Tvær furðulegar villur voru í fréttum Ríkisútvarps í morgun (08.03.2011). Í sjö fréttum var sagt frá innbroti í fyrirtæki og sagt að lögreglan hefði getað rekið slóð þjófsins. Lögreglan gat rakið slóð þjófsins í nýsnævinu. Eitt er að reka, annað að rekja og ætti raunar ekki að þurfa að eyða mörgum orðum í að útskýra muninn á merkingu þessara tveggja algengu sagnorða.
Hin villan var öllu undarlegri. Fréttamaður hvatti menn til að skafa rúður af bílrúðum. Var að mælast til þess að snjór væri hreinsaður af bílrúðum. Molaskrifari leit á þetta sem hvert annað mismæli þangað til nákvæmlega sama orðalag var endurtekið í fréttayfirliti klukkan hálf átta. Þá var ljóst að þetta var ekki mismæli. Fréttamenn verða að skilja þann texta sem þeir lesa og þeir verða að hlusta á eigin lestur. Á þessu er misbrestur, en þetta er mikilvægt. Svo getur líka verið ágætt að lesa fréttir yfir áður en farið er að hljóðnemanum.
Eftirfarandi tilvitnun er af vef Ríkisútvarpsins frá því um helgina: „Þau [Jón Ásgeir og Ingibjörg Pálmadóttir] verða því ekki á vonarvöl þótt Gaumur og önnur fyrirtæki úr hinu mikla útrásarveldi verði gjaldþrota, -að minnsta kosti ekki á meðan fólk heldur áfram að kaupa áskrift að stöð tvö eða lesa fréttablaðið.“ Rétt er að fram komi, að þessi ummæli voru fljótlega fjarlægð af vefnum. Lentu þar að líkindum fyrir klaufaskap . Ummælin voru ekki viðhöfð er fréttin var flutt í fréttatíma Ríkissjónvarpsins. Þessu er rétt að halda til haga, í ljósi þess ,sem hér var áður sagt.
Góðvinur Molanna sendi eftirfarandi: „Nú eru örlögin komin með hegðunarvandamál, sbr. bls 13 í Sunnudagsmogga, 6.mars. Hegðunarvandmál örlaganna lýsti sér í því setja ungan mann í prentaranám eða eins og segir í fyrirsögn:
Skildu eftir svar