Molavin skrifaði ,,Hugleiðingu um hnignun fréttamáls” (20.04.2014): ,,Þegar ekkert er kennt og engum leiðbeint á ritstjórnum og fréttastofum fer málfarið smám saman að laga sig að lægsta samnefnara. Nýgræðingar éta upp vitleysu hver eftir öðrum; sérstaklega það sem þeim finnst hljóma fínt. Þetta er svolítið líkt því þegar foreldrar apa upp barnamál eftir smábörnum, …
Molar um málfar og miðla 1455
Fyrrum starfsbróðir benti á eftirfarandi á vef Ríkisútvarpsins (18.04.2014): ,,Einn er slasaður eftir gas-sprengingingu í World Class – Laugum við Sundlaugarveg í Laugardal í Reykjavík í morgun. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins var verið að kveikja upp í gas-arinn þegar að sprengingin varð. Ekkert liggur fyrir um skemmdir eða meiðsl þess sem slasaðist”. – Vönduð …
Molar um málfar og miðla 1454
Frá Molavin:,, Í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag, (17. 04.2014) sagði í frétt um ferjuslys að leit stæði yfir að ,,eftirlifendum.“ Hér fer fréttamaður rangt með hugtök. Rétt er að leit stóð yfir að farþegum (skólabörnum) sem kynnu að hafa komizt lífs af. En ,,eftirlifendur” eru aðstandendur hinna látnu. Í morgunútvarpi Rásar 2 var í gær, …
Molar um málfar og miðla 1453
Í fréttum Stöðvar tvö var um síðastliðna helgi sagt frá skógareldunum í Síle. Talað var um kröftuga vinda,sem gerðu að verkum að eldarnir breiddust hratt út. Eðlilegra hefði verið að tala um hvassviðri eða rok. Það er dálítill enskukeimur af því að tala um kröftuga vinda. Fréttamaður Stöðvar tvö (14.04.2014) sagði í frétt af …
Molar um málfar og miðla 1452
Hnökrar voru á málfari í fréttum Stöðvar tvö á föstudagskvöld (11.04.2014). Þar var sagt: ,, … hvort Fjármálaeftirlitið hefði gengið á eftir sparisjóðunum með þetta”. Rétt hefði verið að segja til dæmis: Hvort Fjármálaeftirlitið hefði gengið eftir því við sparisjóðina að …. Einnig sagði fréttamaður: ,, … hversu stuttan tíma þingmönnum var gefinn til …” …
Molar um málfar og miðla 1451
Molavin skrifaði (10.04.2014): Af vef mbl.is (10.4.14): ,,Alls slösuðust tólf, þar af tveir alvarlega þegar bifreið ók inn í leikskóla í bænum Orlando í Bandaríkjunum.“ – ,,Hér er óupplýst fréttabarn að verki. Orlando er stór borg en ekki bær, og hún er í ríkinu Flórída, sem er hluti Bandaríkjanna. Fyrir óvönduð vinnubrögð við fréttaskrif er Morgunblaðið búið að glata virðingu …
Molar um málfar og miðla 1450
Í íþróttafréttum Ríkissjónvarps (08.04.2014) kom bandaríska ríkið Connecticut við sögu. Íþróttafréttamaður talaði að minnsta kosti fjórum sinnum um /konnektikött/. Með áherslu á k-ið í miðju orðsins. K – ið á ekki að heyrast. Réttan framburð er auðvelt að finna á netinu. Til dæmis hér: https://www.youtube.com/watch?v=O8tfEz_KJYU Nafn ríkisins á ekkert skylt við ensku sögnina to connect, …
Molar um málfar og miðla 1449
Í hádegisfréttum Ríkisútvarps (07.04.2014) var talað um ástralskt sjóherskip ! Hver skyldi vera munurinn á sjóherskipi og herskipi? Kannski var þýtt úr ensku þar sem talað var um naval, navy vessel , ship ? KÞ sendi Molum línu (05.04.2014) og spyr: Hvað heita puttarnir? – Það er eins og gleymst hafi að kenna sumum …
Molar um málfar og miðla 1448
Í fréttayfirliti Ríkisútvarpsins, bæði á undan og eftir fréttum (05.04.2014), var sagt frá íþróttakappleik, sem fram hefði farið á Ólafsvík. Hvað segja vinir mínir í Ólafsvík? Heyrði aldrei nokkurn mann segja á Ólafsvík, þegar ég átti sem oftast leið þar um. Í fréttinni sjálfri var hinsvegar réttilega sagt í Ólafsvík. Fréttamenn Ríkisútvarpsins eiga að fylgja …
Molar um málfar og miðla 1447
Mikið er gaman þegar fréttatími Ríkissjónvarpsins byrjar með brandara. Þannig byrjuðu seinni fréttir á fimmtudagskvöld (03.04.2014). Sagt var frá myndbandi sem Samtök atvinnulífsins hafa látið gera um að við Íslendingar eigum heimsmet í að verja landið gegn erlendum kjúklingum! Þegar betur er að gáð er þetta fremur dapurlegur brandari um það hvernig arfavitlaus tollverndarstefna …