,,Sportaðu nýju lúkki”, sagði í heilsíðuauglýsingu frá Útilífi í Fréttablaðinu sl. föstudag (20.03. 2015). Sumar auglýsingastofur , – og fyrirtæki sýna móðurmálinu oft ótrúlega lítilsvirðingu í auglýsingum. ,, Naglinn Vigdís myndi segja: að vera oddviti fyrir Framsóknarflokkinn í tveimur síðustu alþingiskosningum”. Haft eftir Vigdísi Hauksdóttur alþingismanni á svokölluðu Smartlandi mbl.is (20.03.2015). Ætti að …
Molar um málfar og miðla 1700
Tilvitnun í athugasemd á fésbók (19.03.2015): ,,Það er kannski lýsandi fyrir þessa umræðu hér að hún er framkvæmd af gömlum köllum, …” Umræðan er framkvæmd! Ja, hérna. Og það meira að segja af gömlum köllum! Þeim er líklega bannað að ræða mál og hafa skoðanir. Eða hvað? Það er stundum gaman að lesa snilldina, …
Molar um málfar og miðla 1699
Gaman var að heyra Emil Björnsson, þá fréttamann á fréttastofu útvarpsins, lýsa sólmyrkvanum 1954 austan úr Landeyjum, en það mátti heyra í Spegli Ríkisútvarpsins í gærkvöldi(19.03.2015). Maður hreifst með. Vakti gamlar minningar um yfirmann á fréttastofu Sjónvarpsins og traustan vin. Séra Emil var kröfuharður um málfar, smekkmaður, málvís, einstaklega vel máli farinn. Ræðumaður góður, prestur …
Molar um málfar og miðla 1698
Gamall vinnufélagi benti á frétt á visir.is (18.03.2015), en þar segir: „Líkúd bandalagið, flokkur Benjamíns Netanjahús forsætisráðherra Ísraels, sigraði þingkosningarnar sem fram fóru þar í landi í gær.“ – Af visir.is nú í morgun. Segir þetta eitthvað um stöðu móðurmálskennslu í skólum landsins, eða faglegan metnað miðilsins ? Spyr sá sem ekki veit. – …
Molar um málfar og miðla 1697
,,Amma, sem átti að halda á dóttursyni sínum undir skírn í London í dag ,var ekki hleypt um borð í flugvél Icelandair fyrir handvömm. Hún lenti á biðlista og missti af skírninni.” Þetta var sagt í fréttaágripinu á undan fréttum í Ríkissjónvarpinu á sunnudagskvöld (15.03.2015) Setningin hefði auðvitað átt að byrja svona: Ömmu, sem …
Molar um málfar og miðla 1696
Við ætlum að spila lagabút, sagði þáttarstjórnandi á Rás tvö síðdegis á laugardag (14.03.2015) Lagabút, – hluta úr lagi, bút úr lagi. Það var og. Fólk þarf ekki að vera mjög vel talandi til að vera trúað fyrir þáttastjórn í Ríkisútvarpinu. Það er miður að ekki skuli gerðar meiri kröfur þar á bæ. …
Molar um málfar og miðla 1695
Það var ágætt hjá Ríkisútvarpinu í óveðrinu á laugardagsmorgni (14.03.2015) að tilkynna í níu fréttum að áfram yrðu fluttar fréttir af óveðrinu á Rás tvö. Þær urðu ekki margar að vísu, en þar var okkur sagt skömmu síðar að sendirinn á Skálafelli væri úti. Þulur endurtók þetta svo orðrétt skömmu síðar. Sagði það tilkynningu …
Molar um málfar og miðla 1694
Þórhallur Jósepsson skrifaði (11.03.2015): ,,Sæll. Hverjir eru strandarglópar? Ég spyr því svo virðist, sem alveg nýr skilningur sé kominn í þetta orð, a.m.k. ef marka má fréttamenn Ríkisútvarpsins. Ég hélt að strandarglópur væri sá sem situr eftir bjargarlaus á ströndinni og hefur misst af fari sínu. Í seinni tíð hefur þetta yfirfærst á þá …
Molar um málfar og miðla 1693
Stundum misskilur fólk orðtök hrapallega. Eins og þingmaðurinn sem sagði í Morgunútgáfunni (10.03.2015): Ég hef aldrei dregið dulu fyrir það. Hann ætlaði að segja: Ég hef aldrei dregið dul á það. Aldrei leynt því. Sami þingmaður talaði um orsakavald, – orsök. Þingmaðurinn sagðist líka vonast til að það lagaði áfengismenninguna á Íslandi, ef frumvarp …
Molar um málfar og miðla 1692
Molaskrifari er ekki mjög hrifinn af orðinu snjóbylur, sem tönnlast var á í Ríkisútvarpinu í gærmorgun (10.03.2015). Hefur verið nefnt hér áður. Virðist sumum fréttamönnum tungutamt. Hvað varð um hið ágæta orð stórhríð? Allir búnir að gleyma því? – Ekki allir reyndar. Það kom á skjáinn í veðurfregnum Ríkissjónvarps í gærkvöldi og Birta Líf …