«

»

Óheiðarleg fjölmiðlun

 Það er óheiðarleg fjölmiðlun, þegar   fjölmiðill vísvitandi  gefur  rangar upplýsingar, segir  rangt  frá  eða segir aðeins frá því sem  fjölmiðillinn telur  henta sínum málstað.  Þeir  sem hlusta á útvarp Sögu kannast við þetta. Það er  hinsvegar nýtt að   Morgunblaðið skuli nú vera  orðið óheiðarlegur  fjölmiðill. Ýmist þegir  það  yfir  staðreyndum , sem  koma  skoðunum  stjórnenda blaðsins illa eða  það ástundar að  segja  lesendum sínum hálfsannleika ,sem  gefur  alranga mynd að því sem um er fjallað.Gott  dæmi um þetta er  forsíðufyrirsögn og   frétt inni í blaðinu (18.03.2011) um  að fé  fáist til  Íslands að nýju og  erlend fjármögnun íslenskra fyrirtækja  nái skriði á ný. Tilefnið er að Norræni fjárfestingarbankinn ætlar að lána   þriðjung af framkvæmdakostnaði við Búðahalsvirkjun að því tilskyldu að takist að  fjármagna  verkið  allt.  Í umfjöllun  blaðsins er  þess látið  rækilega ógetið,sem  forstjóri  Landsvirkjunar   sagði kvöldið áður  en   Ef  Icesavesamingurinn yrði felldur, mundu lán líklega fást, en  þau yrðu  dýrari og til skemmri  tíma  en  ef samningurinn yrði samþykktur.  Í þessu tilviki ber blaðið  hálfsannleik á  borð fyrir lesendur sína  vegna þess að  hentar málstaðnum.  Þetta er óheiðarleg fjölmiðlun.   Það er  svo  líka dæmi einkennilega fjölmiðlum  í Hádegismóum þessa daga,  að  yfirlýsingu  sjö hæstaréttarlögmanna  gegn  Icesave  var hampað sem stórasannleik í blaðinu, en  þegar  átta hæstaréttarlögmenn leggja til  að Icesavesamningurinn verði samþykktur er þeim einstaklingum fundið flest til foráttu og  leiðarahöfundur  gerir  gys að málflutningi þeirra og  sakar þá  um þýlund.  Talandi um þýlund er það  svo athyglisvert að  við hlið  leiðarans  skrifar einn af blaðamönnum blaðsins pistil  til að lofsyngja  skoðanir húsbænda sinn á  á Icesave. Morgunblaðið  situr nú í innilegum faðmlögum á bekk með Útvarpi  Sögu.  Það  fer ekki illa á því..

Skildu eftir svar

Netfang þitt mun ekki sjást.

Þú mátt nota þetta HTML tags og attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>