Rak nefið inn í bókabúð í Reykjavík í gær. Þar voru meðal annars á boðstólum ýmsar leiðbeininga- og sjálfshjálparbækur. Þar á meðal þýdd bók eftir ofurfjárfestinn Warren Buffet. Það hefði kannski dugað að vitna í fræg ummæli hans er hann var beðinn um leiðbeiningar fyrir fjárfesta. Hann á að hafa svarað: Buy low, sell high. Með öðrum orðum: Kauptu ódýrt, seldu dýrt !
En þarna var önnur bók sem vakti meiri athygli mína. Hún var íslensk og heitir: Hlutabréf og eignastýring , undirtitill: Að velja hlutabréf. Verð kr. 5.530 Útgefandi , Glitnir.
Ég efast reyndar um að hún verði jólabókin í ár.
Skildu eftir svar