Molar um málfar og miðla 1446

Í auglýsingu, sem nær yfir heila opnu í Fréttablaðinu á fimmtudag (03.04.2014) frá fyrirtækinu LG, sem framleiðir meðal annars sjónvarpstæki, segir: ,,Í þúsundir ára hló fólk af hugmyndinni að jörðin væri kringlótt.” Þessi texti er hrákasmíð. Í fyrsta lagi hlær fólk ekki af hugmyndum. Hlegið er að hugmyndum. Í öðru lagi er jörðin er ekki …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1445

Step your staðreyndatékk upp gott fólk. Þetta skrifar aðstoðarmaður SDG forsætisráðherra, Jóhannes Þór Skúlason, á heimasíðu sína http://www.johannesthor.com/nyjustu-frettir-sannleikur-eda-lygi/ Enda segir í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar: ,, Ríkisstjórnin mun vinna að því að auka virðingu fyrir merkri sögu landsins, menningu þess og tungumálinu, innanlands sem utan.” Aðstoðarmaður forsætisráðherrans er greinilega önnum kafinn við að auka virðingu fyrir íslenskri …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1444

TH benti á eftirfarandi frétt af visir.is (30.03.2014): http://www.visir.is/vinkonur-johonnu-medal-theirra-fyrstu/article/2014140339992 ,,Hjónabönd samkynhneigðra fóru fram í fyrsta skipti í Bretlandi í gær.“ Hann segir: ,,Einhvern veginn finnst mér þetta ekki alveg ganga upp, enda er sagt, í fréttinni sjálfri, að hjónavígslur hafi farið fram, sem er dálítið annað.”   Meira frá sama um frétt á visir.is: http://www.visir.is/utlit-fyrir-ad-fritt-se-inn-a-geysissvaedid-i-dag/article/2014140339977 …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1443

Sóknarlega og varnarlega eru að verða helstu eftirlætisorð íþróttafréttamanna. Í íþróttafréttum Ríkissjónvarps (29.03.2014) var okkur sagt frá manni sem sigraði keppni. Það virðist erfitt að uppræta þessa ambögu. Þar kom líka við sögu kona sem missti andann!!!   TH benti á þetta af visir.is (30.03.2014):http://www.visir.is/-thetta-er-natturulega-alveg-gratlegt-/article/2014140339998 ,,Kepptust við að lyfta nýþungum steinum upp á tunnur“ Hann …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1442

Í inngangi fréttar í Ríkisútvarpinu (28.03.2014) um atkvæðagreiðslu um heimild til verkfallsboðunar hjá flugvallastarfsmönnum var sagt þeir væru að kjósa um verkfall. Ekki kann Molaskrifari að meta það orðalag. Í fréttinni talaði fréttamaður réttilega um að greiða atkvæði um verkfallsboðun. Þetta var sömuleiðis rétt í fréttinni á vef Ríkisútvarpsins: http://www.ruv.is/frett/fyrsta-vinnustoppid-yrdi-8april   Í fréttum Ríkisútvarpsins klukkan …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1441

Óralangt er síðan Molaskrifari síðast hlustaði á Virka morgna á Rás tvö í Ríkisútvarpinu. Hlustaði stundarkorn að morgni miðvikudags (26.03.2014). Þáttarstjórnendur höfðu orðið: Þetta er ekkert að gerast fyrir mig, sagði Andri Freyr Viðarsson. Nokkru síðar sagði Guðrún Dís: Maður getur skrikað fótur. Kannski þarf sérstakan málfarsleiðbeinanda við þennan þátt.   Af mbl.is (26.03.2013): Ljóst …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1440

Lesandi ,SIG, skrifaði (24.03.2014) vegna fréttar á dv.is: http://www.dv.is/frettir/2014/3/24/kolnar-nokkud-skart-ur-vestri/ ,,DV skrifaði upp af vef Vegagerðarinnar um breytingar á veðrinu (24.3). Bæði í fyrirsögn og upphafi fréttarinnar stóð: „Kólnar nokkuð skart úr vestri“. Þannig stóð þetta þar til eftirfarandi spurning var borin upp í athugasemdakerfinu: „Hvers konar skart er þetta sem kólnar? Armbönd og eyrnalokkar eða …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1439

Molavin skrifaði (21.03.2014):,, Úr mbl.is-frétt 21.3: ,,Þýfið hefur ekki fundist, en maðurinn hafði á brott fjármuni úr sjóðsvél.“ Hér étur blaðamaður upp orðrétt stofnanamál úr lögreglutilkynningu. Orðið ,,sjóðsvél“ er aldrei notað í daglegu tali. Þar er átt við peningakassa í afgreiðslu. Það ágæta orð þótti ekki nógu fínt þegar lög voru sett um upptöku virðisaukaskatts …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1438

Molavin skrifaði (19.03.2014): ,,Af Vísi í dag, miðvikudag: (Finnur Thorcaius skrifar) Hundurinn seldist á uppboði sjaldgæfra hunda í Kína og annar Canine hundur seldist á helming þessarar upphæðar.  Skyldi blaðamanninum vera ljós merking enska orðsins canine„? Sennilega ekki, segir Molaskrifari.   Molaskrifara þótti Magnús Geir Þórðarson, nýr útvarpsstjóri, ágætlega trúverðugur í viðtali í Kastljósi á þriðjudagskvöld …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1437

Af dv.is (15.03.2014). Hann þekkir vel til hjólreiða og starfaði meðal annars hjá Örninum í Reykjavík frá árinu 2010 til 2011. Starfaði hjá Örninum! Það var og. Erninum, hefði það átt að vera. Fákunnátta eða beygingahræðsla. Meira af dv.is: Skúli Gunnar Sigfússon benti á eftirfarandi á dv.is (15.03.2014): Þetta er í fyrsta skipti sem skólinn sigrar …

Lesa meira »

Older posts «

» Newer posts