«

»

Molar um málfar og miðla 475

 Úr dv.is (29.11.2010): Uppljóstrunarsíðan Wikileaks er undir árás en forsvarsmenn síðunnar greina frá því á Twitter-síðu sinni. Á íslensku er ekkert til  sem heitir að vera undir árás.  Þetta er aulaþýðing úr ensku:  .. to be under attack.   Á  íslensku er  talað um a að verða fyrir  árs  eða  sæta árásum.

    Í þessum Molum hefur oft  verið hamrað á því hve  nauðsynlegt er að fréttamenn hlusti  á það sem þeir  sjálfir  lesa.   Þetta verður aldrei of oft  sagt. Í hádegisfréttum  Ríkisútvarpsins (30.11.2010) las reyndasti  fréttaþulur  stofnunarinnar að hækka ætti útsvarsprósentuna í Reykjavík  úr   þrettán komma  þremur prósentum í þrettán komma   tuttugu prósent.Það kom svo í ljós í fréttinni sjálfri að verið  var að hækka  prósentuna úr 13.03% í 13.20%. Þetta hefði reyndur maður átt að heyra.

 Annað dæmi af sama toga  mátti heyra í  sexfréttum Ríkisútvarpsins (30.11.2010), en þá  sagði fréttamaður, að Sigríður Ingibjörg Ingadóttir  væri formaður  Samfylkingarinnar. Þulur  leiðrétti þetta ekki  í lok fréttarinnar. Hann  hefur því líklega ekki verið að hlusta.  Fréttamenn hljóta að þekkja nöfn  formanna  íslensku  stjórnmálaflokkanna. Það er ekki löng  nafnaruna.

  Í  sjónvarpsauglýsingu  er  talað um hvað gerist, ef menn taki lögin í eigin hendur.  Molaskrifari er  vanur því að heyra  talað um  að taka  lögin í sínar  hendur. En  víst kann  svo að vera  að hin myndin sé einnig algeng.
 Úr dv.is (29.11.2010): Uppljóstrunarsíðan Wikileaks er undir árás en forsvarsmenn síðunnar greina frá því á Twitter-síðu sinni. Á íslensku er ekkert til  sem heitir að vera undir árás.  Þetta er aulaþýðing úr ensku:  .. to be under attack.   Á  íslensku er  talað um a að verða fyrir  árs  eða  sæta árásum.

    Í þessum Molum hefur oft  verið hamrað á því hve  nauðsynlegt er að fréttamenn hlusti  á það sem þeir  sjálfir  lesa.   Þetta verður aldrei of oft  sagt. Í hádegisfréttum  Ríkisútvarpsins (30.11.2010) las reyndasti  fréttaþulur  stofnunarinnar að hækka ætti útsvarsprósentuna í Reykjavík  úr   þrettán komma  þremur prósentum í þrettán komma   tuttugu prósent.Það kom svo í ljós í fréttinni sjálfri að verið  var að hækka  prósentuna úr 13.03% í 13.20%. Þetta hefði reyndur maður átt að heyra.

 Annað dæmi af sama toga  mátti heyra í  sexfréttum Ríkisútvarpsins (30.11.2010), en þá  sagði fréttamaður, að Sigríður Ingibjörg Ingadóttir  væri formaður  Samfylkingarinnar. Þulur  leiðrétti þetta ekki  í lok fréttarinnar. Hann  hefur því líklega ekki verið að hlusta.  Fréttamenn hljóta að þekkja nöfn  formanna  íslensku  stjórnmálaflokkanna. Það er ekki löng  nafnaruna.

  Í  sjónvarpsauglýsingu  er  talað um hvað gerist, ef menn taki lögin í eigin hendur.  Molaskrifari er  vanur því að heyra  talað um  að taka  lögin í sínar  hendur. En  víst kann  svo að vera  að hin myndin sé einnig algeng.

Skildu eftir svar

Netfang þitt mun ekki sjást.

Þú mátt nota þetta HTML tags og attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>