Molar um málfar og miðla 1846

Hlé hefur verið á Molaskrifum um sinn, en skrifari brá sér af bæ í tvær vikur og fylgdist slitrótt með íslenskum fjölmiðlum. Sitthvað hnaut hann þó í stopulum lestri um og verður sumt rakið hér.   SINATRA Á laugardaginn var 12, desember voru eitt hundrað ár liðin frá fæðingu Franks Sinatra, sem í áratugi var …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1845

BROTLENDING Skúli Brynjólfur Steinþórsson, sem lengi var flugstjóri hjá Loftleiðum, Flugleiðum og Icelandair, sendi Molum eftirfarandi bréf (24.11.2015): ,,Heill og sæll, ég hefi tekið eftir því að þegar sumir fjölmiðlar fjalla um það, þegar Germanwings flugvélin fórst í Ölpunum, þá tala þeir um að hún hafi brotlent. Flugvélinni var viljandi flogið inn í fjallshlíð þannig …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1844

  ÓVÖNDUÐ SKRIF Sigurður Sigurðarson sendi skrifara þessar línur á þriðjudaginn (24.11.2015): Sæll, Mikið óskaplega er vefritið Pressan oft illa skrifað. Hvernig má skilja eftirfarandi fyrirsögn: „Hvers vegna lék Belgía svo stórt hlutverk í hryðjuverkunum í París?“ Því er til að svara að Belgía lék ekkert hlutverk í þeim atburðum. Landið kom hins vegar við sögu og …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1843

  ÚTSÖLU FÖSTUDAGUR Molaskrifara fannst það heldur óskemmtileg sending, sem hann fékk frá raftækjasalanum ELKO (sem hann hefur átt ágæt viðskipti við) á mánudagsmorgun (23.11.2015). Þá var borið heim til hans, eins og sjálfsagt velflestra á höfuðborgarsvæðinu, auglýsingablað um stórútsölu. Látum það nú vera, þótt ruslpóstur sé annars heldur hvimleiður. En fyrirsögnin með heimsstyrjaldarletri á …

Lesa meira »

AÐ VILLA UM FYRIR FÓLKI

Svo er að  sjá sem forseti Íslands og Morgunblaðið séu komin í  sameiginlega herferð gegn aðild  Íslands að Schengen. Er ekki Útvarp Saga í sama liði? Bandaríkjamenn segja ,,Politics makes strange bedfellows”, sem útleggst lauslega: Í pólitíkinni verða til undarlegir rekkjunautar, – eða  undarlegasta fólk sængar saman í pólitík. Auðvitað er  Schengen-kerfið  ekki gallalaust og …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1842

  AÐ ÆRA ÓSTÖÐUGAN Það ærir óstöðugan að gera athugasemdir við lögreglufréttir, til dæmis á mbl.is (20.11.2015): ,,Kon­an var met­in ekki hæf til að aka öku­tæki” – Konan var talin vanhæf (ófær um að )  til að aka bíl, bifreið. .Og úr sömu frétt: ,, Ökumaður­inn er grunaður um ölv­un við akst­ur og er vistaður …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1841

ENN UM VIÐTENGINGARHÁTT Molavin skrifaði (22.11.2015): ,,Röng og villandi notkun viðtengingarháttar virðist orðin að reglu á fréttastofu Ríkisútvarpsins, hvað sem veldur. „Tekjuhæstu bæirnir fái mest í sinn hlut“ segir í frétt (21.11.2015) á vef ruv.is. Samkvæmt fréttinni fá bæjarsjóðir hlutdeild í skatti á fjármálafyrirtæki eftir útsvarstekjum. Það er ekki verið að hvetja til þess. Þetta er …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1840

MÁLFRÆÐI OG LÍFFRÆÐI Rafn skrifaði (18.11.2015) : ,,Sæll Eiður Í enskri málfræði fyrirfinnst engin kyngreining, þannig að í því máli fer kyngreining alfarið eftir líffræðikyni. Í íslenzku og fleiri málum er hins vegar skýr munur milli málfræðikyns og líffræðikyns. Þannig eru ráðherrann og kennarinn hann, hvort heldur viðkomandi heitir Jón eða Gunna, nema talað sé …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1839

  ORÐAHNIPPINGAR Á RÁS TVÖ! Það er nýjung hjá Ríkisútvarpinu að útvarpa rifrildi eða orðahnippingum dagskrárgerðarmanna eins og gert var í lok morgunþáttar Rásar tvö á mánudag (16.11.2015). Þetta má heyra í sarpinum, alveg undir lokin: http://www.ruv.is/sarpurinn/ras-2/morgunutvarpid/20151116 Þetta er úr frétt á vefnum visir.is: ,,Þegar svo kom að því að ræða hvað væri á dagskrá …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1838

GAMALDAGS EÐA GLEYMT? Þykir fréttamönnum og dagskrárgerðarmönnum það gamaldags að segja að eitthvað hafi gerst í fyrra , í fyrra vor eða í fyrra sumar? Eða er þetta ágæta orðalag bara að falla í gleymsku? Nú er venjan að segja (eins og í ensku) síðasta ár, síðasta vor, síðasta sumar. Í ágætum þætti í Ríkissjónvarpinu …

Lesa meira »

Older posts «

» Newer posts