«

»

Molar um málfar og miðla 581

 

Molaskrifar játar það á sig, að hann áttar sig ekki því hvað   andstæðingar   Icesave-samningsins eiga við, þegar þeir  segja að nú þurfi að kynna málstað Íslendinga erlendis. Hverjum á að kynna hvað ?  Það  skilja allir sem  fylgjast með fréttum að 60% kjósenda sögðust  ekki vilja  borga  Bretum og Hollendinga það fé sem stjórnvöld þar hafa greitt þeim sem Landsbankamenn rændu. Íslensk  stjórnvöld  Seðlabanki og    Fjármálaeftirlitið létu  ræningjana komast upp með þetta. Málið er komið í farveg. Í því verður  dæmt.  Við þurfum  fyrst og fremst  hæfa lögfræðinga  til að  flytja okkar mál. Það er   regin misskilningur að  hefja þurfi  einhverja kynningarherferð erlendis.

 Umfjöllun  fréttastofu Ríkisútvarpsins  um niðurstöður kosninganna í sunnudagshádegi var  skýr og greinargóð. Á laugardaginn   margendurtók  fréttastofan ánægjuyfirlýsingar  Ólafs Ragnars Grímssonar um mikla kjörsókn.  En þar á bæ  fór  söguleg yfirlýsing  Vigdísar Finnbogadóttur beint í  ruslakörfuna. Það eru þessi  faglegu vinnubrögð  sem fréttastofan er alltaf að hæla sér af.

Fyrir nokkru var hér vitnað til ummæla  Egils Ólafssonar leikara og söngvara og talið að í þeim væri málvilla.  Molaskrifaði  afritaði ummæli  Egils  af vefnum og þar  var rangt haft eftir  Agli. Málfræðilega var auglýsing hans rétt og er hann beðinn velvirðingar á  ummælum um málfar í  auglýsingunni.  Auglýsingin var hinsvegar skelfilega vond. Ekki má  á milli  sjá hvor auglýsingin var verri, þessi barnaauglýsing Egils  eða hákarlsauglýsing já- sinna.

3 athugasemdir

Ekkert ping ennþá

  1. Eiður skrifar:

    Það er mörg snilldin ! Veit ekki betur en tekin hafi verið ákvörðun um það á fréttastofu Ríkisútvapsins að birta ekki yfirlýsingu Vigdísar.

  2. Valur Kristinsson skrifar:

    Ég heyrði ekki betur en að yfirlýsing Vigdísar Finnbogadóttur hafi verið í hádegisfréttum RUV á laugardaginn.

  3. Dellukarl skrifar:

    „Ég var fyrir utan pósthúsið í Garðabænum þegar ég ætlaði að taka grínmyndband til þess að setja á Facebook og óska öllum gleðilegt sumar,“ segir Sævar Már Kjartansson, sem fyrir hreina tilviljun náði myndbandi af eldingu sem sló niður sunnan við Hafnarfjörð. (Af visir.is)

    Lögreglunni á Selfossi barst tilkynning um bifreið sem hafði farið utan vegar laust fyrir miðnætti í gær. Ölvaður ökumaður sat við stýri, en hann hafði ekið bílnum út af Hamarsvegi í Villingaholtshreppi. Maðurinn gisti í fangageymslu lögreglu í nótt.
    (Af mbl.is)

    Tvö dæmi um snilld íslenskra blaðamanna tekin af handahófi.

Skildu eftir svar

Netfang þitt mun ekki sjást.

Þú mátt nota þetta HTML tags og attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>