BROTHÆTT VEÐURSPÁ Já, Brothætt veðurspá. Þetta er fyrirsögn fréttar á dv. is (23.07.2015) Tengillinn við fréttina er skárri en fyrirsögnin: http://www.dv.is/frettir/2015/7/23/tvisynt-utlit-fyrir-verslunarmannahelgina/ Í fréttinni segir: ,,Tæplega tvær vikur eru þar til verslunarmannahelgin brestur á í allri sinni dýrð.”. Einmitt það:,,Í allri sinni dýrð!” ,,Það er búið að vera óheppilegt tíðarfar fyrir norðan og austan”. ,,Eftir næstu …
Molar um málfar og miðla 1758
UM NÁSTÖÐU OG FLEIRA Sigurður Sigurðarson sendi Molum svohljóðandi bréf: ,,Sæll, Sendi þér þetta til að létta á mér þó tel ég mig ekkert tiltakanlega góðan í skrifum og málfari. Blaðamenn virðast margir hverjir ekki búa yfir hæfileika til að segja frá sem hlýtur að skipta meginmáli. Niðurstaðan verður oftast hnoð. Punktur getur þó …
Molar um málfar og miðla 1757
KISI BORÐAR Molavin skrifaði (22.07.2015): ,,Hvað má kisi ekki borða? Þannig hljóðar fyrirsögn í prentútgáfu Morgunblaðsins (22.07.2015) á grein um mataræði katta. Maður býst nú við öllu í netútgáfunni mbl.is – en trúlega eru afleysingabörn að störfum á ritstjórn blaðsins. Samt hélt ég að börn væru frædd um það í leikskóla að fólk borði en dýr éti. …
Molar um málfar og miðla 1756
BÁTASMÍÐI Á GÁSUM Rafn sendi eftirfarandi (20.07.2015) ,,Flest er farið að nýta sem byggingarefni. Á Gásum er sagt að verið sé að smíða bát úr miðaldaverkfærum. Ég get skilið, að miðaldaverkfæri séu nýtt við slíkar smíðar, það er að smíðað sé með þeim. Hins vegar er nokkuð langt til seilst að smíða bát úr slíkum …
Molar um málfar og miðla 1755
STAÐSETNINGARÁRÁTTAN Margir fréttaskrifarar hafa ofurást á orðinu staðsettur. Af mbl.is á laugardag (18.07.2015): ,,Annar kraninn verður staðsettur í Mjóeyrarhöfn en hinn á Grundartanga og mun sá síðarnefndi meðal annars verða nýttur til að þjónusta álver Norðuráls.” Kraninn verður við eða í Mjóeyrarhöfn. Hinn kraninn verður meðal annars notaður í þágu Norðuráls. Orðinu staðsettur er næstum …
Molar um málfar og miðla 1754
MIKIÐ MAGN FERÐAMANNA! Í fréttum Ríkissjónvarps (16.07.2015) var sagt: Ferðamenn streyma hingað í áður óþekktu magni. Það var og! Magn ferðamanna er venju fremur mikið í ár!!! Hér hefði farið betur á því að segja til dæmis, að ferðamenn kæmu nú til landsins í áður óþekktum mæli. Eða, – Fleiri ferðamenn koma nú til Íslands …
Molar um málfar og miðla 1753
AÐ KOMA VIÐ SÖGU Það skal fúslega viðurkennt, að hér er nokkuð oft minnst á sömu hlutina, það er gert í þeirri vissu að, – dropinn holar steininn og að aldrei er góð vísa … Algengt er að orðtökum sé slegið saman. Í veðurfréttum Ríkissjónvarps ( 13.07.2015) sagði veðurfræðingur: Þegar hér er komið við sögu. …
Molar um málfar og miðla 1752
AÐ FURÐAST Gamall skólabróðir skrifara, nú búsettur erlendis, sendi þessar línur (13.07.2015): ,,Sá þetta í grein á Stundinni í frétt um uppsagnir starfsmanna Ríkisútvarpsins. Þeir starfsmenn RÚV sem Stundin hefur rætt við furðast uppsagnirnar og segja að þær hafi komið flatt upp á alla. Mér finnst ekki að móðurmálið verði ríkara af þessu nýyrði. Hvað finnst þér? (Furða …
Molar um málfar og miðla 1751
RÝR EFTIRTEKJA Ríkissjónvarpið gerði fréttamann út af örkinni með forsætisráðherra, SDG, til Brussel fyrir nokkrum dögum. Ráðherra fór í tilgangslausa og illa tímasetta ferð. Heldur var fréttaeftirtekjan rýr og var þar ekki við ágætan fréttamann Ríkisútvarpsins að sakast. Við fengum að vita, að fundurinn með Donald Tusk forseta leiðtogaráðs ESB hefði verið ,, óvenju afslappaður …
Molar um málfar og miðla 1750
KARLMAÐUR EÐA KONA Í Spegli Ríkisútvarpsins á miðvikudagskvöld (08.07.2015) var pistill um ferðamenn sem koma til Íslands. Þar sagði fréttamaður: … þá var hinni dæmigerði ferðamaður um þrítugt, karlmaður eða kona, og kom frá … Þetta hef sem sé verið hin merkilegasta rannsókn. Ferðamenn, sem heimsóttu Ísland, voru ýmist karlar eða konur. Þetta er mjög …