«

»

Að sökkva tönnum – Yalu -Yellow

Um  daginn var spurt  hér  hvaðan orð úr  bókarauglýsingu  væru komin.  Talað  var um að  lesendur  gætu  ekki“beðið   eftir að sökkva  tönnunum í meira“.  Svarið  við þessu  er  einfalt.  Þetta  er aulaþýðing   ensku. Á íslensku    getur maður  sökkt  sér  niður í  bók  eða  verið niðursokkinn í lestur. En það  er ´ ekki   góð  íslenska  að   tala um að  „sökkva  tönnunum“ í  bók.

Önnur ábending um  þýðingar: Á  vefnum   visir.is   var frá því sagt í dag  að  flóttafólk frá Norður Kóreu   flýði  yfir  Gulafljót   til Kína.  Þarna     er   ruglað  saman Yalu River og Yellow  River, Gulafljóti  – Huang He.  Gulafljót   deilir ekki löndum  með  Kinverjum  og  Norður Kóreu  mönnum. Það gerir  Yalu fljót  hinsvegar. Það er  magnað  að  standa á árbakkanum í borginni Dandong, Kína  megin og  horfa yfir  til  Norður Kóreu  og  enn magnaðra  er að  sigla upp  undir  bakkann  Kóreumegin og  sjá  vopnaða  verði  ganga  gæsagang á  árbakkanum.

Yalu fljót  kom mjög   við  sögu í Kóreustríðinu  og  enn stendur  þar sem  minnismerki   sprengd brú yfir   fljótið. Þar um  var  aðalflutningaleið  Kínverja  til  Kóreu.

Stórflóð hafa oft  komið í Gula  fljót og árið  1931  er  talið  að   4  milljónir manna  hafi  drukknað  í einum verstu  flóðum sem  sögur fara.

Skildu eftir svar

Netfang þitt mun ekki sjást.

Þú mátt nota þetta HTML tags og attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>