«

»

Molar um málfar og miðla 580

·                                 Fréttastofa ríkisins í Efstaleiti básúnar ánægju Ólafs Ragnar Grímssonar með góða kjörsókn, en stingur yfirlýsingu fyrrverandi forseta Íslands Vigdísar Finnbogadóttur um afstöðu hennar til Icesave undir stól. Fréttstofan sýnir Vigdísi takmarkalausa fyrirlitningu. Þeir sem þessa ákvörðun tóku eru ekki starfi sínu vaxnir. Þetta eru svo vítaverð vinnubrögð að engu tali tekur. Stjórnendur  Ríkisútvarpsins hafa með þessu gerst sekir um alvaraleg afglöp í starfi. Geta má sér þess til að þarna  hafi  hræðslan við ritstjóra Morgunblaðsins ráðið mestu um að fela  afstöðu Vigdísar til Icesave fyrir  þjóðinni. Ritstjóri  Morgunblaðsins kallar nefnilega fréttastofu ríkisins Óðinsvé, þegar vel liggur á honum. Það þykir víst ekki mjög fyndið í Efstaleitinu.

 

Útsending  dagskrár Rásar tvö í Ríkisútvarpinu   var undarlega skrykkjótt undir morgun (08.04.2011).  Veðurfregnum klukkan 04 30  seinkað um  átta eða níu mínútur, það vantaði framan á  veðurfréttirnar og svo kom langt hlé. Engin afsökunarbeiðni, eða skýring, –  það er eins og kurteisi kosti peninga í Efstaleitinu, og þeir kvarta sífellt um  blankheit.    En eins og  segir í auglýsingunni:  Rás  tvö,  spennandi dagskrá. Þú veist aldrei hvað kemur næst.

 

Í fimmfréttum  Ríkisútvarpsins var sagt: … fyrr í dag rændu  sjóræningjar þýskt  flutningaskip.  Hér hefði átt að segja:  … fyrr í dag rændu sjóræningjar þýsku flutningaskipi.  Það er munur á því að ræna skip og  ræna skipi.  Í sama fréttatíma  var sagt: Í tilkynningu frá Lífeyrissjóð  verslunarmanna segir…. Hér  hefði átt að beygja heiti  lífeyrisssjóðsins og segja: Í  tilkynningu frá Lífeyrissjóði verslunarmanna…. Í  sexfréttum  sama miðils var talað um  reðasafn á Húsavík. Líklega hefði átt að  tala um  reðrasafn, því fleirtölumyndin reða fyrirfinnst ekki.

Rétt er að hrósa  fréttastofu Ríkissjónvarpsins (08.04.2011)  fyrir að segja  fyrst fjölmiðla skýrt og skorinort frá því hvað vændiskaupamál  kennarans á  Akranesi í rauninni snerist um.

Fréttaþulir Stöðvar tvö  eru sífellt að segja  Molaskrifara að fara ekki langt. Hann er  yfirleitt ekki að fara  eitt eða neitt, þegar hann situr í makindum og  horfir og hlustar á fréttir.

 Kjörstaðir opna, sagði fréttamaður Stöðvar tvö (08.04.2011). Hvað opna kjörstaðir, spyr Molaskrifari í hundraðasta sinn.

3 athugasemdir

Ekkert ping ennþá

  1. Eiður skrifar:

    Takk fyrir. Það hefur verið einhver stífla í kerfinu. Athugasemdir runnu inn í morgun.

  2. Þorvaldur Sigurðsson skrifar:

    Er ekki hægt að skoða athugasemdir hér? Tæplega er það orðið svo að þú sért ekki virtur viðlits?

  3. Elís Rúnarsson skrifar:

    Til hamingju með síðuna, alvöru bloggarar blogga á eigin, sjálfstæða síðu.

Skildu eftir svar

Netfang þitt mun ekki sjást.

Þú mátt nota þetta HTML tags og attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>