FLUGSKÝLISDYR – STORMUR Í VATNSGLASI Af fréttum í gærkvöldi var að sjá, að flugskýlið, sem Bandaríkjamenn ætla að lappa upp á á Miðnesheiðinni, sé skýlið, sem stendur andspænis gömlu flugstöðinni. Það var lengi kallað Flotaflugskýlið, Navy hangar. Sé þetta rét,t þá er skýlið sextíu ára gamalt. Ég vann í vinnuflokki við byggingu þess sumarið …
Molar um málfar og miðla 1884
MÖR Sigurður Sigurðarson skrifaði Molum (09.02.2016): ,,Sæll, Eiður, Þú afsakar, en ég skellti upp úr þegar ég las þetta í frétt á mbl.is. Fréttin er að vísu sorgleg en það kemur málinu ekki við. Ef menn eru ekki klárir á eintöluorðum, þá er um að gera að giska ekki, heldur skrifa sig framhjá. Í þessu tilviki …
Molar um málfar og miðla 1883
TEXTI ,LJÓÐ OG ERLEND ORÐSKRÍPI VH skrifaði (04.02.2106): ,,Sæll Eiður. Því miður sendi ég þér þennan póst. Því herferð fjölmiðla er á góðri leið með að skemma málið okkar. Eitt af lögum er þátt taka í Söngvakeppninni heitir Kreisí .. en verður ekki neitt íslenskara þó enskt orð sé stafsett uppá íslensku, og er þetta …
Molar um málfar og miðla 1882
OG HÉRNA – HÉDDNA Í mánaðarlegu MR´59 kaffi skólasystkina í liðinni viku nefndi ágæt skólasystir, sem er umhugað um móðurmálið, að Molaskrifari ætti að nefna sívaxandi og bráðsmitandi notkun hikorðsins hérna, og hérna, (frb. héddna). Skrifari tók því vel, enda nefnt þetta nokkrum sinnum í þessum pistlum. Daginn eftir (04.02.2016) var svo ljómandi góð grein …
Molar um málfar og miðla 1881
KEYRENDUR Trausti skrifaði (03.02.2016): ,, Könnunin þykir hafa verið konum hagstæð. Þær voru yfirleitt sagðar hegða sér bílstjóra best á þjóðvegum landsins. Aðeins 6% töldu þær hættulegustu keyrendurna.“ Trausti spyr: ,,Hvort ætli „keyrendur“ séu staðfuglar eða farfuglar? Þurfa ekki fréttabörnin að fara að læra eitthvað? Ég taldi mig hafa mætt tveimur gangandi mönnum í morgun, …
Molar um málfar og miðla 1880
BLÓM OG BLÓMI Molalesandi skrifaði (02.02.2016): ,, Oft er hann broslegur, þekkingarbresturinn. Á vísi.is (http://www.visir.is/noel-eins-og-blom-i-eggi-a-siglufirdi/article/2016160209767) er sagt frá ævintýri ferðalangsins Noel, sem villtist til Siglufjarðar í leit að hóteli við Laugaveginn. Fréttin er undir fyrirsögninni: „Noel eins og blóm í eggi á Siglufirði“. Akkúrat. Skyldi blaðamaður oft hafa orðið var við blóm í eggjum sínum. …
Molar um málfar og miðla 1879
BANNAÐ BÖRNUM – Síðastliðið sunnudagskvöld (31.01.2016) var allt dagskrárefni Ríkissjónvarpsins frá klukkan 2100 og til dagskrárloka bannað börnum. 21 00 Ófærð. Bannað börnum. 21 55 Kynlífsfræðingarnir. Stranglega bannað börnum. 22 50 Bangsi. Bannað börnum. Nafnið gæti reyndar gefið til kynna að þetta væri barnaefni. Svo var ekki. Þetta var kvikmynd um vaxtarræktarmann, sem …
Molar um málfar og miðla 1878
RÍKISSJÓNVARPIÐ,,GENGUR PLANKANN” Molavin skrifaði (01.02.2016):,, Ríkissjónvarpið sagði í fréttafyrirsögn í kvöld (1.2.2016): „Samfylkingin gengur plankann“ þegar fjallað var um slakt gengi í Gallup-könnun. „To walk the plank“ er algengt orðtak í enskri tungu, komið frá þeirri þjóðsögu að sjóræningjar hafi tekið menn af lífi með því að láta þá ganga með bundið fyrir augu eftir …
Molar um málfar og miðla 1877
UM KYNNINGAR OG FLEIRA Þórarinn Guðnason, vinur Molaskrifara og vinnufélagi á árum áður, sendi eftirfarandi (28.01.2016) ,,Sæll félagi, Ég hef aldrei almennilega skilið þegar verið er að tala um að fólk sé kynnt fyrir dauðum hlutum. Þannig varð mér á að skella upp úr, þegar ég las eftirfarandi klausu á visir.is, í grein eftir Eirík …
Molar um málfar og miðla 1876
AÐ BREGÐA OG AÐ BREGÐAST Af mbl.is (27.01.2016): ,, Sagði saksóknari að það hafi verið mat starfsmanna tollsins að svo hafi virst sem dótturinni hafi brugðist mjög þegar bent var á fíkniefnin.” Þetta orðalag er út í hött. Hér hefði átt að standa , til dæmis, að dótturinni hafi virst mjög brugðið, þegar bent var …