Í Færeyjum er gríðarlegur íþróttaáhugi. Hér í Þórshöfn gleðjast vinir okkar yfir frammistöðu íslenska handboltaliðsins. Hamingjuóskum rigndi yfir ræðismann í SMS eða Sölumiðstöðinni í morgun. Raunar rignir svo mikið í dag að öllu flugi var aflýst um hádegi vegna þoku og roks í Vágum. Vélin sem átti að koma frá Íslandi í gærkveldi kemur því ekki fyrr en á morgun, — vonandi
Í fyrramálið klukkan 08:30 verður opið hús í Fútastovu þar sem hægt verður að fylgjast með leiknum á stórum skjá. Þangað eru allir velkomnir.
Skildu eftir svar