Aldarártíð kosningaréttar kvenna, er fagnað um land allt í dag. Þetta var okkur sagt í fréttayfirliti Bylgjunnar á hádegi á kvennadaginn, 19. júní. Ótrúlegt. Ártíð er dánarafmæli, dánardægur. Það eiga allir, sem skrifa fréttir að hafa á hreinu. Í Morgunútgáfu Ríkisútvarpsins, sama dag 19.júni, var Ingibjörg H. Bjarnason kölluð fyrsta alþingiskonan. Í Spegli Ríkisútvarpsins …
Molar um málfar og miðla1738
Rafn sendi eftirfarandi (15.06.2015): ,,Sæll Eiður Hér er dæmi um fréttabarn, sem hvorki kann íslenzku né þekkir mismun á evrópskum og bandarískum talnakerfum. Gjaldmiðill getur verið verðminnstur slíkra fyrirbæra, en verðlausari en verðlaus getur hann varla orðið. Síðan er augljóst, að kvadrilljónin er af bandarískum ættum, þar sem 3 núll skilja að milljónir, billjónir, …
Molar um málfar og miðla 1737
Rafn skrifaði (16.06.2015) um frétt á mbl.is: ,,Samkvæmt fyrirsögninni hér fyrir neðan hafa tveir (eða fleiri) misst útlim. Ég get séð fyrir mér, að einn missi útlimi, en ekki að fleiri missi útlim, nema Þetta hafi verið Síamstvíburar.” Erlent | mbl | 15.6.2015 | 12:23 Misstu útlim eftir hákarlaárás.- Molaskrifari þakkar bréfið. Sjá: http://www.mbl.is/frettir/erlent/2015/06/15/misstu_utlim_eftir_hakarlaaras/ Í fréttum Stöðvar tvö á föstudag …
Molar um málfar og miðla 1736
Gamall vinnufélagi skrifaði (12.06.2015): Sæll félagi. „Engar framfarir hafa orðið í viðræðum AGS og Evrópusambandsins við Grikki“, stendur á vefsíðu Kjarnans. Kannast menn ekki lengur við hið ágæta orð „árangur“? Máltilfinning mín tengir framfarir ekki viðræðum manna í millum heldur eitthvað stærra. Tel mig ekki þurfa að tilgreina dæmi þar að lútandi, en held að …
Molar um málfar og miðla 1735
Í sunnudagsblaði Morgunblaðsins (14.06.2015) er spurning vikunnar: Telurðu nauðsynlegt að setja lögbann á verkfallsaðgerðir? Spurningunni er beint til fjögurra einstaklinga, sem blaðamaður hefur væntanlega hitt á förnum vegi. Spurningin er ekki bara út í hött, heldur byggð á nokkuð viðamikilli vanþekkingu spyrjanda. Lögbann er fógetaaðgerð, sem beinist oftast gegn því að stöðva eða banna …
Molar um málfar og miðla 1734
Elín Pálmadóttir blaðamaður og rithöfundur hefur verið sæmd æðstu orðu Frakklands fyrir framlag sitt í þágu Frakklands og franskrar menningar og er það að verðleikum. Rifjast nú upp, að fyrir áratugum á fundi í Blaðamannafélagi Íslands varð þeim sem þetta ritar það á að kalla Elínu og Hólmfríði Árnadóttur á Alþýðublaðinu blaðakonur. (Hefur verið …
Molar um málfar og miðla 1733
Rafn skrifaði (08.06.2015): ,,Sæll Eiður – Opnun maga við keisaraskurð? Fréttin er ekki alveg ný, en hún er úr DV (15.05.2015). Ég hefði getað skilið að læknir týndi síma í kviðarholi sjúklings eða jafnvel legi, þar sem um keisaraskurð var að ræða. Hvernig honum tókst að koma símanum í maga sjúklingsins er hins vegar …
Molar um málfar og miðla 1732
Í fylgiblaði Morgunblaðsins (05.06.2015) er hálfsíðu auglýsing frá Málningarverslun Íslands. Þar segir: Þegar hefðbundin málning er ekki að duga … Þarna hefur verið að verki slakur textahöfundur hjá auglýsingastofu eða fyrirtækinu. Hér hefði verið ólíkt betra að segja: Þegar hefðbundin málning dugar ekki. Þess er-að sýki er smitandi. Í morgunfréttum Ríkisútvarps, klukkan átta, …
Molar um málfar og miðla 1731
Molavin skrifaði (05.06.2015): ,, Það heitir víst að bera í bakkafullan lækinn að nefna þetta enn einu sinni, en þeim á Vísi lærist seint að fara rétt með. Í dag, 5.6.2015 stendur þetta í frétt um jökulgöng fyrir ferðafólk: „Það var Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, sem vígði göngin við hátíðlega athöfn og …
Molar um málfar og miðla 1730
Gamall starfsbróðir benti Molaskrifara á eftirfarandi á vef Ríkisútvarpsins: ,, ,, 4000 sjómenn féllu við Íslandsstrendur“, segir á vefsíðu Ríkisútvarpsins. Þar er átt við franska sjómenn. Ætli ekki sé átt við að þeir hafi drukknað? Ef svo er, þá er þetta með eindæmum klaufalegt orðalag, greinilega ritað án þess að hugsa.” –Vanhugsað. Molaskrifari þakkar …