Molar um málfar og miðla 1573

  Hvað gerðist hjá Ríkissjónvarpinu? Hversvegna var hætt við  áður boðaða útsendingu skoska kosningasjónvarpsins, skyndilega og skýringalaust? Molaskrifari heyrði af sigri sambandssinna á BBC World Service á fimmta tímanum í nótt (19.09.2014) – þökk sé Vódafón á Íslandi og heyrði og sá Salmond ráðherra nokkru seinna viðurkenna ósigur, – þökk sé færeyska sjónvarpinu. Hversvegna bregst …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1572

Skrifstofa bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs verður staðsett í Norræna húsinu , sagði fréttaþulur Stöðvar tvö á þriðjudagskvöld (16.09.2014). Staðsett? Skrifstofan verður í Norræna húsinu. Orðinu staðsett er oftast nær ofaukið.   T.H. benti á þessa frétt af mbl.is /16.09.2014) : http://www.mbl.is/frettir/innlent/2014/09/16/husnaedid_ekki_ibudarhaeft/ Hann segir: Hér er ýmislegt athugavert, en mest um verð þykir mér þó sögnin að „olla“. …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1571

Það hefur stundum borið á góma hér hvernig stjórnmálamenn komast upp með það í fjölmiðlum að svara ekki því sem þeir eru spurðir um. Þetta kom átakanlega vel í ljós í Morgunútgáfu Ríkisútvarpsins (15.09.2014).Rætt var um fjárlagafrumvarpið við fulltrúa stjórnarandstöðu og varaformann fjárlaganefndar. Varaformaðurinn var spurður: Hvenær verður hafist handa við byggingu nýs Landspítala? Eða …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1570

  Ef Ríkisútvarpið er eign okkar allra, eins og margsinnis var sagt í þætti Sirrýjar á sunnudagsmorgni á Rás tvö ((14.09.2014), hversvegna ráðum við þá engu um dagskrána?   Ráðamenn Ríkisútvarpsins gerðu mistök, þegar þeir settu leiknar (stundum gargaðar) auglýsingar í stað síðasta lags fyrir hádegisfréttir. Öllum getur orðið á í messunni. Þeir hafa áreiðanlega …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1569

Molavin skrifaði (11.09.2014):,, Sum orð verða yfirþyrmandi í fréttamáli og afleit vegna þess að þau skýra ekki neitt. Eitt þeirra er „aðilar“ þar sem oftast er bara átt við fólk. Annað er „einstaklingar.“ Rétt eins og í þessari Vísisfrétt í dag (11.9.2014): „Aðalmeðferð í máli Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu gegn níu einstaklingum…“ Hvers vegna ekki „níu …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1568

  Á miðvikudagskvöld (10.09.2014) birti Stöð tvö í fréttum ótrúlegar tölur um þann kostnað sem krabbameinsjúklingar verða að greiða úr eigin vasa vegna veikinda sinna. Svona getur heilbrigðiskerfið okkar ekki átt að vera. Stöð tvö á þakkir skildar fyrir að skýra frá þessu.   Okkar bíða óleystar áskoranir, sagði forsætisráðherra Sigmundur Davíð Gunnlaugsson í stefnuræðu …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1567

Molavin skrifaði (10.09.2014): ,,Morgunblaðsfrétt (10.9.2014) hefst á þessum orðum: „Met­fé var greitt fyr­ir gaml­an Range Rover á upp­boði í Englandi um helg­ina.“ Orðið „metfé“ merkir ekki met upphæð heldur kostagripur. Þetta hefur verið nefnt hér áður. Enn er hér á ferð dæmi um að fjölmiðlafólk slái um sig með gömlum orðum og hugtökum, sem það …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1566

  Úr Kjarnagrein, sem vísað var til á fésbók á þriðjudag (09.09.2014) um skattsvik nafngreindra einstaklinga: Fólkið stóð ekki skil á greiðslu opinberra gjalda sem það hafði haldið aftur af launum starfsmanna sinna á árunum 2011 og 2012. Opinberum gjöldum var ekki haldið aftur af launum starfsmanna. Gjöldunum var haldið eftir af launum starfsmanna. Meira …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1565

  Fyrir nokkrum dögum horfði Molaskrifari á brot úr garðyrkjuþætti á ÍNN. Gengið var um Skallagrímsgarðinn í Borgarnesi. Rætt var um steinhæð eða steinbeð. Í samtalinu var notað orðalagið grjótlega séð! Svona hefur Molaskrifari aldrei heyrt til orða tekið. Kannski er þetta smit frá íþróttafréttamönnum, sem oft segja sóknarlega og varnarlega. Orðskrípi.   Í fréttum …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1564

  Úr frétt á mbl.is um skipsstrandið fyrir austan http://www.mbl.is/frettir/innlent/2014/09/06/thyrlan_lenti_a_hladinu_3/ var rætt við bóndann á Vattarnesi og eftir honum haft: ,,Bald­ur bæt­ir því við að há­flóð hefj­ist um kort­er yfir tólf og að tvö öfl­ug loðnu­skip séu mætt á svæðið” Molaskrifari leyfir sér að efast um að bóndinn hafi tekið svona til orða. Háflóð hefst ekki. …

Lesa meira »

Older posts «

» Newer posts