Það var fullt út úr dyrum í Fútastovu í morgun. Þangað komu 50-60 manns, – fleiri komust ekki fyrir með góðu móti. Margir Íslendingar voru í hópnum og meðal Færeyinganna voru Íslandsvinir, Lögþingsmenn og Högni Höydal utanríkisráðherra. „Við vinnum „, sögðu Færeyingar áður en leikurinn byrjaði. Stemmingin var frábær.
Frakkarnir reyndust ofjarlar okkar. Við því er ekkert að segja. Þótt við töpuðum fyrir þeim unnum við samt.
Afrek íslensku handboltamannanna er stórkostlegt og allt var þetta þetta ógleymanleg upplifun.
Ekki þótti mér verra er ég uppgötvaði að ég átti frænda í liðinu, en þetta er nú bara mont !
Það var mikið kaffi drukkið í sendiráðinu eins og Færeyingar kalla aðalræðisskrifstofuna í Fútastovu. Held ég hafi hellt níu sinnum upp á könnuna.
Sjá myndir hér til hliðar, – ekki nógu glúrinn til að koma þeim inn í textann.
Skildu eftir svar