Hvað á að kalla það, þegar alda samúðar með ljósmæðrum rís með þjóðinni og nær allir virðast á einu máli um að leiðrétta beri laun þeirra með tillitli til menntunar og fjölmargir taka fram að aðrar stéttir geti ekki byggt kröfur á því hvernig samið verði við ljósmæður ?
Svo er samið við ljósmæður um verulega launahækkun komið mjög til móts við kröfur þeirra og þá kemur hver talsmaðurinn fram á fætur öðrum og segir að sjálfsagt sé að allir fái sömu launahækkun og ljósmæður fengu.
Á nútímamáli ætti sjálfsagt að segja: „Ég er ekki alveg að skilja þetta“. En ég segi bara: Mér er ómögulegt að skilja þá talsmenn fjölmennra samtaka sem fyrst segja að samningar við ljósmæður geti ekki verið fordæmi fyrir aðra hópa en krefjast svo sömu hækkunar og ljósmæður náðu fram.
Kannski heitir þetta bara tvöfeldni.
Skildu eftir svar