«

»

Molar um málfar og miðla 633

 

Meira en þriðjungur Íslendinga tóku ekki afstöðu, var sagt í fréttum Ríkissjónvarpsins (15.06.2011). Það var  þriðjungur, sem tók ekki  afstöðu.

Ólafur Ragnar Grímsson sagði  ræðu á Hrafnseyri 17. júní, að Jón Sigurðsson hefði  haft víðtæka sýn á þjóðmálin. Líklega átti hann við, að Jón hefði verið víðsýnn  í þjóðmálum. Víðtæk sýn !  

Gamall skólabróðir og vinur,sem  er búsettur erlendis, en fylgist vel með því sem gerist hér heima, sendi Molum eftirfarandi: ,,Það er farið að harðna á dalnum, þegar svo er komið, að dómkirkjuprestur glutri niður viðtengingarhætti!

Þetta er af síðunni: vísir.is í dag:

 Spurður út í atburðinn í gær segir hann þetta ekki hafa haft djúp áhrif á krakkana eða fjölskyldurnar.

„Við héldum nú okkar striki hér og það var komið í veg fyrir að ónæði hlaust af.

Við verðum að vera viðbúin svona atburðum hér í miðborginni

en það getur vel verið að við þurfum að hafa meiri viðbúnað.

Sérstaklega þegar um fjölmennar samkomur er að ræða.“ (eða et. fjölmenna samkomu)

Annað hvort hefur síra Hjálmar sagt þetta eða blaðamaður klúðrað málinu eða að báðir hafi verið sammála um, hvernig tjá eigi eitthvað mögulegt eða skilyrðisbundið á móðurmálinu. Auk þess finnst mér að orðið “krakkana” eigi ekki heima í þessum texta. Það er of flatt, þótt það sé gott og gilt íslenzkt orð.

Mér finnst eins og einhver krakkagrey séu að tala við lesendur.”   Molaskrifari þakkar sendinguna, en  lætur þess getið að hann þekkir séra Hjálmar að  því einu að  talað vandað mál,jafnt  bundið sem  óbundið. Trúir því ekki að hann hafi tekið svona til orða. 

Bjarni Sigtryggsson sendi Molum eftirfarandi línur: Tvö nöfn úr bandarískum stjórnmálaheimi hafa nýlega vafizt fyrir fréttalesurum Ríkisútvarpsins. Þingmennirnir Boehner og Weiner leggja áherzlu á að nöfn þeirra séu borin fram ,,Beiner” og ,,Víner“ en ekki ,,Bóner” og „Væner (Whiner)“ enda myndu nöfnin þá ruglast saman við orð, sem táknar annars vegar graðnagli og hins vegar grátkarl. Fréttalesurum er hollt að hlusta á framburð nafna í fréttum viðkomandi landa. Fréttamenn, sem skrifa erlendar fréttir, settu jafnan framburðarleiðbeiningar inn í handritið hér áður fyrr.

Lesandi sendi eftirfarandi úr  dv.is: Mátti til með að senda þér þetta:

http://www.dv.is/frettir/2011/6/15/hittid-thernuna-sem-strauss-kahn-misnotadi/

Hittið þernuna sem Strauss-Kahn misnotaði

,,Hörku dugleg einstæð móðir sem varir frístundum sínum í að horfa á nígeríska grínþætti”. … sem  varir tímanum …  Það var sannarlega kunnáttusamlega orðað!

  Sami lesandi benti Molaskrifara  svo  á að þetta hefði verið  lagfært eftir nokkurra klukkustunda viðdvöl á vefnum. Sjá: http://www.dv.is/frettir/2011/6/15/kynnist-thernuna-sem-strauss-kahn-misnotadi/

1 athugasemd

Ekkert ping ennþá

  1. Kristján skrifar:

    Wiener er ekkert betur setur með „wíner“ framburðinn, sérstaklega eftir það sem á undan er gengið. Þá væri „wæner“ skárra. Í raun ættu þeir að skipta um nafn, hann og Bohner. Bohner er algjör „whiner“ og Wiener er alltaf að mynda sig með bóner.

    Af hverju bera þeir á RUV fram nafn Strauss Kahn: „Stross Kahn“ en ekki „Stráss Kahn“ ? Verð ekki var þið þetta annars staðar. Kannast þeir ekki við valsandi Strauss fjölskylduna ?

Skildu eftir svar

Netfang þitt mun ekki sjást.

Þú mátt nota þetta HTML tags og attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>