Molar um málfar og miðla 1593

  K.Þ. Skrifaði (14.10.2014) og benti á þessa frétt: http://eyjan.pressan.is/frettir/2014/10/13/thingmadur-ohress-med-lokun-is-sidu-fullkomlega-oabyrg-nalgun/ Hann segir: Það færist í vöxt að orðmyndin „tengdum“ sé notuð án umhugsunar … „Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir almenning verða að hafa rétt til þess að kynna sér það sem IS-samstökin hafa fram að færa og því sé lokun heimasíðu tengdum samtökunum óábyrg.“ …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1592

  Fréttasíðu Íslamska ríkisins lokað af Advania, sagði í fyrirsögn á visir.is (10.10.2014) http://www.visir.is/sidu-is-lokad-af-advania/article/2014141019804 Betra hefði verið: Advania lokaði fréttasíðu Íslamska ríkisins. Germynd er alltaf betri.   Allskonar lífsreynslusögur fræga fólksins eru að verða meginuppistaðan í helgarblöðum Fréttablaðsins, DV og Fréttatímans, – sem kemur reyndar aðeins út einu sinni í viku. Molaskrifari játar algjört áhugaleysi …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1591

  Úr auglýsingu á fésbók (07.10.2014): Mary verður einnig með lykilræðuna á ráðstefnudeginum sjálfum, 5. nóvember. Orðið lykilræða sést og heyrist stundum. Hráþýðing úr ensku. Keynote speech . Umrædd Mary verður aðalræðumaður á ráðstefnunni, sem verið er að auglýsa.   Fyrir nokkru var það ámálgað við Morgunblaðið, að birt yrði með öðrum minningargreinum örstutt grein …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1590

Vélarrúmið fór að fyllast af vatni sagði í fyrirsögn á mbl.is (10.10.2014). http://www.mbl.is/frettir/innlent/2014/10/10/velarrumid_for_ad_fyllast_af_vatni/ Fréttin er um það, að leki kom að báti sem var að veiðum út af Melrakkasléttu, langt úti á sjó. Sjór byrjaði að streyma inn í vélarrúmið. Allt fór þetta vel og báturinn var dreginn til hafnar. Engum sögum fer af því …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1589

  T.H. benti (08.10.2014) á þessa frétt á mbl.is. http://www.mbl.is/frettir/innlent/2014/10/07/frosti_fannst_eftir_3_ar/ „Starfs­mönn­um Villikatta grunaði að um týnd­an heim­il­iskött væri að ræða.“ Hann segir og spyr: Ekki grunaði mér það? En þér? Svarið er: Reyndar ekki, en hvar er gæðaeftirlitið hjá mbl.is ? T.H. benti einnig á þetta á mbl.is sama dag: http://www.mbl.is/frettir/innlent/2014/10/07/hljomsveitin_er_heit_fyrir_thessu/ „Jök­ul­bút­ur úr Jök­uls­ár­lóni mun …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1588

Kastljósið var svo sannarlega í essinu sínu í gærkvöldi. Frábær þáttur. Hrikalegir viðskiptahættir. Ótrúlegt að þetta skuli hafi verið látið viðgangast. Spillt kerfi. Hvað á að kalla svona fyrirtæki? Hvað að kalla svona kerfi ? Manni rann eiginlega kalt vatn milli skinns og hörunds, þegar hagsmunatengslin í kerfinu voru rakin. Einn allra besti Kastljóss þátturinn, …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1587

  Molavin vakti athygli á þessari fyrirsögn á fréttavef Ríkisútvarpsins Kjósa um verkfall í tónlistarskólum. Hann spyr: ,, Eru kosningar í skólum – eða eru kennarar að greiða atkvæði um hvort boða skuli verkfall? Fyrirsögn RÚV í dag (5.10.14) segir eitt, fréttin annað.” http://www.ruv.is/frett/kjosa-um-verkfall-i-tonlistarskolum Molaskrifari þakkar ábendinguna og bætir við: Í hádegisfréttum Ríkissútvarps á föstudag …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla1586

Fyrrverandi starfsbróðir bendir á frétt á vef Ríkisútvarpsins á fimmtudag (02.10.2014). Hann segir: ,,Blessaður, félagi. Þetta er af vef Ríkisútvarpsins í morgun. Gafst upp við að telja villurnar. Raunar ætti að vera saknæmt að skrifa þvílíkan texta til opinberrar notkunar. Hversu lengi getur vont versnað ?” Þegar Molaskrifari skoðaði fréttina á vef Ríkisútvarpsins var búið …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1585

Úr forsíðufrétt í Fréttablaðinu (01.10.2014):,, Allar líkur eru á að ný stjórnsýslustofnun sem á að taka yfir málefni Barnaverndarstofu, Fjölmenningarseturs, réttargæslumanna fatlaðs fólks auk verkefna sem félagsmálaráðuneytið sinnir, verði komið fyrir á landsbyggðinni”. Sá sem þessa setningu skrifaði mundi ekki hvaðan hann fór, þegar komið var á leiðarenda. Ný stofnun verður ekki komið fyrir. Nýrri …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1584

  Rafn bendir á frétt á mbl. is (29.092014) þar sem segir: Um helm­ing­ur elli­líf­eyr­isþega heims­ins fær eng­an elli­líf­eyri. Hann spyr:,, Hvernig er hægt að kalla þá ellilífeyrisþega sem fá engan ellilífeyri? “ Svarið er: Það er auðvitað ekki hægt. http://www.mbl.is/frettir/erlent/2014/09/30/helmingur_faer_ekki_ellilifeyri/   Úr fréttum Stöðvar 2 (29.09.2014): ,, Jón var saumaður ellefu spor î ennið”. …

Lesa meira »

Older posts «

» Newer posts