«

»

Molar um málfar og miðla 560

Það hefur  orðið svolítið hlé á Molaskrifum og kemur þar einkum tvennt til. Skipt var um  innvols  í tölvu skrifara og  um  skeið var þar  allt á tjá og tundri, en komst í lag  með góðra mann hjálp  hérlendir os  erlendis.  Þá  bættist það  við  að vegna  annarra  verka og áhugamála  fóru   fréttatímar  að mestu   framhjá skrifara í 2-3  daga.  Smám saman  ættu   hlutir að færast í samt  horf.

Vert er að vekja athygli á prýðilegum Tungutakspistli  Svanhildar Kr. Sverrisdóttur  í  Sunnudagsmogga. Hún skrifar af yfirvegum  um slanguryrði og  notkun þeirra.

  Hann var svolítið sérkennilegur áttafréttatíminn í Ríkisútvarpinu (19.03.2011). Þar var prýðilegt  sagt frá því sem var að gerast í umheiminum, en  svo var eins og ekkert hefði gerst á Íslandi. Ein innlend  körfuboltafrétta ( að sjálfsögðu) og   yfirlit um veður. Ekkert var sagt frá   færð. Hafði þó  snjóað talsvert á   Suður og Vesturlandi og í höfuðborginni var óvenju mikill snjór.  Vafalaust hefur  einhverja fýst að  vita  svolítið um  færð á  vegum´, þó ekki væri nema í nágrenni  stærstu  byggðakjarna landsins.  Það hafði sem sagt ekkert  gerst á Íslandi  , nema hvað leikinn hafði verið einn körfuboltaleikur.

 Úr mbl. is (17.03.2011): Bíllinn var hlaðinn mysu og lak hún út úr bílnum og mynduðust býsna miklir mysupollar,… Það er ekki mjög vel að orði komist  að segja að bíllinn  hafi verið  hlaðinn mysu.  Betra hefði  verið að  segja að  þetta hefði  verið tankbíll að flytja mysu.

 Es. Eftir  tölvubreytinguna hjá Molaskrifara  hefur verið kvartað yfir  smáu letri á  þessum pistlum. Er svo enn?

Skildu eftir svar

Netfang þitt mun ekki sjást.

Þú mátt nota þetta HTML tags og attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>