Molavin sendi Molum eftirfarandi: ,,Seinfærir foreldrar fái færri tækifæri“ – svona hljóðar fyrirsögn á ruv.is (04.05.14) – og þar með hefur fréttastofa Ríkisútvarpsins, eða amk. vefdeild hennar tekið upp þann ósið sem sézt hefur á öðrum miðlum, að nota viðgengingarhátt þar sem hann á ekki við og verður beinlínis villandi. Þetta er líka sérstakt í ljósi þess …
Molar um málfar og miðla 1465
Árni Helgason vakti athygli Molaskrifara á þessari frétt á dv.is (02.05.2014):,, Frétt úr DV á netinu í morgun: „… Ein kona reyndist vera í henni og aðstoðuðu slökkviliðsmenn hana út um glugga. Hún var síðan færð á slysadeild Landspítala Íslands til aðhlynningar. Annar íbúi í þessum stigagangi var einnig fluttur á slysadeild grunaður …
Molar um málfar og miðla 1464
Í fréttum Ríkissjónvarps (30.04.2014) var sagt um uppsagnir starfsmanna hjá tilteknu fyrirtæki, að vonir stæðu til að unnt yrði að endurráða flesta aftur. Hér hefði nægt að segja, að unnt yrði að endurráða flesta eða ráða flesta til starfa að nýju. Trausti Harðarson benti á þessa frétt á dv.is : http://www.dv.is/menning/2014/4/30/gomlum-vatnstanki-breytt-i-listaverk/ Í fréttinni …
Molar um málfar og miðla 1463
Í prentaðri dagskrá Ríkissjónvarpsins í Morgunblaðinu á þriðjudag og í sjónvarpsdagskrá,sem borin var heim til Molaskrifara fyrir nokkru voru Kastljós, framhaldsmyndaflokkurinn Castle og Nýsköpun – íslensk vísindi á kvölddagskrá Ríkissjónvarpsins á þriðjudag (29.04.2014) . Öllu þessu var hent út og dagskráin ekkert nema boltaleikir. Má nýr útvarpsstjóri sín einskis gegn ofríki íþróttadeildarinnar? En gamall …
Molar um málfar og miðla 1462
Molavin skrifaði (29.04.2014): ,,Ríkissjónvarpið sagði frá því í sunnudagskvöldfréttum (27.4.14) að Danir hefðu nú tekið upp þann sið að hafa matarleifar með sér heim af veitingastöðum. Heldur þykir mér þetta ókræsilegt og því ólíklegt, því Danir eru almennt ekki sóðar í matarmálum. Líklegra er að sá siður hafi nú verið tekinn þar upp – sem …
Molar um málfar og miðla 1461
Ofríki, mér liggur við að segja ofbeldi, íþróttadeildar Ríkissjónvarpsins náði nýjum hæðum í kvöld, þriðjudagskvöld (29.04.2014) þegar ekkert var á boðstólum nema íþróttir frá klukkan 1930 til klukkan 2200. Þetta er óboðleg dagskrárgerð. Nýr útvarpsstjóri verður að stöðva taumlausan yfirgang íþróttadeildar. Eftirfarandi var marglesið yfir okkur í fréttum Ríkisútvarpsins (28.04.2014) og er auk …
Molar um málfar og miðla 1460
Gríðarlegar rigningar eru taldar orsakavaldar flóðanna, var sagt í fréttum Stöðvar tvö (26.04.2014). Orsakavaldar? Mikil úrkoma olli flóðunum. Miklar rigningar voru orsök flóðanna. Það vefst fyrir sumum fréttamönnum Ríkisútvarpsins að hafa réttan framburð á heiti ríkisins Arkansas í Bandaríkjunum. Í átta fréttum (28.04.2014) var sagt að skýstrokkar, skýstrókar, eða hvirfilbyljir hefðu þar orðið tólf …
Molar um málfar og miðla 1459
Úr frétt frá forsætisráðuneytinu (25.04.2014): ,,Á fundinum voru tvíhliða samskipti landanna rædd, þ.m.t. eftirmálar Icesave deilunnar og endurgreiðslur úr þrotabúi gamla Landsbankans. “ Þetta er orðrétt úr frétt frá forsætisráðuneytinu.Er enginn sæmilega skrifandi maður eftir í forsætisráðuneytinu? Þetta er til skammar. Eftirmáli er kafli eða pistill í bókarlok.,,Niðurlagsorð ,texti aftan við meginmál”. Eftirmál eru eftirköst afleiðingar …
Molar um málfar og miðla 1458
Ljóst er að umfangsmikið verkefni bíður þingmönnum, (!!!) sagði fréttamaður Stöðvar tvö (23.04.2014) í upphafi fréttar um frumvarp til laga um veiðileyfagjald sem rætt verður á Alþingi eftir helgi. Það er slök verkstjórn á fréttastofu Stöðvar tvö að lesa ekki yfir handrit fréttamanna sem hafa ekki betri tök á móðurmálinu en þetta. Umfangsmikið verkefni bíður …
Molar um málfar og miðla 1257
GLEÐILEGT SUMAR! Fréttamenn verða að skilja orðatiltæki sem þeir nota í fréttum. Hvalveiðar Íslendinga hafa verið mikið í deiglunni síðustu misseri, sagði fréttamaður í fréttum Stöðvar tvö á annan í páskum (21.04.2014). Þegar sagt er að eitthvað sé í ídeiglunni, þá er verið að tala um eitthvað, sem er í undirbúningi eða í …