Sannast sagna hélt ég að mér hefði misheyrst er ég heyrði forseta Íslands tala um „sovereign“ í sambandi við fullveldisdaginn í ræðu sem hann flutti við setningu Alþingis í dag.
Mér misheyrðist ekki. Forseti Íslands sagði:
„Innan tíðar, 1. desember, verða 90 ár liðin frá því að þjóðin varð fullvalda
— „sovereign“ eins og það er nefnt á ýmsum tungum.“
„Sovereign“ er enska orðið yfir fullveldi. það er ekki talað um „sovereign“ á neinni tungu nema ensku þótt samstofna orð sé að finna í öðrum málum , „souveraine“ á frönsku og „souverän“ á þýsku , fari ég rétt með.
Forseti Íslands þarf ekki að sletta ensku við setningu Alþingis.
Færa þarf þjóðinni 1. desember á ný | |
Skildu eftir svar