«

»

Molar um málfar og miðla 493

Í fréttatíma Stöðvar tvö (05.01.2011) var sagt frá verðbreytingum á  bílum, – verðlækkun á lúxusjeppum. Þá  spara ég mest á  að  versla Porsche-inn,  sagði   fréttamaður. Versla  Porsche-inn !Hvílíkt endemisbull. Kaupa  Porsche-inn átti hann við.

  Í sexfréttum Ríkisútvarps var    sagt frá lýsingu í Hvalfjarðargöngunum. Fréttamaður  sagði um lýsinguna: …  þó þurfi að bæta úr henni næst gangnamunnanum  beggja vegna ganganna.  Ekki  góð setning. Orðið göng   er fréttamönnum  stundum erfitt   viðfangs. Orðið beygist: göng, göng, göngum til ganga. Orðið  göngur  í merkingunni  fjárleitir beygist hinsvegar: göngur  göngur, göngum , gangna.  Því er  talað um gangnamenn, þá  sem  fara  til   fjárleita á fjöllum.  Þarna  ruglast menn stundum. Betri hefði  setningin hér að ofan  verið svona:  Þó þurfi að bæta  lýsinguna ( ekki úr henni) við gangamunnana (beggja megin).

    Það er að sjálfsögðu fréttnæmt hvern íþróttafréttamenn velja  íþróttamann ársins. Það er  hinsvegar ekki tilefni til  50 mínútna  beinnar útsendingar á besta tíma  kvölds á þessari einu  sjónvarps rás   ríkisins.  Nægt hefði að    segja og sýna frá   valinu í tíu fréttum   Ríkissjónvarpsins. Þetta er bara enn eitt  dæmið  um það hvernig  íþróttadeild   Ríkissjónvarpsins hefur  tekið  völdin við gerð dagskrár.  Í íþróttahúsi þjóðarinnar  við Efstaleiti er gengið út frá því að þjóðin öll standi á öndinni yfir íþróttafréttum. Svo er reyndar ekki.

 Í íþróttafréttum í tíufréttum Ríkissjónvarpsins (05.01.2011) voru ótal ambögur. Molaskrifari lætur  þó nægja að vitna  orða  íþróttafréttamannsins sem sagði um nýkjörinn íþróttamann ársins , að hann væri  tuttugu ára gamall, fæddur í Lettlandi árið  1982.  Enn  einu sinni lesið án þess að hlusta eða skilja.

Fyrirsögn á visir.is um jólin : Flugmenn Icelandair mokuðu snjóinn burt.    Málvenja  eru að tala um að moka   einhverju. Þess vegna hefði verið betra að segja: Mokuðu  snjónum burt. Þetta minnir  á vísuna  alkunnu eftir Pál J. Árdal:  

Ó hve margur yrði sæll,

og elska mundi landið heitt,

mætti hann vera í mánuð þræll

 og moka skít fyrir ekki neitt.  

Með þessu vísukorni  var hugmynd um þegnskylduvinnu,sem þá var mjög til umræðu, drepin  á augabragði.  

 Fréttir af þingflokksfundi VG bera  með sér að þar var ekkert samkomulag. Menn  hnakkrifust (hreinskiptnar umræður). Ásmundur Daði segist verja  ríkisstjórnina vantrausti. En hann  styður hana ekki. Hann segir að  ríkisstjórnin  verði að breyta um  stefnu. Taka upp hans  stefnu. Lilja Mósesdóttir segir fjölmiðla hafa  brugðist  í túlkun á  hjásetu  þremenninganna við fjárlagaafgreiðsluna. Erfitt er að skilja þau ummæli.

Í fréttatíma Stöðvar tvö (05.01.2011) var sagt frá verðbreytingum á  bílum, – verðlækkun á lúxusjeppum. Þá  spara ég mest á  að  versla Porsche-inn,  sagði   fréttamaður. Versla  Porsche-inn !Hvílíkt endemisbull. Kaupa  Porsche-inn átti hann við.

  Í sexfréttum Ríkisútvarps var    sagt frá lýsingu í Hvalfjarðargöngunum. Fréttamaður  sagði um lýsinguna: …  þó þurfi að bæta úr henni næst gangnamunnanum  beggja vegna ganganna.  Ekki  góð setning. Orðið göng   er fréttamönnum  stundum erfitt   viðfangs. Orðið beygist: göng, göng, göngum til ganga. Orðið  göngur  í merkingunni  fjárleitir beygist hinsvegar: göngur  göngur, göngum , gangna.  Því er  talað um gangnamenn, þá  sem  fara  til   fjárleita á fjöllum.  Þarna  ruglast menn stundum. Betri hefði  setningin hér að ofan  verið svona:  Þó þurfi að bæta  lýsinguna ( ekki úr henni) við gangamunnana (beggja megin).

    Það er að sjálfsögðu fréttnæmt hvern íþróttafréttamenn velja  íþróttamann ársins. Það er  hinsvegar ekki tilefni til  50 mínútna  beinnar útsendingar á besta tíma  kvölds á þessari einu  sjónvarps rás   ríkisins.  Nægt hefði að    segja og sýna frá   valinu í tíu fréttum   Ríkissjónvarpsins. Þetta er bara enn eitt  dæmið  um það hvernig  íþróttadeild   Ríkissjónvarpsins hefur  tekið  völdin við gerð dagskrár.  Í íþróttahúsi þjóðarinnar  við Efstaleiti er gengið út frá því að þjóðin öll standi á öndinni yfir íþróttafréttum. Svo er reyndar ekki.

 Í íþróttafréttum í tíufréttum Ríkissjónvarpsins (05.01.2011) voru ótal ambögur. Molaskrifari lætur  þó nægja að vitna  orða  íþróttafréttamannsins sem sagði um nýkjörinn íþróttamann ársins , að hann væri  tuttugu ára gamall, fæddur í Lettlandi árið  1982.  Enn  einu sinni lesið án þess að hlusta eða skilja.

Fyrirsögn á visir.is um jólin : Flugmenn Icelandair mokuðu snjóinn burt.    Málvenja  eru að tala um að moka   einhverju. Þess vegna hefði verið betra að segja: Mokuðu  snjónum burt. Þetta minnir  á vísuna  alkunnu eftir Pál J. Árdal:  

Ó hve margur yrði sæll,

og elska mundi landið heitt,

mætti hann vera í mánuð þræll

 og moka skít fyrir ekki neitt.  

Með þessu vísukorni  var hugmynd um þegnskylduvinnu,sem þá var mjög til umræðu, drepin  á augabragði.  

 Fréttir af þingflokksfundi VG bera  með sér að þar var ekkert samkomulag. Menn  hnakkrifust (hreinskiptnar umræður). Ásmundur Daði segist verja  ríkisstjórnina vantrausti. En hann  styður hana ekki. Hann segir að  ríkisstjórnin  verði að breyta um  stefnu. Taka upp hans  stefnu. Lilja Mósesdóttir segir fjölmiðla hafa  brugðist  í túlkun á  hjásetu  þremenninganna við fjárlagaafgreiðsluna. Erfitt er að skilja þau ummæli.

Skildu eftir svar

Netfang þitt mun ekki sjást.

Þú mátt nota þetta HTML tags og attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>