«

»

Molar um málfar og miðla 554

Í fréttum Ríkissjónvarps (09.03.2011) sagði fréttamaður: … ekki að taka á innflytjendum neinum vettlingatökum.  Molaskrifari hefði kunnað því betur, ef  fréttamaður hefði sagt: … ekki taka innflytjendur neinum vettlingatökum.

  Það var gott framtak hjá Ríkissjónvarpinu að sýna okkur útsendingu japanska sjónvarpsins NHK  frá hinum hrikalegu  hamförum,sem gengið hafa yfir  Japan. 

 Í tengslum við handtökur  Kaupþingsmanna í Bretlandi  talaði fréttamaður Stöðvar tvö  (09.03.2011) um stórar aðgerðir. Betra hefði verið að tala um umfangsmiklar aðgerðir.  Í sama fréttatíma  sagði fréttaþulur: … kostnaður við  ferðalög  forsetahjónanna til útlanda voru samtals  tíu milljónir…. Kostnaður  voru ekki , kostnaður var. Undarlegt að reyndur  þulur skuli ekki heyra sig   lesa    svona ambögu.

 Í morgunútvarpi Rásar eitt (11.03.2011) var  rætt  við  mann,sem  titlaður var frumkvöðull , en  hann hafði  komið á fót  fyrirtæki  sem  annast milligöngu um leigu á  sumarbústöðum.  Hefur  ekki slíkt  fyrirtæki verið  starfandi hér í nokkur ár? Molaskrifari man ekki betur, en ef til vill er það misminni.

 Vinstri græn  vilja  tækla ofurlaun með sköttum, segir í fyrirsögn á  dv. is.  Þetta er  ekki  boðleg íslenska í fyrirsögn á íslenskum  vefmiðli.  Fyrirsögnin er blaðsins. Hún er ekki frá  vinstri grænum.  Að tækla er slangur hjá íþróttafréttamönnum. Sögnin á ekkert erindi  í okkar daglega mál. 

 Það á að  vera hægt að treysta því að  fjölmiðlar segi    satt og  rétt frá. Útvarp Saga  getur ekki einu sinni  sagt hlustendum sínum rétt frá því hvað klukkan er, hvorki hér á landi  né  annarsstaðar. Í morgunútvarpi Útvarps  Sögu  (11.03.2011) var sagt að klukkan  væri  að verða hálf níu. Þá var klukkan að verða  hálfátta. Örstuttu  síðar var verið að  fjalla um jarðskjálftana í Japan og  sagt: Nú er  nótt þar. Þá var klukkan í Japan  16 30  eða hálf  fimm síðdegis.  Meira ruglið.

 Molaskrifari þykist ekki vera nein pempía, en bæklingur sem   stungið var inn um póstlúguna á heimili hans  frá  Fjölbrautaskólanum í Garðabæ reyndist  við skoðun langt handan  við velsæmismörkin. Í bæklingnum er  verið að kynna  söngleik  sem  nemendur skólans setja á svið og þar eru birtir  textar úr  söngleiknum.  Í sem skemmstu máli eru textarnir að uppistöðu subbulegt klám á hrognamáli. Bæklingurinn verður endursendur  til skólans.  Hann ætti ekki að liggja á glámbekk (Klámbekk?) á heimilum þar sem börn eru.  

Í fréttum Ríkissjónvarps (09.03.2011) sagði fréttamaður: … ekki að taka á innflytjendum neinum vettlingatökum.  Molaskrifari hefði kunnað því betur, ef  fréttamaður hefði sagt: … ekki taka innflytjendur neinum vettlingatökum.

  Það var gott framtak hjá Ríkissjónvarpinu að sýna okkur útsendingu japanska sjónvarpsins NHK  frá hinum hrikalegu  hamförum,sem gengið hafa yfir  Japan. 

 Í tengslum við handtökur  Kaupþingsmanna í Bretlandi  talaði fréttamaður Stöðvar tvö  (09.03.2011) um stórar aðgerðir. Betra hefði verið að tala um umfangsmiklar aðgerðir.  Í sama fréttatíma  sagði fréttaþulur: … kostnaður við  ferðalög  forsetahjónanna til útlanda voru samtals  tíu milljónir…. Kostnaður  voru ekki , kostnaður var. Undarlegt að reyndur  þulur skuli ekki heyra sig   lesa    svona ambögu.

 Í morgunútvarpi Rásar eitt (11.03.2011) var  rætt  við  mann,sem  titlaður var frumkvöðull , en  hann hafði  komið á fót  fyrirtæki  sem  annast milligöngu um leigu á  sumarbústöðum.  Hefur  ekki slíkt  fyrirtæki verið  starfandi hér í nokkur ár? Molaskrifari man ekki betur, en ef til vill er það misminni.

 Vinstri græn  vilja  tækla ofurlaun með sköttum, segir í fyrirsögn á  dv. is.  Þetta er  ekki  boðleg íslenska í fyrirsögn á íslenskum  vefmiðli.  Fyrirsögnin er blaðsins. Hún er ekki frá  vinstri grænum.  Að tækla er slangur hjá íþróttafréttamönnum. Sögnin á ekkert erindi  í okkar daglega mál. 

 Það á að  vera hægt að treysta því að  fjölmiðlar segi    satt og  rétt frá. Útvarp Saga  getur ekki einu sinni  sagt hlustendum sínum rétt frá því hvað klukkan er, hvorki hér á landi  né  annarsstaðar. Í morgunútvarpi Útvarps  Sögu  (11.03.2011) var sagt að klukkan  væri  að verða hálf níu. Þá var klukkan að verða  hálfátta. Örstuttu  síðar var verið að  fjalla um jarðskjálftana í Japan og  sagt: Nú er  nótt þar. Þá var klukkan í Japan  16 30  eða hálf  fimm síðdegis.  Meira ruglið.

 Molaskrifari þykist ekki vera nein pempía, en bæklingur sem   stungið var inn um póstlúguna á heimili hans  frá  Fjölbrautaskólanum í Garðabæ reyndist  við skoðun langt handan  við velsæmismörkin. Í bæklingnum er  verið að kynna  söngleik  sem  nemendur skólans setja á svið og þar eru birtir  textar úr  söngleiknum.  Í sem skemmstu máli eru textarnir að uppistöðu subbulegt klám á hrognamáli. Bæklingurinn verður endursendur  til skólans.  Hann ætti ekki að liggja á glámbekk (Klámbekk?) á heimilum þar sem börn eru.

Skildu eftir svar

Netfang þitt mun ekki sjást.

Þú mátt nota þetta HTML tags og attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>