Molar um málfar og miðla1894

UM TALMÁL , HIKORÐ OG FLEIRA Jón B. Guðlaugsson sendi Molum eftirfarandi bréf: ,, Heill og sæll, Eiður, og þakka þér móðurmálsvarðstöðuna. Mér leika landmunir á að vita hvort þú deilir áhyggjum mínum af þróun íslensks talmáls. Þykir mér svo komið að hátíð megi telja ef einhver viðmælandi / umsjónarmaður/ fréttamaður kemur út úr sér …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1893

EKKI TÝNDUR Hinn týndi Noel stjarnan í nýrri auglýsingu Sigló Hótels, sagði í fyrirsögn á visir.is. Maðurinn var alls ekki týndur . Hann villtist eins og víðfrægt er orðið. Í fréttinni er hann reyndar kallaður heimsfrægur villingur. Í íslensku er orðið villingur ekki notað um þann sem hefur villst af réttri leið. Það er notað …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1892

METNAÐARLEYSIÐ Sigurður Sigurðarson skrifaði Molum (18.02.2016): Sæll, Eftirfarandi frétt er að finna á dv.is þann 18.febrúar 2016. Ótrúlegt en þó satt að einhver sem kallar sig blaðamann fái laun fyrir svona samsetningu. Staglstíllinn er algjör, tvisvar í örstuttri frétt er sagt að maðurinn hafi „kynnt kaffikönnu fyrir heiminum“. Gæti ekki verið að maðurinn hafi hannað þessa mokkakönnu? …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1891

  SAMSLÁTTUR Það var ágæt áminning og upprifjun í Máskotinu á Rás tvö á þriðjudag (16.02.2016), þegar málfarsráðunautur ræddi muninn á  þegar hér var komið sögu, þá , eða á þeirri stundu og því að koma við sögu, – í merkingunni að eiga aðild að eða taka þátt í. Þetta hefur verið nefnt í Molum …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1890

Á GULLFOSSI ,,Það hljómar kannski ótrúlega ,en þetta er rólegur dagur á Gullfossi”,  sagði fréttamaður í Ríkissjónvarpi (14.02.2016). Hann átti við, að ekki hefði verið mikið um ferðamenn austur við Gullfoss þann daginn. Algengt er að heyra talað um að fara á Gullfoss og Geysi. Eðlilegra væri að tala um að fara austur að Gullfossi …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1889

ILLA SKRIFUÐ FRÉTT Sigurður Sigurðarson sendi Molum línu (15.02.2016): ,,Sæll, á vefnum visir.is er illa skrifuð frétt, líklega skrifuð af „fréttabarni“ eins og þú nefnir það stundum „Varaður við húsleit hjá sér af lögreglufulltrúa“. Góður fréttastjóri eða prófarkalesari hefði snúið þessari fyrirsögn við og sagt: Lögreglufulltrúi varaði við húsleit. Í fréttinni segir af lögreglufulltrúa „… sem var …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1888

ENN UM VEÐURORÐ Í Molum var nýlega fjallað um veðurorð. Umhleypingur er oftast notað í fleirtölu um óstöðuga veðráttu með vindum og úrfelli og (oft) með sífelldum breytingum frá frosti til hláku og frá hláku til frosts. Af mbl.is (12.02.2016): ,,Eft­ir helg­ina er út­lit fyr­ir tals­verðar um­hleyp­ing­ar, og strax á mánu­dag geng­ur nokkuð djúp lægð …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1887

FÓR MIKLUM Glöggur Molalesandi benti á eftirfarandi á mbl.is (13.02.2016): ,,Bene­dikt Vals­son fór mikl­um í græna her­berg­inu í söngv­akeppni Sjón­varps­ins í kvöld.” Molaskrifari þakkar ábendinguna. Enn eitt dæmið um það þegar fákunnandi fréttaskrifarar fara rangt með orðtök. Þarna hef enginn lesið yfir. Rétt hefði verið: Benedikt Valsson fór mikinn …. Að fara mikinn, merkir venjulega …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1886

ALGENG MISTÖK Molavin skrifaði (09.02.2016): ,,Banka­stjóri stærsta banka Svíþjóðar, Swed­bank, Michael Wolf, hef­ur verið sagt upp störf­um…“ segir í viðskiptamogga 9.2.2016. Í þessari setningu er bankastjórinn frumlag. Honum hefur verið sagt upp. Þess vegna ætti að standa „Bankastjóra…hefur verið sagt upp.“ Mistök af þessu tagi eru svo algeng í fjölmiðlum að engu er líkara en …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1885

GÓÐ OG GILD VEÐURORÐ Sigurður Sigurðarson skrifaði (09.02.2016): ,, Sæll, Eiður. Svalt verður í veðri næstu daga á landinu, sagði dagskrárgerðarmaður eða þulur í morgunútvarpi Ríkisútvarpsins. Þvert ofan í orð mannsins fullyrðir Veðurstofan að frost verði um allt land næstu daga.   Á þessu tvennu, svala og frosti, er talsverður munur. Ég skil svala þannig …

Lesa meira »

Older posts «

» Newer posts