«

»

Opið hús í Fútastovu

Fútastova ofl. 102 Í Færeyjum er  gríðarlegur íþróttaáhugi. Hér  í Þórshöfn gleðjast vinir okkar yfir  frammistöðu íslenska handboltaliðsins. Hamingjuóskum rigndi yfir  ræðismann í SMS  eða  Sölumiðstöðinni í morgun. Raunar rignir svo mikið í dag að  öllu flugi var aflýst um hádegi vegna  þoku og  roks í Vágum. Vélin sem átti að koma frá Íslandi í gærkveldi kemur  því ekki fyrr en á morgun, — vonandi

Í fyrramálið klukkan 08:30  verður opið  hús í Fútastovu þar sem hægt  verður að  fylgjast með leiknum á  stórum skjá. Þangað eru allir velkomnir.

Skildu eftir svar

Netfang þitt mun ekki sjást.

Þú mátt nota þetta HTML tags og attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>