Molar um málfar og miðla 1914

SKORTUR Á FJARVERU Ágætur Molalesandi benti Molaskrifara á eftirfarandi í vefritinu Kjarnanum (20.03.2016): ,, Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar og forsvarsmaður stærstu undirskriftasöfnunar Íslandssögunnar, segir skort á fjarveru Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra frá Alþingi bitna á allri þjóðinni”. Biturt háð hjá Kára. Hann á ekki langt að sækja kaldrifjaðan húmor. http://kjarninn.is/frettir/2016-03-18-segir-skort-fjarveru-sigmundar-davids-bitna-allri-thjodinni/     KLAUFALEGT Í sunnudagsfréttum …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1913

HROGNAMÁL Þetta skrifaði starfsmaður 365 miðla, sennilega íþróttafréttamaður, á fésbókina á föstudagskvöld (18.03.2016):,, Svona gerist stundum í beinni. Okkur var kippt úr sambandi eftir leik Stjörnunnar og Njarðvíkur í kvöld. Við misstum allt hljóð úr headsettunum og ljósin fóru út. Við héldum að við hefðum dottið úr loftinu og þá braust fram gangsterinn í mér.” …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1912

MEIRI ENSKA Í Garðapóstinum, (17.03.2016), sem dreift er í hús í Garðabæ, er sagt frá nýrri hárgreiðslustofu. Stofan heitir:  Deep House Hair og byggir á Walk-in kerfi. Kannski er stofan eingöngu ætluð enskumælandi fólki, sem býr í Garðabæ? En svokallað Walk-in kerfi mun þýða að ekki þurfi að panta tíma. Svo er auðvitað bara púkó …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1911

FISKUR OG FISKI Rafn skrifaði (16.03.2016): ,,Sæll Eiður Fólk virðist vera hætt að gera greinarmun á karlkynsorðinu fiski (fiskur-fisk-fiski-fisks), sem er notað um sjávardýr, og kvenkynsorðinu fiski (fiski-fiski-fiski-fiskjar), sem merkir fiskveiðar. T.d. var í fréttum beggja sjónvarpsstöðvanna í gærkvöldi talað um fiskihjalla suður á útnesjum. Slíks fyrirbæris hefi ég aldrei heyrt getið fyrr, þótt fiskhjallar …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1910

EFTIR AÐ …. Molavin skrifaði (15.03.2016): „Tveir lög­reglu­menn særðust, ann­ar þeirra al­var­lega, eft­ir að hafa fengið skot í höfuðið.“ Úr frétt á mbl.is 15.3.2016. Ætli þeir hafi ekki særst ÞEGAR þeir fengu skot í höfuðið. Varla löngu síðar. Þessi „eftir-plagsiður“ fréttaskrifara er nýlunda en sést ótrúlega víða. Hugsunarleysi og eftirlitsleysi fara því miður víða saman á …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1909

SVARLEYSI BJARNA Í fyrirsögn á mbl.is ( 14.03.2016) segir: Kvörtuðu undan svarleysi Bjarna. Þingmenn höfðu kvartað yfir því að Bjarni Benediktsson hefði ekki svarað fyrirspurn, sem beint hefði verið til hans. Molaskrifari játar að orðið svarleysi hefur hann aldrei heyrt áður. Var ekki verið að kvarta yfir þögn ráðherrans, – að hann hefði þagað þunnu …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1908

  UNDIR YFIRBORÐINU Molavin skrifaði vegna fréttar á mbl.is (12.08.2016) „Ekki er vitað hvort kaf­bát­ur­inn sé sokk­inn eða ein­ung­is und­ir yf­ir­borðinu…“ segir í frétt á Netmogga 12.03.2016. Væntanlega er hér átt við að hann sé „neðansjávar.“ Það verður æ algengara að blaðamenn þekki ekki íslensk hugtök og reyni sjálfir að þýða orðrétt úr ensku. – …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1907

Í NÓTT Í hádegisfréttum Ríkisútvarps á laugardag (12.03.2016) var sagt , að aflýsa hefði þurft kosningafundi Donalds Trumps í Chicago í nótt.  Fundinn átti ekki að halda í nótt heldur í gærkvöldi. Þetta var rétt í yfirliti í lok frétta. Þar var sagt, að fundinn hefði átt að halda í gærkvöldi. Molavin vék að þessari …

Lesa meira »

Molar ummálfar og miðla 1906

UM TÍMA OG FRAMBURÐ Molavin skrifaði (09.03.2016): ,, Forkosningar fóru ekki fram í nokkrum ríkjum vestanhafs í NÓTT eins og sagt var í fréttaskýringu í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins í dag, miðvikudag 9. mars. Það var kosið í gær og kosningum lauk árla kvölds þótt komin væri nótt í Reykjavík, þegar úrslit lágu fyrir. Þegar sagðar eru …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1905

NIÐURLÖG ELDS Rafn spyr í bréfi (08.03.2016): ,,Sæll Eiður Hefir þú heyrt talað um að vinna að niðurlögum elds eða einhvers annars??” Þakka bréfið , Rafn. Nei. Þetta orðalag hef ég aldrei heyrt. Geri ekki ráð fyrir að margir hafi heyrt svona til orða tekið. Rafn er hér að vísa til fréttar á mbl.is (07.03.2016) …

Lesa meira »

Older posts «

» Newer posts