ríkisútvarpsins (23.02.2011) Sama orðalag var notað í fréttum Ríkissjónvarps. Þetta er hálfklaufalegt orðalag. Betra hefði verið að segja, að kafarar hefðu skoðað botn Goðafoss í dag. Í yfirliti um efni sama fréttatíma var talað um að berja(uppreisnina í Líbíu) á bak aftur. Þetta er rangt. …
Molar um málfar og miðla 539
Í fréttum Stöðvar tvö var talað um, að tannlæknar væru krafnir um. Hér hefði átt að segja, að tannlæknar væru krafðir um. Eða þess væri krafist, að tannlæknar…. Beygingakerfið er á undanhaldi. Enn eitt dæmið um það var í mbl.is (23.02.2011): Ráðuneytið hefur náð samkomulagi við forsvarsmenn skólans um að nemendur sem hófu nám …
Molar um málfar og miðla 538
Ólafur Ragnar mun eiga fund með páfa á þriðjudag og fær hann einkaáheyrn en slík þykir afar sjaldgæft,(mbl.is 22.02.2011) Það er auðvitað eins og hvert annað bull ,að það sé sjaldgæft að þjóðhöfðingjar fái einkaheyrn hjá páfa. Blaðamenn láta forsetaskrifstofuna plata sig. Það þætti sæta tíðindum, ef þjóðhöfðingi ,sem óskar eftir áheyrn fengi ekki áheyrn. Morgunblaðið er gengið …
Tvískinnungur og rökleysur á Bessastöðum
Orðréttar tilvitnanir í ummæli Ólafs Ragnars Grímssonar á blaðamannafundinum sl. sunnudag sýna hvernig tvískinnungur og rökleysur ráða nú ríkjum á Bessastöðum. Forsetinn heldur líklega að upp til hópa séum við kjánar og þess vegna sé í lagi að tala til okkar í ósamrýmanlegum þversögnum. Það gerði hann á sunnudaginn var. Á blaðamannafundinum sl. sunnudag sagði Ólafur …