ALVEG FYNDIÐ G.G. skrifaði (22.08.2015): ,, Ég held þú hefðir áhuga á að lesa þetta: http://www.ruv.is/frett/malvilla-a-morg-thusund-verdlaunapeningum „Þetta er alveg fyndið…“ sagði upplýsingarfulltrúi Íþróttabandalags Reykjavíkur um villu í áletrun verðlaunapeninga. Engan skyldi undra að hún rak ekki augun í þetta í byrjun! ,,Alveg“ er nú troðið í ólíklegustu setningar. Þannig segir í prentuðu samkomulagi um félagslega …
Molar um málfar og miðla 1778
ÓMAR KVADDI VÍSU G.G. skrifaði (20.08.2015) og vísar til viðtals við Ómar Ragnarsson,sem var á ferð á rafknúnu reiðhjóli frá Akureyri til Reykjavíkur og sló víst nokkur met í ferðinni: „…þú kvaddir vísu á leiðinni…“, sagði umsjónarkona þáttar á RÚV, í símtali við Ómar Ragnarsson! Kvaddi hann margar hálfkveðnar vísur á leiðinni, hver veit? …
Molar um málfar og miðla 1777
MÁLFAR Í ÍÞRÓTTAFRÉTTUM Velunnari Molanna skrifaði (19.01.2015) : ,,Blessaður, Eiður. Það er til að æra óstöðugan að amast við málfari íþróttafréttamanna, eins og við höfum áður rætt, og ekki því að heilsa að þeir „standi uppi sem sigurvegarar“ á þeim velli eða vinni þar „sannfærandi sigra“. En ekki er ótítt að þeir „fari alla leið“ …
Molar um málfar og miðla 1776
BLÉST UM KOLL Gunnsteinn Ólafsson benti á þetta af mbl.is (17.08.2015). Fréttin var um sprengingu í Bangkok: „Þetta var svo kröftug sprenging að ég blést hreinlega um koll og það gerðist líka fyrir aðra. Það féll mikið til ofan á mig,“ segir Siefert. „Ég var smurður svo miklu blóði að ég var ekki viss …
Molar um málfar og miðla 1775
VIÐTENGINGARHÁTTUR Vaxandi tilhneiging virðist til að nota viðtengingarhátt í fyrirsögnum þar sem betra væri að nota framsöguhátt. Dæmi af fréttavef Ríkisútvarpsins (17.08.2015): Rússar finni lítið fyrir þvingununum. http://www.ruv.is/frett/russar-finni-litid-fyrir-thvingunum Eðlilegra og skýrara hefði verið að segja: Rússar finna lítið fyrir þvingununum. SPENNIR KOMST Í REKSTUR Ekki kann Molaskrifari að meta orðalag á mbl.is (17.08.2015),sem notað …
Molar um málfar og miðla 1774
STÖÐVAST – STAÐNÆMAST T.H. skrifaði (15.08.2015). Hann vekur athygli á þessari frétt á visir.is (15.08.2015): http://www.visir.is/fjarlaegdu-langt-ror-ur-nefi-skjaldboku—myndband/article/2015150819337 Hann segir síðan:“Sá sem setur myndbandið inn skrifar einnig að blæðingin hafi staðnæmst nánast samstundis og rörið var komið út.“ Það þarf líklega að útskýra muninn á „að staðnæmast“ og „að stöðvast“ fyrir fréttabörnunum!” Þakka bréfið, T.H. Það …
Molar um málfar og miðla 1773
ÁHRIF FRÁ ENSKU. Molavin skrifaði: ,,Morgunblaðið virðist hætt að nota orðið mótmælasvelti yfir þá fanga, sem neyta ekki matar síns í mótmælaskyni. Í dag, 13.08.2015 er talað um Palestínumann í haldi Ísraela, sem „hefur verið í hungurverkfalli…“ Hér eru bein áhrif úr ensku auðsæ; „hungerstrike“ er ekki verkfall.”. Skrifari þakkar bréfið og góða ábendingu. Kannski …
Molar um málfar og miðla 1772
NOKKRAR AMBÖGUR Sigurður Sigurðarson skrifaði Molum (11.08.2015): ,,Sæll, Ekki er alltaf að ég hafi nennu til að skrifa hjá mér undarlegar fréttir og svo er maður sjálfur ekkert barnanna bestur. Hins vegar fannst mér þessar tilvitnanir alveg kostulegar og benda ekki til annars en að þeir sem skrifa valdi ekki pennanum, það er hafi ekki …
Molar um málfar og miðla 1771
AÐ OG AF Góður vinur Molanna skrifar (11.08.2015) og vitnar í Pressuna (pressan.is) daginn á undan: ,, „Einn lést og annar komst lífs af ,þegar lítil flugvél fórst á Tröllaskaga í dag. Sá sem komst lífs af er einn reyndasti og þekktasti flugmaður landsins. Umfangsmikil leit var gerð af flugvélinni þegar hún lenti ekki í …
Molar um málfar og miðla 1770
FLUTNINGSFÓTUR? Glöggur Molalesandi spyr (10.08.2015): ,, Kannast lesendur við orðið FLUTNINGSFÓTUR? ,,Eírikur og fjölskylda hans er á flutningsfæti heim til Íslands og þurfa því á ýmislegu að halda í versluninni.” www.mbl.is/frettir/…/verslunin_er_handan_vid_horni… – Hann lýsir Erikslund sem verslunarhverfi á borð við Skeifuna. … Eírikur og fjölskylda hans er á flutningsfæti heim til Íslands og þurfa því á … Þetta …