Molar um málfar og miðla 1749

  ALLT UNNIÐ FYRIR GÝG? Þannig spyr K.Þ. í  bréfi til Molanna (08.07.2015). Hann sendir þessa tengingu: http://eyjan.pressan.is/frettir/2015/07/08/oli-bjorn-thingid-hefur-hvorki-tima-ne-thekkingu/ „Óli Björn rekur upp störf nýliðins Alþingis … “ Og  bætir við: ,,Þar fór í verra!”- Molaskrifari þakkar ábendinguna og nefnir að ekki væri verra  á stundum að geta rakið  upp það sem prójónað hefur verið á …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1748

  VER OG VERBÚÐ Molavin skrifaði (08.07.2015): – ,, ,,Um svo­kallaða ver­búð er að ræða, en Eyþór tel­ur að frá miðöld­um og allt til land­náms hafi fólk komið í verið, róið þaðan til sjáv­ar og sótt fisk sem síðan var færður aft­ur í verið og verkaður.“ Þessi texti er úr Morgunblaðinu 8. júlí. Blaðamaður (barn?) …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1747

  Molavin skrifaði (06.07.2015): ,,Morgunblaðið segir í fyrirsögn og frétt ( http://www.mbl.is/frettir/erlent/2015/07/06/georg_spegilmynd_fodur_sins/ ) 6. júlí að Georg prins, sonur Vilhjálms prins, hertoga af Cambridge, sé „spegilmynd föður síns.“ Ég sé að í enskum fjölmiðlum hefur snáðinn verið sagður vera „spitting-image“ föður síns og þá er það nú málvenja hér að tala um „lifandi eftirmynd föður síns.“ Hins …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1746

K.Þ. skrifaði (05.07.2015): ,,Á heimasíðu Vísis (http://www.visir.is/forsida ) er tengill á eina fréttina ritaður þessum orðum: Hnífjafnt á mununum. Þjóðaratkvæðagreiðslan í dag og niðurstöður hennar er stærsta verkefni evrusamstarfsins til þessa.http://www.visir.is/grikkir-ganga-til-atkvaeda-i-dag/article/2015150709521 Ég sé þetta orðalag ekki í fréttinni sjálfri. Ég kannast við orðalagið mjótt á mununum, en orðalagið jafnt á mununum (eða jafnvel hnífjafnt) er nýtt fyrir …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1745

Málglöggur Molalesandi spurði hvort skrifari hefði misst af þessari málfarslegu dvergasmíð: http://vb.is/frettir/118629/ Fyrirsögnin í Viðskiptablaðinu (03.07.2015) er svona: Skortur á efnislegum gæðum dregst saman. !!! Satt er það að þessi fyrirsögn er aldeilis óvenjuleg dvergasmíð! Það gildir raunar um alla fréttina. Enginn les yfir, –  ekki á þessum bæ, frekar en öðrum. Molaskrifari þakkar ábendinguna. …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1744

Hann vill ekki taka afstöðu um hvort …, sagði nýiliði á fréttastofu Ríkisútvarpsins í tíufréttum á föstudagskvöld (26.06.2015). Hann vill ekki taka afstöðu til þess hvort …. Hvaða málfarskröfur eru gerðar til nýliða? Hvað fá þeir mikla þjálfun áður en þeir eru settir fyrir framan opinn hljóðnema?   Í hádegisfréttum Ríkisútvarps á laugardag (27.07.2015) sagði …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1743

  Af visir.is (25.06.2015): ,, … á meðan hópur fólks með er með áfengi við hönd á öðrum bát á í mestu vandræðum með verkefnið”. http://www.visir.is/norsk-auglysing-gegn-olvun-a-batum-vekur-athygli/article/2015150629402 Þarna er ekki aðeins einu með ofaukið heldur er farið rangt með algengt orðatiltæki um neyslu áfengis. Talað er um að hafa áfengi við hönd. Rétt er að segja …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1742

Biðjast afsökunar á tréspýtum, segir í fyrirsögn á mbl.is (23.06.2015): http://www.mbl.is/vidskipti/frettir/2015/06/23/bidjast_afsokunar_a_trespytum/ Fréttin hefst á þessum orðum: ,, Kjörís hef­ur beðist af­sök­un­ar á því að íspinn­ar hafa á und­an­förn­um vik­um verið fram­leidd­ir með tré­spýt­um en ekki plast­spýt­um líkt og aug­lýst er fram­an á ís­köss­um.” Molaskrifari hefur hvorki heyrt áður talað um tréspýtur eða plastspýtur. Spýta er …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1741

  Molavin skrifaði (22.06.2015): – „Skets úr fyrsta þættinum“ segir i dagskrárkynningarfrétt Stöðvar-2 á visir.is (22.06.2015). Enskuslettur af þessu tagi eru ekki aðeins óþarfar – það er til mjög gott orð, „stiklur“ yfir sýnishorn af þessu tagi – heldur eru þær merki um aðhaldsleysi af hálfu ritstjórnar. Ungt fólk, sem sýnir ekki viðleitni til að skrifa gott …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1740

Rafn benti á þessa frétt á mbl.is (18.06.2015) og spyr: ,, Hvað eru „Frönskurnar“ (samanber fyrirsögn)?? og hvað eru „franskarnar“ (samanber meginmál)??” ,,Frönskurnar seldust upp”. Í fréttinni segir: „Sal­an var bara meiri en fram­leiðslan og við þurft­um að taka okk­ur pásu til þess að út­búa meira,“ seg­ir Friðrik Dór, tón­list­armaður og einn eig­anda nýja frönsk­ustaðar­ins „Reykja­vík …

Lesa meira »

Older posts «

» Newer posts