Molar um málfar og miðla 1563

  Molavinur skrifaði (067.09.2014). Hann sagðist hafa hlustað á viðtal við Björk Guðmundsdóttur söngkonu í Spegli ríkisútvarpsins föstudaginn 5. september um framtak hennar sem kynnt er í öllum fjölmiðlum um helgina. Hann segir í bréfinu: ,,Björk hefur lagt lofsamlega mikið af mörkum í þágu náttúrunnar og verndar henni. Vernd nær til fleiri þátta en náttúrunnar …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1562

Molalesandi benti á (04.09.2014) skrif á visir.is þar sem m.a er talað um að ERFIÐA Rússum e-ð og útiloka rússneska íþróttamenn frá KEPPNUM o.fl. Molaskrifari þakkar bréfið. Til er sögnin að erfiða , í merkingunni að þræla, strita eða vinna baki brotnu. Sögnin að erfiða er ekki til í íslensku máli, svo Molaskrifari viti, í …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1561

  Prýðilega fróðlegur og upplýsandi var gospistill Tryggva Aðalbjörnssonar í fréttum Ríkissjónvarps á miðvikudagskvöld (03.09.2014). Þarna var tölvutæknin vel nýtt til að skýra fyrir okkur flókin náttúrufyrirbæri.   Takk fyrir Nótuna 2014, uppskeruhátíð tónlistarskólanna,sem var á dagskrá Ríkisjónvarpsins á miðvikudagskvöld (03.09.2014). Það var reglulega gaman að hlusta og horfa á unga tónelska snillinga. Ekki var …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1560

Rafn skrifaði (02.09.2014): ,,Ég var að lesa pistil 1558 þar sem meðal annars var sagt frá Bylgjuþætti, þar sem atburðir vikunnar skyldu „kryfjaðir til mergjar“. Látið var nægja að nefna beygingu sagnarinnar. Hins var látið ógetið, að til að ná mergnum þurfti að brjóta til mergjar. Krufningin náði aðeins inn að beini.” Rétt athugað , …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1559

  Molavin vitnar í mbl.is: „Kven­kyns ensku­kenn­ara í borg­inni Bat­on Rou­ge í Louisi­ana í Banda­ríkj­un­um, hef­ur verið sagt upp störf­um…“ segir mbl.is (1.9.2014).Hann spyr: ,, Er orðið „kennslukona“ ekki lengur við hæfi?” – Molaskrifari þakkar bréfið. Kannski er þetta orð á bannlista Jafnréttisráðs? Hver veit? Hvað er að því að tala um kennslukonu?   Rafn benti á …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1558

  E.B. skrifaði Molum (30.08.2014): ,,Sæll Eiður. Ég sé æ oftar að talað er um að „taka eigið líf“, t.d. fyrirsögn á mbl.is i dag http://www.mbl.is/frettir/erlent/2014/08/29/send_heim_og_tok_eigid_lif/ Er þetta góð íslenska? Betra en að segja „framdi sjálfsmorð“? Molaskrifara hefur aldrei þótt það gott orðalag, góð íslenska, að tala um að taka eigið líf. Það er hægt …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1557

  Sennilega hafa margir sjónvarpsáhorfendur lært meira um jarðfræði og eldfjallafræði á liðinni viku, en hingað til á langri ævi, – sumir í það minnsta. Þessu veldur meðal annars, og einna helst, þrennt að mati Molaskrifara: Ný tækni við framsetningu flókins efnis á sjónvarpskjánum, sem hefur verið vel nýtt. Ný mæli- og fjarskiptatækni og þá …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1556

  Fréttatímar sjónvarpsstöðvanna í gærkveldi (29.08.2014) um eldgosið stutta á gígaröðinni í Holuhrauni voru báðir ágætir. En viðtalið í Ríkissjónvarpinu við fréttamanninn á Fjórðungsöldu bætti nákvæmlega engu við. Í bakgrunni sást ekkert nema grámi og réttlæting viðtalsins virtist aðeins vera sú að fréttamaðurinn var þarna.   Á vef Ríkisútvarpsins var talað um Skipulagðan niðritíma á …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1555

  Enn og aftur mæta fréttir Ríkissjónvarpsins afgangi, verða hornreka, þegar boltaleikir eiga í hlut. Síðast á miðvikudagskvöld (27.089. 2014) þegar fréttatími sjónvarps var styttur vegna boltaleiks. – Frammistaða fréttastofu aðfaranótt föstudags (29.08.2014), – gosnóttina var með miklum ágætum,- það sem Molaskrifari heyrði. Sama er að segja um nýja morgunþáttinn Morgunútgáfuna. Ríkisútvarpið getur slegið öllum …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1554

  Merkilega lítið kom út úr löngu viðtali í Kastljósi á þriðjudagskvöld við Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra.   Við vorum ekki miklu nær, nema um þá sannfæringu ráðherrans, að hún hefði eiginlega ekki gert neitt rangt. Það var svo sem ekki við fréttamanninn að sakast. Dálítið undarleg upplifun að horfa á ráðherra í ríkisstjórn Íslands í …

Lesa meira »

Older posts «

» Newer posts