«

»

Molar um málfar og miðla 424

Úr mbl.is (05.102010)  Rétt áður en mótmælunum lauk reyndu tveir ungir menn að bera garðbekk á bálkest sem slökkt hafði verið í á Austurvöll en gáfust upp á miðri leið. Ögn betra hefði verið að skrifa: Rétt áður en mótmælunum lauk reyndu tveir ungir menn að bera garðbekk  á bálköst,sem slökkt hafði verið í á  Austurvelli, en gáfust upp á miðri  leið.  Raunar ekki mikil frétt.

Pressan.is (05.10.2010):  Bubbi Morthens, tónlistarmaður mótmælti líka kröftuglega og heimtaði alvöru byltingu.  Um hvað er maðurinn að biðja? Blóðsúthellingar?  Er það leiðin til að losna við lúxusskuldirnar?

Í framhaldi af ummælum ágæts og verðlaunaðs leikstjóra (02.10.2010) , þá er hæpið að tala um að leika á bresku.  Orðabókin segir , að breska sé keltneskt mál í Wales, kymríska. Líklega hefur verið leikið á ensku.

  Í fyrirsögn í  Morgunblaðinu (04.10.2010) er talað um að afbyggja hugmyndir um hefðbundna þjónustu…. Í greininni er talað um að afbyggja verkefnin… Molaskrifari játar í  fullri hreinskilni að þetta á hann erfitt með  skilja. Sögnina afbyggjahefur hann aldrei heyrt. Hinsvegar hefur hann heyrt talað um byggð hafi lagist af, þegar   sveit eða  svæði hefur  farið í eyði..Síðar segir  í greininni:  Með aðkomu smærri fyrirtækja eins og  Vinunar geta  sveitarfélög breitt yfir  sértækari þjónustu….Þetta skilur Molaskrifari ekki heldur. Er greinarhöfundur  kannski   basla við að þýða  ensku sögnina  to  cover ? Að breiða  yfir , að ná yfir.   Stundum er eins og sérfræðingum sé kappsmál að skrifa sem lengst frá venjulegum lesendum.

Í hádegisfréttum Bylgjunnar (04.10.2010) var talað um að klæða sig vel og vera í vettlingum.  Málvenja er að tala um að vera með  vettlinga, ekki vera í vettlingum. Þó má vera, að sumum sé það orðalag tamt.

 Í IKEA auglýsingu í Morgunblaðinu (05.10.2010) segir í lýsingu á  sófaborði: Askarspónn. Hér hefði átt að standa  askspónn. Heiti trjátegundarinnar  askur beygist, – askur, ask , aski asks. Orðmyndin  askar er ekki til í þessu samhengi, en er auðvitað   rétt  fleirtölumynd af orðinu askur, þegar það merkir matarílát.  Sumir hafa asklok fyrir himin en allir vita nú að bókvitið verður látið í askana.

Skildu eftir svar

Netfang þitt mun ekki sjást.

Þú mátt nota þetta HTML tags og attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>