Áskell skrifaði (03.04.2015): ,,Mbl.is á eftirfarandi línur: „Varðskipið Þór er nú á leið til aðstoðar flutningaskipinu Hauk sem er stjórnvana um fimm sjómílur suður af Dyrhólaey. Flutningaskipið Haukur missti stjórnhæfni á miðvikudag út af Hornafirði …“ Ég hef aldrei heyrt talað um stjórnvana skip eða að skip „missi stjórnhæfni“. Skip geta orðið vélvana og …
Molar um málfar og miðla 1709
Þórarinn skrifaði (03.04.2015): ,, … segist heldur betur hafa brugðið í brún þegar hún bað afgreiðslukonuna í greiðasölunni í flugstöðinni á Egilsstöðum um að lækka tónlistina í hátalarakerfinu.” Hann spyr: – Hefði ekki verið betra að hafa þetta: segir, að sér hafi heldur betur brugðið í brún ? Molaskrifari þakkar ábendinguna og svarar: Jú, …
Molar um málfar og miðla 1708
Þáttur Ríkissjónvarpsins um Eddu Heiðrúnu Backman, sem sýndur að kvöldi föstudagsins langa (03.04.2015) er með magnaðasta sjónvarpsefni, sem Molaskrifara lengi hefur séð. Hvílík kona! Hvílík hetja ! Hvílíkt hugrekki og greind! Þessi þáttur var ekki aðeins menntandi. Hann var mannbætandi. Hafið heila þökk. Edda Heiðrún, Egill, Þórhallur og þið öll,sem þarna komuð við sögu. …
HVE LENGI ENN,SJÁLFSTÆÐISMENN?
Samstarf í tveggja flokka stjórn byggist á gagnkvæmu trausti og trúnaði oddvita flokkanna. Þannig var í Viðreisnarstjórninni og þannig var það lengst af í Viðeyjarstjórninni. Oddvitar flokkanna gefa ekki mikilvægar stefnumarkandi yfirlýsingar, án þess að hafa um það samráð sín á milli. Þessu er á annan veg farið í núverandi ríkisstjórn. Forsætisráðherra SDG gefur stefnumarkandi …
Molar um málfar og miðla 1707
KÞ skrifaði (30.03.2015): ,,Hér er frétt um afrek nafna þíns: http://kjarninn.is/2015/03/endurkoma-kongsins-eidur-smari-i-kastljosi-erlendra-fjolmidla/ ,,Eiður Smári Guðjohnsen átti sögulega endurkomu í íslenska landsliðið í fótbolta í gær þegar Kasakar voru lagðir af velli … “ Þetta með að og af reynist mörgum erfitt og dæmin um ranga notkun eru mýmörg. Í þessu tilviki væri þó ráð …
Molar um málfar og miðla 1706
Úr ummælum á fésbók (28.03.2015): ,,Leiðréttist það hér með ef einhver hafi verið að spá í þessu”. Aftur og aftur sér maður og heyrir að verið sé að spá í einhverju, spá í þessu. Molaskrifari hefur alltaf talað um og heyrt aðra tala um að spá í eitthvað, – velta einhverju fyrir sér. Og hér …
Molar um málfar og miðla 1705
Úr frétt á mbl.is (27.03.2015), – haft eftir blaðafulltrúa Eimskipafélagsins: ,, „Dýpkun Landeyjarhafnar er ekki á vegum Eimskipafélagsins og þar af leiðandi höfum við ekki lifandi upplýsingar um það hvenær höfnin verður dýpkuð, heldur er okkur tilkynnt um það ….” Lifandi upplýsingar? Eru þá til dauðar upplýsingar? Hér er fréttin: http://www.mbl.is/frettir/innlent/2015/03/27/frettin_var_uppspuni_fra_rotum/ Líklega átti blaðafulltrúinn við …
Molar um málfar og miðla 1704
Ekki er Molaskrifari sáttur við orðalagið, að eitthvað komi í kjölfarið á einhverju. Of oft heyrist í fréttum, að til dæmis yfirlýsing hafi verið birt í kjölfarið á frétt í dagblaði. Molaskrifari hefði sagt: Yfirlýsingin var birt í kjölfar fréttar í dagblaði. Eitthvað kemur í kjölfar einhvers. Hvað segja lesendur? Ómar benti á þessa …
Molar um málfar og miðla 1703
Fréttaglöggur vinur Molanna benti skrifara á, að fréttin um flugslysið í Frakklandi þar sem 150 manns fórust, hefði verið frétt númer tvö í kvöldfréttum Stöðvar tvö á þriðjudagskvöld (24.03.2015). Molaskrifara er jafn hissa og þessi vinur Molanna. Furðulegt fréttamat. Ríkissjónvarpið var með þetta á hreinu og gerði fréttinni fagmannleg skil. Fyrsta frétt á Stöð …
Molar um málfar og miðla 1702
Af dv.is (21.03.2015): ,, …en hún hefur verið ákærð fyrir morð fyrir að hafa ekki stigið inn í til að vernda dóttur sína”. Hér er engu líkara en sá sem þýddi fréttina hafi leitað á náðir þýðingarvélar Google. Þetta er ekki boðlegur texti. Hér hefði til dæmis verið hægt að segja, – gripið í …