Molar um málfar og miðla 1729

  Molavin skrifaði (03.06.2015): ,,Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók konu í annarlegu ástandi á Austurvelli…“ segir í upphafi fréttar á Vísi í dag, 3. júní. Þetta er vitaskuld ekki rangt en óþarfa málalenging að nota fullt heiti embættisins. ,,Lögregla handtók konu…“ segir nóg. Lipur texti án málalenginga er kostur. Það ættu ritstjórar að brýna fyrir nýliðum. – …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1728

  Molalesandi skrifaði (01.06.2015):,, Á vef Kennarasambandsins er spurt: Eru danskir skólar að bregðast börnum innflytjenda? Væri ekki réttara að segja „Bregðast danskir skólar börnum innflytjenda?“ Hvað ætli kennarar í íslensku segi?” Molaskrifari þakkar ábendinguna. Auðvitað er – er að – rit-tískan óþörf þarna. Já, hvað segja kennarar?   Draumur Íslendinga um Íslendingaslag ( í …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1727

  Í auglýsingablaði um stóreldhús frá Ekru,sem fylgdi Fréttablaðinu á laugardag (30.05.2015) segir á forsíðu:  Það felst mikill sparnaður í því að versla alla matvöru á einum stað. Við verslum ekki matvöru. Við kaupum matvöru. Þar segir líka: Nýlega hóf fyrirtækið að selja matvöru í erlend skemmtiferðaskip sem stoppa hér á landi yfir sumartímann, en …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1726

Glöggur Molalesandi sendi eftirfarandi (29.05.2015): ,,Enginn maður hefur gengt ráðherraembættum lengur en Halldór en hann sat á Alþingi í rúm þrjátíu ár,“ sagði Heimir Már Pétursson í fréttum Stöðvar 2 fimmtudaginn 28. maí þegar Halldórs Ásgrímsson var jarðsettur. ,,Á hverju skyldi hann hafa reist þessa skoðun? Í Handbók Alþingis segir, að Halldór hafi setið næst …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1725

Í fréttum Bylgjunnar (25.05.2015) var haft eftir SDG forsætisráðherra , að þingið mundi sennilega starfa eitthvað inn í sumarið. Er ekki álvenja er að segja fram á sumar, ekki inn í sumarið. En aftur og aftur heyrum við þetta orðalag í fréttum ,… inn í sumarið. Næst verður það sjálfsagt inn í haustið , inn …

Lesa meira »

Minningarorð:HALLDÓR ÁSGRÍMSSON f. 8.9.1947,d.18.5.201

Birt í Morgunblaðinu 28.5.2015  Leiðir okkar Halldórs Ásgrímssonar lágu saman í stjórnmálum og störfum fyrir lýðveldið í aldarfjórðung. Við vorum ýmist samherjar í stuðningi við ríkisstjórn eða mótherjar. Aldrei andstæðingar.Það var alltaf hlýtt á milli okkar. Þráður vinarþels, leyfi ég mér að segja. Póltíkin var þá dálítið önnur en nú  – séð frá hliðarlínunni. Þá …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1724

Af visir.is (21.05.2015): “Tinna segist hafa séð Ásmund neyta rauðvíns í Keflavík fyrir loftak við reykingarsvæði flughafnarinnar. “  Fyrir loftak? Hefði ekki verið eðlilegra að segja, til dæmis, – áður en gengið var um borð? http://www.visir.is/asmundur-a-thingi-i-dag—eg-gat-ekki-sed-ad-hann-vaeri-farveikur-/article/2015150529869   Ekki heyrði Molaskrifari betur en að í fréttum Stöðvar tvö um bresku kosningarnar (07.05.2015) hafi fréttamaður sagt þegar kjörstöðum …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1723

Fyrirsögn úr Kjarnanum (23.05.2015): Svíar sigruðu Eurovision söngvakeppnina eftir spennandi stigagjöf – Það er erfitt að hafa þetta rétt. Það sigrar enginn keppni. http://kjarninn.is/2015/05/sviar-sigrudu-eurovision-songvakeppnina-eftir-spennandi-stigagjof/ Svíþjóð sigraði í Eurovision, var réttilega sagt á mbl.is. http://www.mbl.is/folk/frettir/2015/05/23/svithjod_sigradi_i_eurovision/ Af mbl.is (16.05.2015) : http://www.mbl.is/folk/frettir/2015/05/16/kindur_og_snjostormur_til_cannes/ Með kindur og snjóstorm til Cannes. Orðið snjóstormur er ljót hráþýðing úr ensku, sem fréttaskrifarar ættu …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1722

  Molaskrifari tekur nú upp þráðinn að nýju. Kannski verða Molarnir strjálli. Sjáum hvað setur. Molaskrifari þakkar vinum í netheimum af heilum hug einlægar samúðarkveðjur og hlý orð undanfarna daga.   Helgi Haraldsson prof.emeritius í Osló benti á eftirfarandi frétt af mbl.is (07.05.2015): Hann segir: ,,Málið auðgast” http://www.mbl.is/folk/frettir/2015/05/07/blodug_slagsmal_i_kuluspili/ : „Upp­hafs­menn­irn­ir enduðu á slysa­deild eft­ir að högg …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1721

Molavin skrifaði (05.05.2015): „RÚV bætir þjónustu við börn með Krakka RÚV“ segir á Fasbókarsíðu Ríkisútvarpsins. Það sem áður hét Barnatíminn verður þá væntanlega nefnt Krakkatíminn. Það var blæbrigðamunur á merkingu orðanna börn og krakkar (fór svolítið eftir þægð), sem kom fram í máltækinu „börnin mín á morgnana og krakkarnir á kvöldin.“ Það færi vel á …

Lesa meira »

Older posts «

» Newer posts