«

»

„Að versla bók“ og „kolsvört ástarsaga“

Ósköp er hvimleitt  að heyra kvöld  eftir  kvöld  stagast á því í auglýsingu frá  fyrirtækinu sem heitir því rammíslenska  nafni „Office 1“   að „versla  bók“. Þetta er  málleysa.  Mér þykir  ólíklegt  að þeir sem unna íslenskri tungu geri  sér  ferð í þessa  verslun   til að kaupa bók, enda þótt  þar sé  verslað með  bækur.

Einkennilegt er  í annarri auglýsingu frá   mikilvirkum  bókaútgefanda  að  heyra  talað um „kolsvarta ástarsögu“. Ég verð að  játa í fullri  hreinskilni  að mér  er  alveg fyrirmunað að skilja hvernig  „kolsvört  ástarsaga“  er. Allavega  mun ég ekki „versla mér  kolsvarta  ástarsögu“ fyrir þessi jólin.

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt mun ekki sjást.

Þú mátt nota þetta HTML tags og attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>