VERÐFELLING HUGTAKA Þorvaldur skrifaði (27.01.2016): ,, Sæll Eiður. Hlustaði á íþróttaþáttinn eftir fréttir ríkisútvarpsins á meðan ég beið eftir veðrinu. Þar sagðist fréttamanni svo frá, að Danir og Þjóðverjar hefðu leikið algjöran úrslitaleik um sæti í undanúrslitum. Dálítil verðfelling á hugtakinu úrslit, ekki satt?” Jú, rétt er það, Þorvaldur. Þakka ábendinguna. GRAUTUR – RED – …
Molar um málfar og miðla 1874
ÞÖRF FYRIR EITTHVAÐ Í fréttum Ríkissjónvarps á laugardagskvöld (23.01.2016) var fjallað um fjölgun bálfara. Þar var sagt ,: ,,… hægt hefur á þörfinni fyrir nýju landi undir kirkjugarða.” Þetta hefði mátt orða betur. Til dæmis með því að segja: Þörfin fyrir nýtt land undir kirkjugarða vex nú hægar en áður. AIRBUS OG BOEING …
Molar um málfar og miðla 1873
LESTUR VEÐURFRÉTTA Skúli Brynjólfur Steinþórsson skrifaði sl. föstudag (22.01.2016): ,,Heill og sæll, ég sendi veðurstofunni fyrirspurn um hvort ekki væri hægt að láta þá lesa veðurfréttir sem hefðu góðan íslenskan framburð, engin svör. Það er ef til vill ekki hægt að ætlast til þess að fólk tali góða íslensku í vinnunni , en þegar …
Molar um málfar og miðla 1872
DÝR RÁÐHERRA Á blaðsíðu 6 í Morgunblaðinu (22.01.2016) er fyrirsögn á frétt: Ákvörðun ráðherra var dýr. Hæstiréttur Íslands hafði dæmt íslenska ríkið til að endurgreiða þremur fyrirtækjum oftekin gjöld upp á hálfan milljarð. Gjöldin voru vegna innflutnings á landbúnaðarafurðum. Í öðrum miðlum hefur komið fram að langtum fleiri fyrirtæki kunni að eiga rétt á …
Molar um málfar og miðla 1871
EKKI TIL FYRIRMYNDAR Sigurður Sigurðarson sendi eftirfarandi (20.01.2016): ,,Sæll, Þessi pistill á einhverjum vef, sem nefnist Fréttanetið, er ekki til fyrirmyndar. Kíktu á.” http://frettanetid.is/enginn-tharf-a-mjolk-ad-halda/ ,, … 15% barna frá Kákasus ríkjunum geta ekki melt sykrurnar (laktósann) í mjólkinni. “ Kákasusríkin??? Þarna hefur þýðandinn sennilega ekki skilið enska orðið caucasian – hvítur , – af evrópskum uppruna. …
Molar um málfar og miðla 1870
AÐ KVÆNAST Sigurður Oddgeirsson, gamall vinur og skólabróðir, skrifaði frá Danmörku:,, Af mbl.is í dag (20.01.2016) Enskur maður hefur leitað á náðir bresku ríkisstjórnarinnar eftir að honum væri tjáð að í dánarvottorði eiginmanns hans myndi vera skráð að hann hefði aldrei kvænst. Hér kemur fram vanþekking á móðurmálinu. Hvernig í ósköpunum eiga hommar að geta …
Molar um málfar og miðla 1869
KJÓSA – GREIÐA ATKVÆÐI Nokkrum sinnum hefur verið vikið að því í Molum hvernig í vaxandi mæli því er ruglað saman því að greiða atkvæði og að kjósa. Í frétt í Morgunblaðinu (18.01.2016) er vitnað í ritara Sjálfstæðisflokksins: ,, Sagði hún málið í dag vera útrætt og að best væri ef Alþingi myndi taka fyrir …
Molar um málfar og miðla 1868
UM HÁLSBINDI Það var ekki mikið að gerast í þjóðlífinu á mánudagsmorgni (18.01.2016) þegar löng umræða fór fram í morgunþætti Rásar tvö um hálsbindi, sem maður hafi sést með í sjónvarpi daginn áður. Svokallaður sérfræðingur var kallaður til. Málið rætt í þaula. Kannski fannst einhverjum þetta skemmtileg umræða. Seinna kom í ljós að bindið hafði …
Molar um málfar og miðla 1867
STYR Í STRAUMSVÍK Þegar styr stendur um eitthvað, þá er deilt um eitthvað. Í Spegli Ríkisútvarpsins (15.01.2016) sagði fréttamaður í umfjöllun um vinnudeildur í Straumsvík: ,,Styrinn snýst um kröfu álversins að fyrirtækið verði heimilt að láta verktaka vinna tiltekin störf í álverinu …” Hér hefði fremur átt að segja: ,,Styrinn stendur um kröfu álversins að …
Molar um málfar og miðla 1866
SÓLA – SÓLNA Molaskrifari hnaut um þessa fyrirsögn á mbl.is (13.01.2016): Vegur á við 500 biljónir sóla. Í fréttinni segir síðan: ,,Gríðarlega massamikil vetrarbrautaþyrping í um tíu milljarða ljósára fjarlægð frá jörðinni vegur um það bil eins mikið og 500 biljónir (milljón milljónir) sóla.” Samkvæmt því sem segir á vef Árnastofnanir getur ef. flt. af …