«

»

Gamall ósiður

Það er gamall ósiður, að þingmenn  breyti  ræðum eftir  flutning og  fyrir prentun í þingtíðindum. Sennilega er þetta frá þeim  tíma er  þingritarar handskrifuðu ræður  eftir  þingmönnum. Þá  gat verið hætta  á misheyrn eða  misskilningi. Svo varð  Alþíngi  fyrst þjóðþinga í veröldinni    til að  taka  ræður þingmann  upp á  segulband,  eða  stálþráð eins og þá var notaður  til hljóðritunar. Þá  hefði átt að  hætta þessum  yfirlestri. 

Þessi ræðulestur og  leiðréttingar vöktu mér  nokkra undrun er ég kom  á þing  1978. Algengt var að  sjá  þingmenn  og  ekki síður  ráðherra sitja   lon og  don, lesa og leiðrétta, og  oft  krota mikið. Svo  var það  einhverju sinni í upphafi  þingsetu  minnar að  ég sá   Stefán Jónsson  taka  við ræðuhandriti úr  hendi  þingvarðar,  hann setti  stafina sína á það  og  rétti honum  blaðabunkann  aftur. – Hvað er þetta, lestu  þetta ekki yfir  , spurði ég ? Nei , sagði  Stefán,  það sem ég hef  sagt hef  ég sagt.  Ræður  eru ekki fluttar  á  bókmáli. Þetta verður bara að standa eins og það var    sagt.  Þetta  tók ég mér   til  fyrirmyndar.

Stefán  hefði  sjálfsagt ekki  þurft  að hnika   til orði, þótt hann hefði lesið yfir. Hann var einstaklega vel   máli farinn eins og  við mörg  munum og  ekki  síður  ritfær. Ég hef  alltaf  haft sérstakt  dálæti á  bók hans Að  breyta fjalli   Hún er meistaraverk.

mbl.is Alþingi tryggi að þingræðum verði ekki breytt

Skildu eftir svar

Netfang þitt mun ekki sjást.

Þú mátt nota þetta HTML tags og attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>