Dyggur lesandi og velunnari Molanna sendi eftirfarandi:
Núna á allra síðustu árum, jafnvel misserum, að því er mér virðist, hefur það færst í vöxt í fjölmiðlum, einkum þó vefmiðlum, að notað sé nefnifall þegar annað fall ætti að vera samkvæmt framhaldinu. Þetta er orðið svo algengt, að helst virðist mér þetta vera annað hvort ný stefna í framsetningu ellegar faraldur. Eiginlega botna ég ekkert í þessari þróun. Mér finnst þetta ákaflega hvimleitt, að ekki sé nú meira sagt. Mjög oft er hér um að ræða nafn í upphafi málsgreinar. Hann nefnir svo eftirfarandi dæmi: Íranskur blaðamaður …. hefur verið bjargað úr klóm yfirvalda í Líbíu. (mbl.is)Það er hverju orði sannara að dæmi um svona málfar í fjölmiðlum eru orðin óþægilega mörg og nálgast vera daglegt brauð. það er slæm þróun.
Fréttamaður á Stöð tvö tók svo til orða að eitthvað skipti lykilmáli (15.03.2011). Það finnst Molaskrifara ekki vel að orði komist. Betra: Skiptir meginmáli, skiptir öllu máli,skiptir miklu máli.
En verð á tunnu af Norðursjávarolíu til afgreiðslu í næsta mánuði seldist á rúma 110 dali við lokun markaða. Ótrúlegt að þrautreyndur þulur skuli lesa svona rugl í kvöldfréttatíma Ríkisútvarpsins (15.03.2011). Verð selst ekki fyrir tiltekna upphæð. Það er út í hött að taka þannig til orða. Hér hefði til dæmis mátt segja: Tunna af Norðursjávarolíu til afhendingar í næsta mánuði kostaði rúma 110 dali við lokun markaða.
Úr mbl.is (16.03.2011): Rekstraraðilar í samgöngumálum milli lands og Eyja telja ástæðu til bjartsýni. Allsstaðar eru þessir aðilar ! Rekstraraðilar í samgöngumálum. Það var og.
Lesendum Morgunblaðsins er í auglýsingu (17.03.2011) boðin þjónusta stóðhests. Í fyrirsögn segir: Kveikur frá Varmaland.Hér er bæjarnafnið Varmaland notað óbeygt. Fyrirsögin hefði átt að vera: Kveikur frá Varmalandi.
Dyggur lesandi og velunnari Molanna sendi eftirfarandi:
Núna á allra síðustu árum, jafnvel misserum, að því er mér virðist, hefur það færst í vöxt í fjölmiðlum, einkum þó vefmiðlum, að notað sé nefnifall þegar annað fall ætti að vera samkvæmt framhaldinu. Þetta er orðið svo algengt, að helst virðist mér þetta vera annað hvort ný stefna í framsetningu ellegar faraldur. Eiginlega botna ég ekkert í þessari þróun. Mér finnst þetta ákaflega hvimleitt, að ekki sé nú meira sagt. Mjög oft er hér um að ræða nafn í upphafi málsgreinar. Hann nefnir svo eftirfarandi dæmi: Íranskur blaðamaður …. hefur verið bjargað úr klóm yfirvalda í Líbíu. (mbl.is)Það er hverju orði sannara að dæmi um svona málfar í fjölmiðlum eru orðin óþægilega mörg og nálgast vera daglegt brauð. það er slæm þróun.
Fréttamaður á Stöð tvö tók svo til orða að eitthvað skipti lykilmáli (15.03.2011). Það finnst Molaskrifara ekki vel að orði komist. Betra: Skiptir meginmáli, skiptir öllu máli,skiptir miklu máli.
En verð á tunnu af Norðursjávarolíu til afgreiðslu í næsta mánuði seldist á rúma 110 dali við lokun markaða. Ótrúlegt að þrautreyndur þulur skuli lesa svona rugl í kvöldfréttatíma Ríkisútvarpsins (15.03.2011). Verð selst ekki fyrir tiltekna upphæð. Það er út í hött að taka þannig til orða. Hér hefði til dæmis mátt segja: Tunna af Norðursjávarolíu til afhendingar í næsta mánuði kostaði rúma 110 dali við lokun markaða.
Úr mbl.is (16.03.2011): Rekstraraðilar í samgöngumálum milli lands og Eyja telja ástæðu til bjartsýni. Allsstaðar eru þessir aðilar ! Rekstraraðilar í samgöngumálum. Það var og.
Lesendum Morgunblaðsistóðhests. Í fyrirsögn segir: Kveikur frá Varmaland.Hér er bæjarnafnið ns er í auglýsingu (17.03.2011) boðin þjónusta Varmaland notað óbeygt. Fyrirsögin hefði átt að vera: Kveikur frá Varmalandi.
Skildu eftir svar