Föstudaginn 31. október mun Dr. Ragnheiður Kristjánsdóttir sagnfræðingur flytja fyrirlestur á vegum Bókmenntafélags jafnaðarmanna. Fyrirlesturinn kallar hún: ,,Litli bróðir á Íslandi. Um Alþýðuflokkinn á mótunarárum íslenska flokkakerfisins, 1916-1944” – Fyrirlesturinn verður á Kornhlöðuloftinu við Lækjarbrekku við Bankastræti og hefst kl. 12:00. Að loknum fyrirlestri er gert ráð fyrir fyrirspurnum og umræðum. Boðið verður upp á léttan …
Molar um málfar og miðla 1602
Fyrrverandi kollega skrifaði (26.10.2014): ,,Við dagleg fréttaskrif er mikil hætta á því að menn festi sig í alls kyns vondu málfari, sem síðan gengur aftur og aftur eins og illvígur draugur. Því er mikilvægt að reglulega séu fréttir skoðaðar af þar til bæru fólki, sem síðan bendir fréttamönnum á hvað betur mætti fara. Þarna …
Molar um málfar og miðla 1601
Ná sátt um jarðaför Palestínumanns, sagði í fyrirsögn á fréttavef Ríkisútvarpsins (26.10.2014) http://www.ruv.is/frett/na-satt-um-jardafor-palestinumanns Orðið jarðaför var einnig notað í meginmáli fréttarinnar. Þetta var því ekki innsláttarvilla. Heldur vankunáttuvilla. Þarna hefði átt að tala um jarðarför. Færeyingar tala um jarðarferð, útför Taktleysi og ósmekkvísi stjórnenda Hraðfréttaþáttar Ríkissjónvarpsins á föstudagskvöld (24.10.2014) kristallaðist í kirkjugarðsatriðinu sem …
Molar um málfar og miðla 1600
Það var eitt og annað athugavert við málfar i eftirfarandi frétt af vef Ríkisútvarpsins (22.10.2014) um deilur vegna skipsins Fernöndu sem eldur kom upp í fyrir um ári. Landhelgisgæslan bjargaði áhöfninni frækilega og skipið var dregið til hafnar. Það var síðan bútað niður í brotajárn. http://www.ruv.is/frett/faer-ekki-130-milljonir-vegna-fernondu Fréttin var lesin í seinni fréttum sjónvarps á miðvikudagskvöld. …
Molar um málfar og miðla 1599
Molavin sendi eftirfarandi (21.10.2014) : „Ekki liggur ljóst fyrir hversu háar upphæðir maðurinn er talinn hafa stungið undan.“ Þetta er úr Vísisfrétt 21.10.2014. Dæmi af þessu tagi, þar sem fréttamenn kunna ekki að beita einföldustu beygingarreglum, má finna daglega í fjölmiðlum. Þarna ætti vitaskuld að standa: „…hversu háum upphæðum…“ Enn betra væri að segja …
Molar um málfar og miðla 1598
K.Þ. skrifaði (20.10.2014): ,,Ég var að lesa blogg: http://jonmagnusson.blog.is/blog/jonmagnusson/entry/1477456/ Þessi texti vakti athygli mína: „Sigmundi hefur allt frá því að kjósendur í Norðausturkjördæmi sýndu honum þann sóma að kjósa hann þingmann sinn fundist að æ sé gjöf til gjalda.“ Hvernig er annars þetta máltæki? Ég hélt að það væri „Æ sér gjöf til gjalda“ …
Molar um málfar og miðla 1597
Molavin skrifaði (19.10.2014) : „Stærstum hluta þeirra, sem hættu (í framhaldsskólum)…“ sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 (17.10.2014). Hér væri ekki aðeins réttara heldur einnig skýrara mál að segja: Flestir þeirra, sem hættu. Þetta er ekki beinlínis dæmi um rangt mál (en þó villandi) en samt vinsamleg ábending um að fréttamenn þurfi að hugsa áður …
Molar um málfar og miðla 1596
Molavin sendi eftirfarandi : „…í svari við fyrirspurn Silju Dögg Gunnarsdóttur, þingmanni…“ – Svo sagði orðrétt í fimmfréttum Ríkisútvarpsins í gær, (15.10.2014) þegar fjallað var um þingstörf, líkt og heyra má í upptöku á vefsíðu. Það er varla lengur við „fréttabörn“ að sakast þegar hvorki vaktstjóri, fréttastjóri né málfarsráðunautur telja ástæðu til þess að fylgjast …
Molar um málfar og miðla 1595
Ebólan er að sigra kapphlaupið, sagði í fyrirsögn á mbl.is (15.01.2014) http://www.mbl.is/frettir/erlent/2014/10/15/ebolan_er_ad_sigra_kapphlaupid/ Það sigrar enginn kapphlaup. Það sigrar enginn keppni. Þetta ættu þeir sem skrifa fréttir að hafa á hreinu, hafa rétt. Í Morgunblaðinu á miðvikudag (15.10.2014) sagði í frétt á bls. 4: Þau Svandís, Unnur Brá, Ragnheiður og Vigdís sitja allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna. …
Molar um málfar og miðla 1594
Molalesandi skrifaði (14.10.2014) ,,Á ruv.is stendur mánudaginn 13. október: „Fjárhagsnefnd Eyþings lagði fram ályktun á fundinum, þar sem fram kom að áframhaldandi hallarekstur á verkefninu sé óviðunandi. Nú séu hins vegar blikur á lofti og forsendur skapist til að halda rekstrinum áfram, að því er segir í ályktuninni.“ Þarna kemur fram nýr skilingur á orðtakinu …