Prýðileg umfjöllun Kastljóss um hlunnindaklerka á miðvikudagskvöld (21.05.2014). Þetta var raunveruleg rannsóknarblaðamennska. Greinilegt að mikil vinna hefur verið lögð í upplýsingaöflun og vinnslu myndefnis. Jóhannes Kr. Kristjánsson á heiður skilinn. Ótrúlegar tölur sem þarna voru nefndar. Lofsvert að biskup skuli ætla að endurskoða þetta gamla, úrelta og rotna kerfi. Agnes biskup mun mæta harðri andstöðu, …
Molar um málfar og miðla 1475
Margir hafa bent á hina dæmalausu firru í fyrstu setningu í grein SDG, forsætisráðherra , sem birtist m.a. á visi is (19.05.2014) http://www.visir.is/stor-dagur-fyrir-heimilin/article/2014705199949 Þar talar ráðherrann um ,,leiðréttingu á skuldalækkun”, sem þýðir væntanlega skuldahækkun! Óskýr texti. Óskýr hugsun. Sama gildir um grein tveggja frambjóðenda sama flokks, Framsóknarflokksins, í Morgunblaðinu (21.05.2014),, Krefjumst raunhæfra hugmynda og …
Molar um málfar og miðla 1474
Kvöldfréttatímar Ríkisútvarpsins , kl 1800 þessa dagana eru oftar en ekki hvorki fugl né fiskur. Megin tíminn fer í einhverskonar framboðsfundi á landsbyggðinni. Þarna eiga að vera fréttir, en ekki umræður um það hvort vegur eigi að liggja fyrir ofan eða neðan tiltekinn leikskóla úti á landi. Slíkt á ekki heima í aðalfréttatíma Ríkisútvarps. …
Molar um málfar og miðla 1473
Helgarvaktarvilla á vef Ríkisútvarpsins (18.05.2014): ,,Vefurinn leidretting.is hefur verið opnuð og þar er meðal annars hægt að skoða kynningarmyndband um hvernig eigi að sækja um skuldaleiðréttingu”. Hér ætti að standa:,, Vefurinn leidretting.is hefur verið opnaður … . Í hádegisfréttum Ríkisútvarps (17.05.2014) var sagt: ,, … sem situr á forsetastól”. Eðlilegra hefði hér, að mati …
Molar um málfar og miðla 1472
Trausti Harðarson benti á eftirfarandi (17.05.2014): http://www.mbl.is/frettir/innlent/2014/05/17/enginn_lytalaeknir_skiladi_inn/ „Embætti landlæknis hafði borist gögn frá nokkrum læknum í gær“ Hér höfðu gögnin borist. Embætti landlæknis hafði ekkert færst úr stað. Því er setningin rétt þannig: Embætti landlæknis höfðu borist gögn frá nokkrum læknum í gær. Eða: Gögn frá nokkrum læknum höfðu borist embætti landlæknis í gær.” Hárrétt, …
Molar um málfar og miðla 1471
Þórhallur Jósepsson skrifaði (16.05.2014): ,,Sæll Eiður. Ég las í þætti 1470 réttmæta athugasemd frá Molavin um endurtekna notkun Fréttastofu Ríkisútvarpsins á orðinu „ferðamannaiðnaði.“ Mig langar að bæta ögn við þær vangaveltur. Enska orðið industry er í orðabókum gefið upp sem iðnaður. En, í enskunni er industry notað um margt fleira: Banking industry, airline industry, shipping …
Molar um málfar og miðla 1470
Molavin skrifaði:,,Enskuskotin hugtök eiga enn sterk ítök í fréttamáli, jafnvel þar sem góð, íslenzk heiti eru til. Á síðu ruv.is segir m.a. í frétt í dag (12.05.14): „Hann segir ferðamannaiðnaðinn á Íslandi í dag einkennast af fagmennsku og sé á heimsmælikvarða. Stacey skrifaði Samtökum ferðaþjónustunnar bréf…“ Í fréttinni er í tvígang talað um ,,ferðamannaiðnaðinn“ (e. travel industry) …
Molar um málfar og miðla 1469
Í fréttayfirliti hádegisfrétta Ríkisútvarpsins sl. sunnudag (11.05.2014) var sagt: Hin austurríska Conchita Wurst sigraði Júróvisjón með yfirburðum í gærkvöld. Sem sagt, söngvakeppnin steinlá. Var gjörsigruð. Enginn les yfir áður en lesið er yfir okkur. Í fréttum Ríkisútvarps (14.05.2014) frá Tyrklandi var sagt að lögreglan hefði beitt táragasi og vatnsdælum til að leysa upp …
Molar um málfar og miðla 1468
Trausti Harðarson benti á eftirfarandi frá af dv.is (07.05.2014): http://www.dv.is/frettir/2014/5/5/fjoldaframleida-metamfetamin-72H7GG/ ,,Norður-Kóreumenn fjöldaframleiða metamfetamín“. Hann segir: ,,Já, miklir menn eru Norður-Kóreumenn! Ætli þeir hafi kannski líka fundið aðferð til að fjöldaframleiða mjöl, loft og bensín? Til þessa hefur einungis verið unnt að fjöldaframleiða það sem hægt er að telja. Það sem ekki er teljanlegt, en …
Molar um málfar og miðla 1467
Bændurnir fylgjast með kindum á sængurlegunni, sagði fréttamaður Ríkissjónvarps (05.05.2014) um sauðburð fyrir norðan. Eru nú kindur farnar að leggjast á sæng? Molaskrifari hélt að sér hefðu misheyrst. Glöggur hlustandi vakti athygli hans á þessu. Molaskrifari hlustaði að nýju á fréttirnar. Jú, ekki um það að villast. Sængurlega sauðkinda er nú nýjasta nýtt. Trausti …