Molar um málfar og miðla 1769

  SLÆM ÞÝÐING Glöggur lesandi Molanna sendi eftirfarandi ((09.08.2015) : ,, Eitt dæmi af mörgum í sérlega illa þýddu viðtali sem birtist á mbl.is: ,,Ég horfði niður á vinstri fót­inn minn sem var klesst­ur upp við stöng. Það var smá hold í sæt­inu og ég fann hvernig beinið mitt stakkst út,“ sagði Washingt­on þegar hún …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1768

REIÐHJÓL – ÖKUTÆKI Rafn skrifaði eftirfarandi (07.08.2015) Sæll Eiður. Samkvæmt íslenzkum umferðarlögum er ótvírætt, að reiðhjól, barnavagnar og fleiri slík tæki eru ökutæki. Því kemur á óvart, að af 235 stolnum ökutækjum skuli 227 vera reiðhjól, en aðeins 8 önnur ökutæki, bifhjól, bifreiðar o.fl. Eins kemur á óvart, að fréttabarn skuli furða sig á að …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1767

SKULDAR FYRIR BLÓMUM Fyrirsögn af Stundinni á vefnum (05.08.2015): ,,Jón Óttar skuldar 300 þúsund fyrir blómum á sama tíma og hann fjárfestir í fjölmiðlum”. Maðurinn skuldar ekki ,,fyrir blómum” eins og sagt er í fyrirsögninni. Hann skuldar vegna blómakaupa. Sjá: http://stundin.is/frett/jon-ottar-borgar-ekki-brudkaupsblomin/ ,,SÖRPRÆSES” Í fréttum Stöðvar tvö (05.08.2015) var rætt við mann sem var að auglýsa …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1766

NÚ VERÐA SAGÐAR FRÉTTIR V.H. sendi Molum eftirfarandi (04.08.2015) með  þessari fyrirsögn ,,Sæll Eiður. Kópurinn var snar í snúningum „Ég vaknaði rosalega snemma í morgun og fór í morgungöngu. Svo sá ég eitthvað sprikla (e. flopping) framundan mér. Og ég var svo þreytt, og hugsaði með mér ‘Hvaða dýr ætli þetta sé sem spriklar svona? …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1765

  FRJÁLSÍÞRÓTTAMANNESKJUR Eftirfarandi barst Molum Úr Vesturbænum vegna íþróttafréttar í (02.08.2015): ,,íþróttamanneskja er ekki fallegt, sjá nokkur dæmi úr frétt 2. ágúst, en íþróttamaður gamalt og gilt orð.   „Þetta má ráða af niðurstöðum rannsókna á blóðsýnum úr 5.000 frjálsíþróttamennskjum, sem lekið var til fjölmiðla á dögunum… Gögnin geyma niðurstöður rannsókna á 12.000 blóðsýnum úr …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1764

  SLEGIST VIÐ KIRKJU Af mbl.is (01.08.2015): ,,Lög­regl­unni barst til­kynn­ing um hópslags­mál við Selja­kirkju í Breiðholti rétt eft­ir klukk­an þrjú í dag.” Einhverjir ólátaseggir voru að slást hjá kirkjunni, í ghrennd við kirkjuna. Þeir voru ekki að slást við kirkjuna. http://www.mbl.is/frettir/innlent/2015/08/01/hopslagsmal_vid_seljakirkju/ Sjálfsagt segir einhver, að þetta sé útúrsnúningur!  Það lætur kannski nærri. Þetta var reyndar …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1763

  FRAMKVÆMD MANNVIRKJA Ástæðan er gríðarlegur kostnaður við framkvæmd mannvirkja,sem tengjast leikunum, var sagt i í íþróttafréttum Ríkissjónvarps (28.07.2015) Fréttin var um þá ákvörðun yfirvalda í Boston að sækjast ekki eftir því að halda Ólympíuleika. Hér var átt við mikinn kostnað við mannvirkjagerð. Framkvænd mannvirkja er út í hött. – Það þarf að lesa yfir, …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1762

AUSTUR AF SVÍÞJÓÐ Glöggur Molalesandi sendi eftirfarandi (28.07.2015): ,,Ég var mikið nær um kafbátafundinn eftir að ég las þetta á vísi: Kafarar fundu bátinn um þremur kílómetrum austur af Svíþjóð eftir að upplýsingar bárust um hnit frá íslensku fyrirtæki. http://www.visir.is/kafbaturinn-sokk-liklegast-arid-1916/article/2015150729167 Molaskrifari þakkar ábendinguna. Í fréttinni er líka talað um hvíldarstað bátsins. Báturinn mun hafa sokkið …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1761

ÍSLENDINGAR Íslendingaþættir Ríkissjónvarpsins eru gott efni. Gaman var að sjá þáttinn um Sigurð Sigurðsson (26.07.2015). Við unnum nánast hlið við á gömlu fréttastofunni á fyrstu árum sjónvarpsins. Skemmtileg myndin af Sigurði undir lok þáttarins, með sígarettuna við Smith Corona rafmagnsritvélina. Þær þóttu merkilegar á þeim tíma, – en voru gallagripir með alltof stórum valsi. Hentust …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1760

  ÁHÆTTUR Molavin skrifaði (27.07.2015): „Dómarinn fékk heilahristing við að fá boltann í höfuðið og var ákveðið að taka engar áhættur með hann.“ Vísir 27.07 2015. Hvað næst? Ófærðir á vegum, neyðarástönd á sjúkrahúsum eða veðurblíður á landinu? – Já, von er að spurt sé. Þakka ábendinguna, Molavin.   ENGIN STOÐ FYRIR ,,Engin stoð fyrir gífuryrði Ólafs”, …

Lesa meira »

Older posts «

» Newer posts