Það er fjallað um þetta mál grúndígt í Morgunblaðinu í dag, (10.11.2014) var sagt í Morgunútgáfunni á Rás eitt. Allsendis óþörf sletta. Í sama þætti var einnig talað um bókakaffibókabúð. Molaskrifari hélt að bókakaffi væri bókabúð og kaffihús. Líka var sagt var því að bíll hafi ekið á ljósastaur og starfsmenn Orkuveitunnar hefðu verið kallaðir …
Molar um málfar og miðla 1611
Það er ástæðulaust að vera með sérstakan fimmtán mínútna íþróttaþátt milli almennra frétta og veðurfrétta eins og gert var í Ríkissjónvarpinu á laugardagskvöld (08.11.2014). Veðurfregnir eiga að koma strax í kjölfar almennra frétta. Er þetta ekki bara enn eitt dæmi um yfirgang íþróttadeildarinnar í Efstaleiti? Spurt hefur verið hvort þetta sé gert til að auka …
Molar um málfar og miðla 1610
Sú spurning, by the way , reyndist krökkunum mjög auðveld, … sagði íslenskur embættismaður (deildarstjóri innlendra prófa hjá Námsmatsstofnun) úr skólakerfinu í hádegisfréttum Ríkisútvarps (06.11.2014). Hann var að verja illa samið íslenskupróf ,sem lagt var fyrir nemendur á samræmdum prófum í grunnskólum. Aftur og aftur talaði fréttamaður Stöðvar tvö um vissaukaskatt í fréttum (06.11.2014) …
Molar um málfar og miðla 1609
Molavin sendi eftirfarandi (04.11.2014): „Æpir til að fela að hann fer með rangt mál“ segir í fyrirsögn á ruv.is (4.11.14). Verður maður ekki að gera ráð fyrir að fréttamenn Ríkisútvarpsins kunni rétta notkun viðtengingarháttar, sérstaklega þegar þeir breyta út af tilvitnuðum orðum? Röng notkun viðtengingarháttar var orðin útbreidd á þeim netmiðlum og síðum, sem skrifuð eru …
Molar um málfar og miðla 1608
Langdregið og lítið upplýsandi viðtal var í Kastljósi við tvo karla um mótmælin á Austurvelli síðdegis á mánudag (03.11.2014). Kastljóssmenn hafa gert margt vel. Þetta viðtal fer ekki í þann flokk. Það var fjölmenni á Austurvelli. Molaskrifari efast um að þessir tveir hafi verið bestu fulltrúar fjöldans, sem þarna var samankominn. Sjálfsagt er það …
Molar um málfar og miðla 1607
Íslenska skyrið vann til þriggja gullverðlauna og þriggja heiðursverðlauna, sagði fréttaþulur Stöðvar tvö á laugardagskvöld (01.11.2014). Þarna hefði átt að tala um þrenn og fern verðlaun eins og Magnús Hlynur Hreiðarsson fréttamaður réttilega gerði í fréttinni. Verðlaun er fleirtöluorð. Ekki til í eintölu. Fréttaþulur Stöðvar tvö þarf að lesa upp og læra betur. Þágufallið …
Molar um málfar og miðla 1606
Af mbl.is (31.10.2014): ,, Fertugur Kínverji, sem tók barn úr vagni á bílastæði og henti því í jörðina með þeim afleiðingum að það lét lífið á sjúkrahúsi tveimur dögum seinna …”. Molaskrifara finnst það heldur illa orðað að tala um að láta lífið á sjúkrahúsi. Betra hefði verið að segja að barnið hafi látist …
Molar um málfar og miðla 1605
Áskell skrifaði (28.10,.2014): ,,Í frétt á mbl.is segir í upphafi að Ísland sé í „…fyrsta sæti á lista World Economic Forum líkt og undanfarin ár…“ En hvað er World Economic Forum? Ég skil orðin en þekki ekki fyrirbærið. Án efa lýsir það umtalsverðum þekkingarskorti en þá verður svo að vera. Ef ýtt er á …
Molar um málfar og miðla 1604
Rafn skrifaði (29.10.2014): ,,Í mola nr. 1603 er vikið að enskuslettunni „tax free“ og mis- og ofnotkun hennar. Ofan á þessa mis- og ofnotkun bætist, að notendur slettunnar virðast alls ekki skilja þá slettu, sem þeir eru þó að nota. Samkvæmt almennum málskilningi er „tax free“ notað um verð án virðisaukaskatts, það er um verð …
Molar um málfar og miðla 1603
Af mbl.is (25.10.2014): ,,Valhnetur í Kína hafa hækkað gríðarlega í verði undanfarin ár og er svo komið að kíló af valhnetum kostar meira en kíló af gulli. Í mörg ár hefur hnetan táknað velmegun og velgengni”. http://www.mbl.is/frettir/erlent/2014/10/25/vist_vaxa_peningar_a_trjanum/ Hér hefur ef til vill eitthvað skolast til. Á netinu má sjá að eitt kíló af gulli …